Grýttir með eggjum eftir fallið Sindri Sverrisson skrifar 21. apríl 2021 14:30 Benjamin Stambouli þerrar tárin eftir að Schalke féll í gærkvöld. EPA-EFE/Frederic Scheidemann Leikmenn Schalke voru grýttir með eggjum eftir að þeir töpuðu 1-0 gegn Arminie Bielefeld í gærkvöld. Tapið hefur í för með sér að Schalke er endanlega fallið úr efstu deild þýska fótboltans. Schalke hefur leikið í efstu deild Þýskalands í 33 ár en í vetur hefur allt gengið á afturfótunum. Schalke hefur aðeins unnið tvo leiki af 30 og er langneðst, með 13 stig og þar með 13 stigum á eftir næstu liðum. Með tapinu í gær voru örlögin svo endanlega ráðin. Á bilinu 500-600 stuðningsmenn Schalke biðu eftir leikmönnum þegar rúta þeirra kom að leikvangi félagsins, eftir tapið í Bielefeld. Nokkrir svartir sauðir úr röðum stuðningsmanna fóru yfir strikið og köstuðu meðal annars eggjum í leikmenn. Lögreglan í Gelsenkirchen segir að kveikt hafi verið á blysum við leikvang Schalke strax eftir tapið í gær. „Þegar að liðið kom svo heim og yfirgaf rútuna brutust út alvarleg mótmæli. Eggjum var kastað að leikmönnum og ókvæðisorð hrópuð að þeim,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar sem náði þó fljótlega stjórn á stöðunni. Schalke á einn öflugasta stuðningsmannahóp þýskra félaga og vanalega mæta yfir 60 þúsund manns á heimaleiki liðsins. Schalke, sem varð í 2. sæti þýsku deildarinnar árið 2018, hefur verið með fimm þjálfara á þessari leiktíð og fengið á sig 76 mörk, fleiri en nokkurt lið á þessari öld. Félagið hefur sjö sinnum unnið meistaratitil en það tókst síðast árið 1958. Þýski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Schalke hefur leikið í efstu deild Þýskalands í 33 ár en í vetur hefur allt gengið á afturfótunum. Schalke hefur aðeins unnið tvo leiki af 30 og er langneðst, með 13 stig og þar með 13 stigum á eftir næstu liðum. Með tapinu í gær voru örlögin svo endanlega ráðin. Á bilinu 500-600 stuðningsmenn Schalke biðu eftir leikmönnum þegar rúta þeirra kom að leikvangi félagsins, eftir tapið í Bielefeld. Nokkrir svartir sauðir úr röðum stuðningsmanna fóru yfir strikið og köstuðu meðal annars eggjum í leikmenn. Lögreglan í Gelsenkirchen segir að kveikt hafi verið á blysum við leikvang Schalke strax eftir tapið í gær. „Þegar að liðið kom svo heim og yfirgaf rútuna brutust út alvarleg mótmæli. Eggjum var kastað að leikmönnum og ókvæðisorð hrópuð að þeim,“ sagði í yfirlýsingu lögreglunnar sem náði þó fljótlega stjórn á stöðunni. Schalke á einn öflugasta stuðningsmannahóp þýskra félaga og vanalega mæta yfir 60 þúsund manns á heimaleiki liðsins. Schalke, sem varð í 2. sæti þýsku deildarinnar árið 2018, hefur verið með fimm þjálfara á þessari leiktíð og fengið á sig 76 mörk, fleiri en nokkurt lið á þessari öld. Félagið hefur sjö sinnum unnið meistaratitil en það tókst síðast árið 1958.
Þýski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Skipuleggja Ratcliffe mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira