Aron segir að kaupin á Mikkel Hansen hafi spilað stóra rullu í að hann valdi Álaborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 09:31 Aron Pálmarsson og Mikkel Hansen verða samherjar hjá Álaborg frá og með sumrinu 2022. vísir/vilhelm/getty/Slavko Midzor Aron Pálmarsson kveðst afar spenntur fyrir komandi tímum hjá Álaborg. Hann segir að félagaskipti Mikkels Hansen til Álaborgar hafi kveikt áhuga hjá sér á félaginu. Álaborg greindi í morgun frá því að Aron hefði samið við félagið og kæmi til þess frá Barcelona í sumar. Hann er enn eitt stóra nafnið sem Álaborg semur við en þar á bæ er mikið ofurlið í smíðum. Í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að Álaborg hefði sett sig í samband við hann fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Það er kannski ekki langt síðan en sex til sjö vikur. Þetta tók ekkert alltof langan tíma þegar þetta kom upp,“ sagði Aron við Rikka. „Þetta var verkefni sem ég hafði áhuga á. Þeir voru búnir að semja við nokkra mjög sterka leikmenn og sögðu mér frá sínum framtíðarplönum og hver metnaður þeirra væri. Það heillaði mig gríðarlega.“ Sýnir metnað félagsins Álaborg hefur þegar samið við Mikkel Hansen sem kemur til félagsins frá Paris Saint-Germain þarnæsta sumar. Aron segir að það hafi átt sinn þátt í því að hann ákvað að velja Álaborg. „Það sýnir metnaðinn í félaginu og hvað þeir ætla sér að gera. Auðvitað voru það stórar fréttir þegar Mikkel samdi og svo rétt eftir það höfðu þeir samband við mig. Það spilaði stóra rullu. Ég skal alveg vera heiðarlegur með það. Það kveikti meiri áhuga þegar þeir höfðu samband. Þá vildi ég alveg hlusta á að hvað þeir voru að pæla,“ sagði Aron. Ætlar að raða inn titlum Hann hefur unnið fjölmarga titla með sínum félagsliðum undanfarin ár og ætlar að halda því áfram hjá Álaborg. „Ég þekki ekkert annað en að vera í liðum sem eru alltaf að berjast um titla og þeir hafa verið ófáir hjá mér. Að sjálfsögðu er ég að fara þangað til að raða inn titlum eins og þú segir. Það hefur alltaf verið mitt markmið, frá því ég var í FH og þangað til ég hætti að spila,“ sagði Aron. „Það má ekki gleyma því að þótt þetta hafi ekki verið stórt félag í Evrópu er þetta besta félag Danmerkur. Þeir hafa orðið nokkrum sinnum meistarar síðasta áratuginn og eru ríkjandi meistarar.“ Fleiri hlutar úr viðtalinu við Aron birtast á Vísi síðar í dag. Einnig verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2. Danski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Álaborg greindi í morgun frá því að Aron hefði samið við félagið og kæmi til þess frá Barcelona í sumar. Hann er enn eitt stóra nafnið sem Álaborg semur við en þar á bæ er mikið ofurlið í smíðum. Í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason sagði Aron að Álaborg hefði sett sig í samband við hann fyrir tæpum tveimur mánuðum. „Það er kannski ekki langt síðan en sex til sjö vikur. Þetta tók ekkert alltof langan tíma þegar þetta kom upp,“ sagði Aron við Rikka. „Þetta var verkefni sem ég hafði áhuga á. Þeir voru búnir að semja við nokkra mjög sterka leikmenn og sögðu mér frá sínum framtíðarplönum og hver metnaður þeirra væri. Það heillaði mig gríðarlega.“ Sýnir metnað félagsins Álaborg hefur þegar samið við Mikkel Hansen sem kemur til félagsins frá Paris Saint-Germain þarnæsta sumar. Aron segir að það hafi átt sinn þátt í því að hann ákvað að velja Álaborg. „Það sýnir metnaðinn í félaginu og hvað þeir ætla sér að gera. Auðvitað voru það stórar fréttir þegar Mikkel samdi og svo rétt eftir það höfðu þeir samband við mig. Það spilaði stóra rullu. Ég skal alveg vera heiðarlegur með það. Það kveikti meiri áhuga þegar þeir höfðu samband. Þá vildi ég alveg hlusta á að hvað þeir voru að pæla,“ sagði Aron. Ætlar að raða inn titlum Hann hefur unnið fjölmarga titla með sínum félagsliðum undanfarin ár og ætlar að halda því áfram hjá Álaborg. „Ég þekki ekkert annað en að vera í liðum sem eru alltaf að berjast um titla og þeir hafa verið ófáir hjá mér. Að sjálfsögðu er ég að fara þangað til að raða inn titlum eins og þú segir. Það hefur alltaf verið mitt markmið, frá því ég var í FH og þangað til ég hætti að spila,“ sagði Aron. „Það má ekki gleyma því að þótt þetta hafi ekki verið stórt félag í Evrópu er þetta besta félag Danmerkur. Þeir hafa orðið nokkrum sinnum meistarar síðasta áratuginn og eru ríkjandi meistarar.“ Fleiri hlutar úr viðtalinu við Aron birtast á Vísi síðar í dag. Einnig verður rætt við hann í Sportpakkanum á Stöð 2.
Danski handboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira