Fótbolti

Ánægður með reiðan Jón Dag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur í baráttunni áður en honum var skipt af velli.
Jón Dagur í baráttunni áður en honum var skipt af velli. Jan Christensen/Getty

David Nielsen, þjálfari AGF, var ánægður með ástríðu Jóns Dags Þorsteinssonar eftir að honum var skipt af velli í Íslendingaslag í gær.

Eftir 57 mínútur var Jón Dagur tekinn af velli í 2-2 jafntefli gegn Bröndby en hann strunsaði beint inn í búningsklefa.

Nielsen var spurður út í viðbrögð Jóns eftir leikinn og hann virkaði sáttur.

„Það er fínt þegar leikmennirnir eru pirraðir þegar þeir eru teknir af velli. Þetta gæti ekki verið betra.“

„Ég reikna með að hann var pirraður að vera tekinn af velli. Ég sá að hann labbaði út af hinu megin,“ bætti David við.

AGF er í fjórða sæti Superligunnar með 39 stig. FCK er í þriðja sætinu með 42, Bröndby er með 46 og Midtjylland er á toppnum með 50.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×