Stjarnan býðst til að taka þátt í ferðakostnaði en ráðning lögfræðings á ábyrgð KA/Þórs Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2021 12:01 Stjarnan reiknar með hörkuleik gegn KA/Þór í endurtekna leiknum sem ekki er ljóst hvenær fer fram. vísir/hulda Handknattleiksdeild Stjörnunnar segir að kvennaráð KA/Þórs eigi ekki að þurfa að sitja uppi með allan kostnað af því að endurtaka leik liðanna í Olís-deild kvenna. Stjarnan hefur boðist til að greiða helming ferðakostnaðar Akureyringa vegna leiksins. Áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að Stjarnan og KA/Þór ættu að mætast aftur. KA/Þór virtist hafa unnið 27-26 sigur í leik liðanna í febrúar en Stjarnan kærði úrslit leiksins þegar í ljós kom að vegna mistaka á ritaraborði hafði einu marki verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði því 26 mörk í leiknum. Akureyringar sendu frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn féll og sögðu málið allt handboltaíþróttinni ekki til heilla. Bentu þeir meðal annars á að Stjarnan hefði annast framkvæmd leiksins og að mistökin hefðu orðið þegar staðan var 17-12 fyrir KA/Þór, í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði svo við Vísi að til greina kæmi að kæra Stjörnuna og HSÍ til almennra dómstóla. Hann sagði kostnað kvennaráðs KA/Þórs vegna málsins þegar nema hundruðum þúsunda króna, fyrst og fremst vegna lögfræðikostnaðar, og að nýr leikur hefði í för með sér ferðakostnað upp á 200-300 þúsund krónur. Í nýrri yfirlýsingu Stjörnunnar sem send var á fjölmiðla í dag segist félagið hafa sent beiðni til HSÍ þess efnis að sambandið myndi greiða ferðakostnað KA/Þórs vegna nýja leiksins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi á föstudag að það kæmi vel til greina. Ekki væri sanngjarnt að KA/Þór sæti upp með fjárhagslegan skaða. Stjörnumenn frábiðja sér hins allt tal um bætur vegna málflutningskostnaðar. Það hafi verið ákvörðun kvennaráðs KA/Þórs að ráða lögfræðing til að annast sinn málflutning. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Stjörnunnar má lesa hér að neðan. Kvennaráð KA/Þórs á ekki að sitja uppi með óskiptan kostnað við endurtekningu leiks Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi varðandi leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs þá telur stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar mikilvægt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Aðskilnaður dómsmáls og endurtekningu leiks Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að skilja að í umræðunni annars vegar atvik, í leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs 13. febrúar s.l. sem deilt var um í málflutningi og hefur verið úrskurðað um af hálfu áfríunardómstóls HSÍ og hins vegar hvernig standa skuli að endurtekningu leiksins og kostnaði við hann. Dómurinn er faglegur og handboltanum til heilla Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar telur staðfestan dóm vera faglegan, byggja á sterkum lagalegum rökum og sé handboltanum til heilla. Því má ekki gleyma að Stjarnan sækir málið m.a. út frá þeim forsendum að fá eitt stig úr leiknum enda skoruðu bæði lið 26 mörk og jafntefli því úrslit miðað við það sem raunverulega gerðist á vellinum. En leikurinn skal endurtekinn samkvæmt staðfestum dómi og þar getur brugðið til beggja vona en við eigum von á hörkuleik. Endurtekning á leiknum – eitt lið á ekki að bera kostnaðinn Ef endurtaka þarf leik líkt og dæmt hefur verið um í þessu tilfelli og eða öðrum sambærilegum þá teljum við hjá Stjörnunni ekki heppilegt að annað liðið sitji uppi með kostnað við það, líkt og væri raunin fyrir Kvennaráð KA/Þórs ef ekki koma til aðgerðir. Þess má geta að um leið og dómur var staðfestur af áfríunarnefnd HSÍ sendi stjórn Stjörnunnar beiðni til HSÍ um að Kvennaráð KA/Þór hliti sérstakan styrk frá HSÍ sem næmi ferðkostnaði suður og aftur heim. Til vara er Stjarnan tilbúin að greiða helming þess kostnaðar sem sannarlega fellur til og er í samræmi við þann ferðakostnað sem Stjarnan ber við akstur og annað við ferðir norður og heim. Málflutningskostnaður Stjórn handknattleiksdeildar hafnar hins vegar öllu tali um bætur vegna málflutningskostnaðar og fordæmir tilburði við að sækja hann til málsaðila eftir að dómur hafi verið staðfestur, enda hafi það verið ákvörðun Kvennaráðs KA/Þórs að ráða lögfræðing til að annast málflutning fyrir þeirra hönd. Þess má geta að það var stjórnarfólk handknattleiksdeildar Stjörnunnar vann að og flutti umrætt mál, af ástríðu og virðingu fyrir staðreyndum máls og þeim lögum og reglum sem í gildi eru hjá HSÍ, enda rekstur íþróttafélaga áskorun þar sem nýta þarf hverja krónu afar vel og ráðning lögfræðinga á fárra færi ef nokkurra. Þess ber að geta að málflutningur í gegnum fjarfundabúnað hefði verið kostur á öllum stigum máls sem Stjarnan hefði ekki sett sig upp á móti enda var slíkur búnaður notaður á ákveðnum stigum málsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að Stjarnan og KA/Þór ættu að mætast aftur. KA/Þór virtist hafa unnið 27-26 sigur í leik liðanna í febrúar en Stjarnan kærði úrslit leiksins þegar í ljós kom að vegna mistaka á ritaraborði hafði einu marki verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Hvort lið skoraði því 26 mörk í leiknum. Akureyringar sendu frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn féll og sögðu málið allt handboltaíþróttinni ekki til heilla. Bentu þeir meðal annars á að Stjarnan hefði annast framkvæmd leiksins og að mistökin hefðu orðið þegar staðan var 17-12 fyrir KA/Þór, í fyrri hálfleik. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði svo við Vísi að til greina kæmi að kæra Stjörnuna og HSÍ til almennra dómstóla. Hann sagði kostnað kvennaráðs KA/Þórs vegna málsins þegar nema hundruðum þúsunda króna, fyrst og fremst vegna lögfræðikostnaðar, og að nýr leikur hefði í för með sér ferðakostnað upp á 200-300 þúsund krónur. Í nýrri yfirlýsingu Stjörnunnar sem send var á fjölmiðla í dag segist félagið hafa sent beiðni til HSÍ þess efnis að sambandið myndi greiða ferðakostnað KA/Þórs vegna nýja leiksins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði við Vísi á föstudag að það kæmi vel til greina. Ekki væri sanngjarnt að KA/Þór sæti upp með fjárhagslegan skaða. Stjörnumenn frábiðja sér hins allt tal um bætur vegna málflutningskostnaðar. Það hafi verið ákvörðun kvennaráðs KA/Þórs að ráða lögfræðing til að annast sinn málflutning. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Stjörnunnar má lesa hér að neðan. Kvennaráð KA/Þórs á ekki að sitja uppi með óskiptan kostnað við endurtekningu leiks Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi varðandi leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs þá telur stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar mikilvægt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Aðskilnaður dómsmáls og endurtekningu leiks Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að skilja að í umræðunni annars vegar atvik, í leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs 13. febrúar s.l. sem deilt var um í málflutningi og hefur verið úrskurðað um af hálfu áfríunardómstóls HSÍ og hins vegar hvernig standa skuli að endurtekningu leiksins og kostnaði við hann. Dómurinn er faglegur og handboltanum til heilla Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar telur staðfestan dóm vera faglegan, byggja á sterkum lagalegum rökum og sé handboltanum til heilla. Því má ekki gleyma að Stjarnan sækir málið m.a. út frá þeim forsendum að fá eitt stig úr leiknum enda skoruðu bæði lið 26 mörk og jafntefli því úrslit miðað við það sem raunverulega gerðist á vellinum. En leikurinn skal endurtekinn samkvæmt staðfestum dómi og þar getur brugðið til beggja vona en við eigum von á hörkuleik. Endurtekning á leiknum – eitt lið á ekki að bera kostnaðinn Ef endurtaka þarf leik líkt og dæmt hefur verið um í þessu tilfelli og eða öðrum sambærilegum þá teljum við hjá Stjörnunni ekki heppilegt að annað liðið sitji uppi með kostnað við það, líkt og væri raunin fyrir Kvennaráð KA/Þórs ef ekki koma til aðgerðir. Þess má geta að um leið og dómur var staðfestur af áfríunarnefnd HSÍ sendi stjórn Stjörnunnar beiðni til HSÍ um að Kvennaráð KA/Þór hliti sérstakan styrk frá HSÍ sem næmi ferðkostnaði suður og aftur heim. Til vara er Stjarnan tilbúin að greiða helming þess kostnaðar sem sannarlega fellur til og er í samræmi við þann ferðakostnað sem Stjarnan ber við akstur og annað við ferðir norður og heim. Málflutningskostnaður Stjórn handknattleiksdeildar hafnar hins vegar öllu tali um bætur vegna málflutningskostnaðar og fordæmir tilburði við að sækja hann til málsaðila eftir að dómur hafi verið staðfestur, enda hafi það verið ákvörðun Kvennaráðs KA/Þórs að ráða lögfræðing til að annast málflutning fyrir þeirra hönd. Þess má geta að það var stjórnarfólk handknattleiksdeildar Stjörnunnar vann að og flutti umrætt mál, af ástríðu og virðingu fyrir staðreyndum máls og þeim lögum og reglum sem í gildi eru hjá HSÍ, enda rekstur íþróttafélaga áskorun þar sem nýta þarf hverja krónu afar vel og ráðning lögfræðinga á fárra færi ef nokkurra. Þess ber að geta að málflutningur í gegnum fjarfundabúnað hefði verið kostur á öllum stigum máls sem Stjarnan hefði ekki sett sig upp á móti enda var slíkur búnaður notaður á ákveðnum stigum málsins.
Kvennaráð KA/Þórs á ekki að sitja uppi með óskiptan kostnað við endurtekningu leiks Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í gangi varðandi leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs þá telur stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar mikilvægt að koma eftirfarandi atriðum á framfæri. Aðskilnaður dómsmáls og endurtekningu leiks Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að skilja að í umræðunni annars vegar atvik, í leik Stjörnunnar og Kvennaráðs KA/Þórs 13. febrúar s.l. sem deilt var um í málflutningi og hefur verið úrskurðað um af hálfu áfríunardómstóls HSÍ og hins vegar hvernig standa skuli að endurtekningu leiksins og kostnaði við hann. Dómurinn er faglegur og handboltanum til heilla Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar telur staðfestan dóm vera faglegan, byggja á sterkum lagalegum rökum og sé handboltanum til heilla. Því má ekki gleyma að Stjarnan sækir málið m.a. út frá þeim forsendum að fá eitt stig úr leiknum enda skoruðu bæði lið 26 mörk og jafntefli því úrslit miðað við það sem raunverulega gerðist á vellinum. En leikurinn skal endurtekinn samkvæmt staðfestum dómi og þar getur brugðið til beggja vona en við eigum von á hörkuleik. Endurtekning á leiknum – eitt lið á ekki að bera kostnaðinn Ef endurtaka þarf leik líkt og dæmt hefur verið um í þessu tilfelli og eða öðrum sambærilegum þá teljum við hjá Stjörnunni ekki heppilegt að annað liðið sitji uppi með kostnað við það, líkt og væri raunin fyrir Kvennaráð KA/Þórs ef ekki koma til aðgerðir. Þess má geta að um leið og dómur var staðfestur af áfríunarnefnd HSÍ sendi stjórn Stjörnunnar beiðni til HSÍ um að Kvennaráð KA/Þór hliti sérstakan styrk frá HSÍ sem næmi ferðkostnaði suður og aftur heim. Til vara er Stjarnan tilbúin að greiða helming þess kostnaðar sem sannarlega fellur til og er í samræmi við þann ferðakostnað sem Stjarnan ber við akstur og annað við ferðir norður og heim. Málflutningskostnaður Stjórn handknattleiksdeildar hafnar hins vegar öllu tali um bætur vegna málflutningskostnaðar og fordæmir tilburði við að sækja hann til málsaðila eftir að dómur hafi verið staðfestur, enda hafi það verið ákvörðun Kvennaráðs KA/Þórs að ráða lögfræðing til að annast málflutning fyrir þeirra hönd. Þess má geta að það var stjórnarfólk handknattleiksdeildar Stjörnunnar vann að og flutti umrætt mál, af ástríðu og virðingu fyrir staðreyndum máls og þeim lögum og reglum sem í gildi eru hjá HSÍ, enda rekstur íþróttafélaga áskorun þar sem nýta þarf hverja krónu afar vel og ráðning lögfræðinga á fárra færi ef nokkurra. Þess ber að geta að málflutningur í gegnum fjarfundabúnað hefði verið kostur á öllum stigum máls sem Stjarnan hefði ekki sett sig upp á móti enda var slíkur búnaður notaður á ákveðnum stigum málsins.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir „Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. 16. apríl 2021 15:46
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00