ESPN hitaði upp fyrir leiki helgarinnar í grein á vef sínum í gær en þar er meðal annars fjallað um lið Arnórs Ingva, New England Revolution, en Arnór Ingvi kom til liðsins frá Malmö fyrr í mánuðinum.
Jeff Carlisle, einn af spekingum ESPN, spáir að New England standi uppi sem sigurvegari í austurdeildinni en hann segir að mörg liðin munu berjast um sigurinn í austurdeildinni. Hann segir að stjórinn, Bruce Arena, hafi bætt veikleika liðsins frá síðustu leiktíð.
Í umsögninni um liðið sagði Gus Elvin, annar spekingur ESPN, að spennandi nýliðar séu komnir til New England; þeir Arnór Ingvi sem og Wilfried Kaptoum sem hefur verið á mála hjá bæði Barcelona og Real Betis á Spáni.
Hann segir að New England gæti orðið orðið óvæntir meistarar á þessari leiktíð en þeir fóru alla leið í undanúrslit á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í áttunda sæti austurdeildarinnar í deildarkeppninni.
“We want to be securely in the playoffs fighting for the Supporters’ Shield, or fighting for trophies all season and in all competitions.”#NERevs https://t.co/UfNotjO3rB
— New England Revolution (@NERevolution) April 15, 2021