Fréttu af Ofurdeildinni í gær: „Það mikilvægasta við fótboltann eru stuðningsmennirnir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 19. apríl 2021 19:08 Stuðningsmenn Leeds mótmæltu nýrri Ofudeild með bolum sem þeir klæddust í kvöld. Lee Smith/Getty Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, lét allt flakka í viðtali fyrir leik Leeds og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni en sá þýski var spurður út í hina nýju Ofurdeild. Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021 Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Tólf félög standa að nýrri ofurdeild sem ætlað er að koma í staðinn fyrir Meistaradeild Evrópu en Liverpool er eitt þessara liða. Sex af liðunum koma frá Englandi. Klopp var minntur á að fyrir ekki svo löngu sagðist hann ekki hafa áhuga á Ofurdeildinni. „Tilfinningar mínar hafa ekki breyst. Það hefur ekkert breyst. Ég heyrði fyrst af þessu í gær. Ég var að undirbúa mig fyrir erfiðan leik gegn Leeds,“ sagði Klopp. „Við fengum smá upplýsingar, en ekki mikið. Flest sem ég veit er úr blöðunum. Þetta er erfitt. Fólk er ekki ánægt og ég get skilið það.“ „Ég er 53 ára og síðan ég hef verið í atvinnufótbolta þá hefur Meistaradeildin verið starfandi. Draumurinn var alltaf að þjálfa lið þar. Ég hef ekkert á móti Meistaradeildinni.“ Jurgen Klopp to BBC Sport: “Remember: the most important parts of the club are the supporters and the team. And we should make sure nothing gets in the way of that”. 🚨 #SuperLeague #LFC— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 19, 2021 „Mér líkar við samkeppnina. Mér líkar við að West Ham gæti spilað í Meistaradeildinni. Ég vil ekki að það gerist því ég vil eiga möguleikann á því,“ sagði Klopp en Liverpool og West Ham berjast um fjórða sætið. „Það mikilvægasta í fótboltanum eru stuðningsmennirnir og liðið. Við verðum að sjá til þess að ekkert komi þar upp á milli.“ Hann sagðist hafa heyrt af stuðningsmönnum sem hefðu mótmælt með borðum með áletrunum við Anfield, heimavöll Liverpool. Hann áréttaði að leikmennirnir hefðu ekki gert neitt rangt. „Við verðum að standa saman og sýna að enginn gangi einn á þessum tímum. Á erfiðum tímapunkti verður fólk að standa saman. Leikmennirnir gerðu ekkert rangt. Ég verð að koma því á framfæri svo allir skilji það.“ Klopp skilur reiði stuðningsmanna sem mótmæltu meðal annars fyrir utan Elland Road í kvöld. „Ég skil þetta. Ég er í erfiðri stöðu. Ég hef ekki allar upplýsingarnar og veit ekki af hverju þessi tólf félög gerðu þetta,“ sagði Klopp. Leikur Leeds og Liverpool stendur nú yfir. 🚨 | Jurgen Klopp speaks about the European Super League...The #LFC manager explains his thoughts on the breakaway proposals and reveals him and his players were not consulted on the decision.Watch #MNF live on Sky Sports Premier League now! pic.twitter.com/DLSXeT1Lze— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 19, 2021
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira