Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 20:30 Guðmundi líst ekki á blikuna. skjáskot/vísir Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. Tilkynnt var um Ofurdeildina í gær þar sem tólf lið hafa komið sér saman um að stofna deild sem þeir ætla að taka fram yfir Meistaradeildina en þetta hefur verið heitasta umræðuefni dagsins. „Þetta er stærsta fréttin í fótboltaheiminum í dag. Það virðast vera að tólf stærstu lið séu búin að kljúfa sig út og ætli að stofna Ofurdeild sem eigi að vera stærri en Meistaradeildin,“ sagði Guðmundur um fréttir dagsins. „Þetta er klárlega ekki að fara vel í UEFA og FIFA og hvað þá deildirnar sem liðin eru að spila í. Þetta er eitt allsherjar klúður er eiginlega það fyrsta sem mér dettur í hug eftir fyrstu fréttir.“ Guðmundur segir að liðin ætli að taka Ofurdeildina fram yfir Meistaradeildina en spili þó áfram í deildunum heima fyrir. „Planið virðist vera að spila í sínum deildum en hætta að spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni og stofna sína eigin Ofur-Evrópudeild ef svo má kalla. Það fer ekki vel í deildirnar að liðin séu að hóta þessu.“ „Þetta eru tólf af stærstu liðum Evrópu og þau vilja greinilega meira. Þau vilja stærri bita af peningakökunni og það þykir mörgum ekki sanngjarnt; að stærstu liðin og þau sem fái mest, vilji enn meira.“ Gummi segir að hann eigi þó eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika og heldur að liðin muni alltaf spila í deildunum heima fyrir, sama hvað gerist. „Ég á eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika. Það er hver höndin upp á móti annarri í dag eftir að þetta var tilkynnt í gærkvöldi svo ég á eftir að sjá þetta gerast. Ég trúi ekki öðru en að það finnist einhverjar sættir.“ „Ég get ekki séð það að lið eins og Liverpool og Manchester United séu ekki að fara spila í ensku úrvalsdeildinni. Það virkar ekki ef þau eru ekki. Þeir segja að það sé eftir að koma þrjú lið inn í Ofurdeildina og að það séu fimmtán en svo geta fimm lið unnið sig inn í deildina. Ég skil ekki þetta reikningsdæmi. Þetta verður mjög áhugavert.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben um Ofurdeildina Ofurdeildin Tengdar fréttir Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Tilkynnt var um Ofurdeildina í gær þar sem tólf lið hafa komið sér saman um að stofna deild sem þeir ætla að taka fram yfir Meistaradeildina en þetta hefur verið heitasta umræðuefni dagsins. „Þetta er stærsta fréttin í fótboltaheiminum í dag. Það virðast vera að tólf stærstu lið séu búin að kljúfa sig út og ætli að stofna Ofurdeild sem eigi að vera stærri en Meistaradeildin,“ sagði Guðmundur um fréttir dagsins. „Þetta er klárlega ekki að fara vel í UEFA og FIFA og hvað þá deildirnar sem liðin eru að spila í. Þetta er eitt allsherjar klúður er eiginlega það fyrsta sem mér dettur í hug eftir fyrstu fréttir.“ Guðmundur segir að liðin ætli að taka Ofurdeildina fram yfir Meistaradeildina en spili þó áfram í deildunum heima fyrir. „Planið virðist vera að spila í sínum deildum en hætta að spila í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni og stofna sína eigin Ofur-Evrópudeild ef svo má kalla. Það fer ekki vel í deildirnar að liðin séu að hóta þessu.“ „Þetta eru tólf af stærstu liðum Evrópu og þau vilja greinilega meira. Þau vilja stærri bita af peningakökunni og það þykir mörgum ekki sanngjarnt; að stærstu liðin og þau sem fái mest, vilji enn meira.“ Gummi segir að hann eigi þó eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika og heldur að liðin muni alltaf spila í deildunum heima fyrir, sama hvað gerist. „Ég á eftir að sjá þetta allt saman verða að veruleika. Það er hver höndin upp á móti annarri í dag eftir að þetta var tilkynnt í gærkvöldi svo ég á eftir að sjá þetta gerast. Ég trúi ekki öðru en að það finnist einhverjar sættir.“ „Ég get ekki séð það að lið eins og Liverpool og Manchester United séu ekki að fara spila í ensku úrvalsdeildinni. Það virkar ekki ef þau eru ekki. Þeir segja að það sé eftir að koma þrjú lið inn í Ofurdeildina og að það séu fimmtán en svo geta fimm lið unnið sig inn í deildina. Ég skil ekki þetta reikningsdæmi. Þetta verður mjög áhugavert.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Gummi Ben um Ofurdeildina
Ofurdeildin Tengdar fréttir Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23 Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20 Mest lesið Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. 19. apríl 2021 19:08
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00
KSÍ alfarið á móti ofurdeildinni og myndi styðja refsingu Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna áforma tólf af þekkustu knattspyrnufélögum Evrópu sem hyggjast koma Ofurdeildinni svokölluðu á fót. 19. apríl 2021 13:23
Fréttaskýring: Ofurdeild Evrópu Ofurdeild þetta, ofurdeild hitt. Heitasta umræðuefni dagsins er eðlilega títtnefnd ofurdeild Evrópu í knattspyrnu. Hér að neðan verður kafað ofan í hvað felst í hugmyndinni, hvernig henni verður háttað og almennt allt sem henni viðkemur. 19. apríl 2021 12:20