„Ég held að þetta sé bara ekkert flókið“ Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 19:24 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur boðaðar breytingar á landamærunum skýrar. Vísir/Vilhelm „Er þetta flókið? Nei, ég held að þetta sé bara ekkert flókið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Í dag voru boðaðar breytingar á sóttvarnareglum á landamærunum, sem eru að mati margra torskildar og flóknar. Forsætisráðherra er þó á öðru máli. „Það sem við erum að gera með þessu er að við erum að leggja okkar eigið áhættumat á þessi svæði og segja yfir 750 er dvöl í sóttkvíarhóteli meginregla. Þar sem bilið er 750-1.000 er hægt að sækja um undanþágu áður en maður kemur til landsins og gera þá grein fyrir því að maður hafi fullnægjandi aðstæður til að dvelja í heimasóttkví. Síðan þar sem við metum áhættuna minni gildir áfram sú regla að allir verða spurðir að því á flugvellinum hvort þeir hafi slíkar aðstæður,“ sagði forsætisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef nýgengi smita er yfir 1.000 í einhverju héraði tiltekins lands er það sett í mesta áhættuflokk og þá er sóttkvíarhótel undantekningarlaus skylda. Þegar nýgengið er meira en 750 má sækja um undanþágu frá skyldudvöl. Katrín fullyrðir að gengið verði úr skugga um að aðstæður þeirra sem slíka undanþágu fái séu fullnægjandi. Ekki liggur fyrir hvernig þetta mat fer fram. Í stað þess að koma á allsherjarskyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir alla farþega var valin þessi leið. Spurð hvort ekki hefði verið hægt að tryggja landamærin enn betur með allsherjarskyldu, segir Katrín: „Við getum reist okkur gríðarlega ýtarlegt regluverk en það verður mjög erfitt að koma í veg fyrir að það sé aldrei neinn sem brjóti þær reglur.“ „Ég held að þetta snúist um það að aðgerðirnar skili árangri þar sem árangurs er þörf.“ Erfitt að tryggja að aldrei neinn brjóti reglur Stjórnvöld eru í rauninni ekki að fylgja mati Sóttvarnastofnunar Evrópu í nýgengi í löndunum þaðan sem flugvélar koma, heldur taka þau einstök héröð og ef nýgengið er þar yfir 1.000, er landið allt sett í mesta áhættuflokk. Þingflokksfundir standa yfir á Alþingi og frumvarp verður lagt fram í kvöld eða á morgun. Forsætisráðherra gerir ráð fyrir stuðningi stjórnarandstöðuflokka. „Ég held að mörg þeirra hafi verið að kalla eftir skýrari lagaheimildum. Ég á von á að það verði bara vel tekið í þetta og að við göngum hratt í þetta verk.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira