Leiðin á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2021 16:00 Ísland hóf undirbúning sinn fyrir leikina í haust með vináttulandsleikjum við Ítalíu fyrr í þessum mánuði. Ísland tapaði fyrri leiknum 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli en báðir leikirnir fóru fram í Flórens. Getty/Matteo Ciambelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni næsta heimsmeistaramóts. HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira
HM fer næst fram sumarið 2023 og verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Íslenska landsliðið freistar þess að komast á HM í fyrsta sinn en liðið spilar hins vegar í lokakeppni EM á næsta ári, í fjórða sinn. Dregið verður í undankeppni HM þann 30. apríl. Ísland er í næstefsta styrkleikaflokki og getur því ekki dregist gegn öðrum liðum í þeim flokki. Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni HM: Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría. Undankeppni HM hefst í september og þá leikur Ísland sína fyrstu mótsleiki undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. Fyrstu leikirnir undir hans stjórn voru vináttulandsleikir við Ítalíu ytra, 1-0 tap og 1-1 jafntefli, en Ítalir eru einmitt í efsta styrkleikaflokki. Leiðin á HM er afar torfær, þrátt fyrir að þátttökuþjóðir verði nú í fyrsta sinn 32 talsins í stað 24 áður. Alls er 51 þjóð í undankeppninni í Evrópu en 11-12 Evrópuþjóðir komast á HM. Leikið verður í níu riðlum í undankeppninni. Aðeins efsta lið hvers undanriðils kemst beint á HM en liðin í 2. sæti komast í umspil. Óhætt er að segja að umspilið sé nokkuð flókið en því er lýst hér að neðan: Umspilið: Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM. Eins og fyrr segir hefst undankeppnin um miðjan september. Leikið verður í september, október og nóvember á þessu ári, í apríl á næsta ári, og undankeppninni lýkur svo um mánaðamótin ágúst-september 2022. Umspilið í Evrópu verður svo dagana 3.-11. október 2022.
Flokkur 1: Holland, Þýskaland, England, Frakkland, Svíþjóð, Spánn, Noregur, Ítalía, Danmörk. Flokkur 2: Belgía, Sviss, Austurríki, ÍSLAND, Skotland, Rússland, Finnland, Portúgal, Wales. Flokkur 3: Tékkland, Úkraína, Írland, Pólland, Slóvenía, Rúmenía, Serbía, Bosnía, Norður-Írland. Flokkur 4: Slóvakía, Ungverjaland, Hvíta-Rússland, Króatía, Grikkland, Albanía, Norður-Makedónía, Ísrael, Aserbaídsjan. Flokkur 5: Tyrkland, Malta, Kósovó, Kasakstan, Moldóva, Kýpur, Færeyjar, Georgía, Lettland. Flokkur 6: Svartfjallaland, Litáen, Eistland, Lúxemborg, Armenía, Búlgaría.
Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á seinna stig umspils. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti leika á fyrra stigi umspilsins, í þremur eins leiks einvígum. Liðin þrjú sem vinna þau einvígi komast á seinna stig umspilsins og mæta þar liðunum sem sátu hjá á fyrra stiginu. Tveir sigurvegaranna á seinna stigi umspilsins komast á HM. Þriðji sigurvegarinn, með lakastan árangur í undankeppninni og umspilinu, fer í tíu þjóða mót með liðum úr öðrum heimsálfum þar sem í boði verða þrjú síðustu sætin á HM.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Fleiri fréttir Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Sjá meira