Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:01 Florentino Pérez segist ganga gott eitt til með stofnun ofurdeildarinnar. Hann vilji bara bjarga fótboltanum. getty/Diego Souto Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“ Ofurdeildin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“
Ofurdeildin Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira