Ætlaði að vera áfram hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 22:00 FC Barcelona v HC Motor Zaporozhy - EHF Champions League BARCELONA, SPAIN - MARCH 03: (BILD ZEITUNG OUT) Aron Palmarsson of FC Barcelona, Dmytro Horiha of HC Motor Zaporozhye and Eduard Kravchenko of HC Motor Zaporozhye battle for the ball during the EHF Champions League match between FC Barcelona and HC Motor Zaporozhy on March 3, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Xavi Urgeles/DeFodi Images via Getty Images) Aron Pálmarsson segir að hann hafi ætlað að vera allavega eitt ár í viðbót hjá Barcelona áður en Álaborg kom inn í myndina. Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron. Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Álaborg greindi frá því í morgun að Aron hefði skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Þar á bæ er metnaðurinn mikill og nýtt ofurlið í smíðum. Mikkel Hansen hefur meðal annars samið við Álaborg og í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að það hefði haft áhrif á ákvörðun sína að fara til danska félagsins. Aron hefur leikið með Barcelona síðan 2017 og segir að félagið hafi reynt að halda sér, þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu. „Þeir gerðu það svosem. Það var komin upp staða að framlengja við mig um ár. Það er kannski svolítið löng saga með allar þær samningaviðræður. Fyrstu viðræður hófust rétt fyrir covid en svo var þeim frestað út af því og ástandinu hjá félaginu sem flestir vita hvernig er,“ sagði Aron. „Svo var þannig séð búið að semja um að ég yrði allavega ár í viðbót og svo kæmi kannski lengri samningur seinna. Ég hélt öllu frá mér fram að því þegar Álaborg hafði samband.“ Allt frábært hér Aron segir að ekkert fararsnið hafi verið á sér fyrr en Álaborg sýndi honum áhuga. „Ég hafði kannski ekki mikinn áhuga á að fara eitthvað annað enda allt frábært hér og stórkostlegt félag en þegar Álaborg hafði samband og sagði mér frá sínum framtíðaráætlunum heillaðist ég mjög mikið að því og ákvað að fara í málið og skoða hvað hægt væri að gera þar. Metnaðurinn þarna er gríðarlegur og samningaviðræðurnar tóku ekki langan tíma,“ sagði Aron. Ætlar að vinna þann stóra Hann viðurkennir að það verði erfitt að yfirgefa Barcelona þar sem hann hefur átt afar góðu gengi að fagna. Hann vill kveðja félagið með því að vinna Meistaradeildina með því. „Að sjálfsögðu er það þannig. Það eru tvær hliðar á þessu, það er bisnesshliðin og svo er maður með þessum strákum og öllum í kringum félagið nánast daglega allan ársins hring. Ég er að fara frá gríðarlega sterku liði. Við höfum spilað frábæra handbolta síðustu ár en eigum reyndar eftir að klára þann stóra og það er það eina sem maður horfir á þetta tímabil að klára það í júní,“ sagði Aron.
Danski handboltinn Spænski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira