Titringur á Twitter vegna ofurdeildarinnar: „Þá drap peningagræðgi fótboltann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:00 AC Milan og Manchester United eru með stofnmeðlima ofurdeildar Evrópu. epa/MATTEO BAZZI Ný ofurdeild Evrópu virðist eiga sér fáa aðdáendur hér á landi, allavega ef marka má viðbrögðin á Twitter. Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021 Ofurdeildin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Sjá meira
Í gærkvöldi staðfestu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Umrædd félög eru Barcelona, Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus, AC og Inter Milan, Manchester United, Manchester City, Liverpool, Chelsea, Arsenal Tottenham. Þrjú félög eiga væntanlega eftir að bætast í þennan hóp. Stofnmeðlimir verða því fimmtán talsins en þeir geta ekki fallið úr ofurdeildinni. Þessi tíðindi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlum og óhætt er að segja að viðbrögðin á Twitter hafi verið neikvæð. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, sagði greinilegt að forsprakka ofurdeildarinnar skorti skilning á því hver ástæðan fyrir vinsældum fótboltans væri. Það furðulegasta við þessa ofurdeild er að stjórnendur félaganna 12 virðast ekki hafa minnstu hugmynd um að fegurðin við fótbolta, sem gerir hann að vinsælustu íþrótt í heimi, er að nánast allir geta unnið alla. #fotboltinet— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2021 „Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það,“ skrifaði Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og stuðningsmaður Everton. Jæja, þá drap peningagræðgi fótboltann. Til lukku með það. https://t.co/S3gWrV7XfL— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) April 18, 2021 Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson hefur ekki mikla trú á að ofurdeildin verði að veruleika. Hann kvaðst þó ekki fagna því ef stuðningsmönnum Luton Town á Íslandi myndi fjölga mjög. Ég er eldri en tvævetur og hef nálega enga trú á að þetta súperdeildarrugl verði meira en störukeppni sem endar á að frekjukrakkarnir fá aðeins meiri pening og völd. Í versta falli mun fólk unnvörpum gerast Luton-stuðningsmenn og ég verð meinstrím. Það yrði djöfullegt.— Stefán Pálsson (@Stebbip) April 18, 2021 Dómarinn fyrrverandi, Gunnar Jarl Jónsson, sór þess eið að horfa aldrei á leik í ofurdeildinni. Markaðurinn ræður. Miðað við viðbrögð fólks, er þeim óhætt að stofna þessa deild?Ég mun ekki fyrir mitt litla líf horfa á einn leik í þessari deild og hvað þá kaup áskrift af þessu drasli. Hugsa að mínir félagar í Birmingham fái stuðningsmann inn fyrir næsta tímabil.— Gunnar Jarl Jónsson (@gunnar_jarl) April 18, 2021 Þetta Súperlíguþrot hefur allavega tekist að sameina stuðningsmenn erkifjenda í enska boltanum í að finnast þetta algjörlega glatað. Það er einhver fegurð í því, eins og litríkt blóm sem vex upp úr ruslahaug.#fótboltinet #djöflarnir #fuckSuperLeague— Halldór Marteins (@halldorm) April 18, 2021 BURT með þig pic.twitter.com/I7HA8uAYU9— Tómas Guðjónsson (@TomasGudjonsson) April 18, 2021 Þið eruð öll hjartanlega velkomin á NFL vagninn bara #SuperLeague— Fanney Birna (@fanneybj) April 18, 2021
Ofurdeildin Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Nott. Forest | Meistarar í krísu Í beinni: Newcastle - Liverpool | Tekst að stöðva toppliðið? Í beinni: Southampton - Chelsea | Heitir gestir gegn botnliðinu Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Van Dijk boðinn nýr samningur „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Sjá meira