Ætlar að brúa bilið gegn þjálfaranum sem heillaði hann svo mikið Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2021 08:00 Phil Foden og félagar í Manchester City unnu 3-1 gegn Chelsea í deildarleik í janúar, skömmu áður en Thomas Tuchel tók við Chelsea af Frank Lampard. EPA-EFE/Andy Rain Þó að tuttugu stig skilji Manchester City og Chelsea að má búast við spennandi leik þegar liðin mætast í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag. Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Thomas Tuchel segist snemma hafa hrifist mjög af Pep Guardiola en Tuchel, sem tók við Chelsea undir lok janúar, hefur aldrei tekist að stýra liði til sigurs gegn liði Guardiola. Tuchel hefur gert til þess fimm tilraunir, tvær með Mainz og þrjár með Dortmund, þegar Guardiola stýrði Bayern München. „Þegar hann [Guardiola] þjálfaði Barcelona þá hafði ég ekki haft tækifæri til að kynnast honum persónulega, en ég horfði á nánast alla leiki. Ég var mjög heillaður af því hvernig þeir náðu sínum árangri, hvernig leikstíll liðsins var, allir akademíustrákarnir og hvernig liðið hélt boltanum í sókn,“ sagði Tuchel. Getur gert út um vonir City um fernuna Þjóðverjinn viðurkennir fúslega að það sé bil á milli City og Chelsea, eins og stöðutaflan í ensku úrvalsdeildinni sýnir. Hann ætlar þó að gera sitt til að stöðva City sem á enn möguleika á að vinna fernuna á þessari leiktíð. City mætir Tottenham í úrslitaleik enska deildabikarsins 25. apríl, er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu og með gott forskot á toppi úrvalsdeildarinnar. „Við verðum að viðurkenna að það er bil á milli okkar og Manchester City. Ef maður horfir á leiki liðanna í ensku úrvalsdeildinni í ár og síðustu ár þá verður maður að sætta sig við þessa staðreynd. En það er mikilvægt að við viðurkennum þetta án þess að verða litlir í okkur. Frá fyrsta degi á næstu leiktíð ætlum við að ráðast á þá. Við munum reyna allt til að brúa bilið á milli liðanna,“ sagði Tuchel. Agüero og Kovacic úr leik Manchester City verður án Sergio Agüero sem misst hefur af síðustu tveimur leikjum. Chelsea verður án króatíska miðjumannsins Mateo Kovacic sem meiddist í læri á æfingu, og Andreas Christensen er einnig meiddur. Chelsea á möguleika á að komast í úrslitaleik bikarsins í 15. sinn, og í fjórða sinn á síðustu fimm leiktíðum, en City freistar þess að komast í úrslitaleikinn í 12. sinn. City hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu leikjum sínum á Wembley en það var í undanúrslitum bikarsins gegn ríkjandi meisturum Arsenal í fyrra. Leikur Man. City og Chelsea hefst kl. 16.30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í seinni undanúrslitaleiknum, á morgun kl. 17.30, mætast Leicester og Southampton, einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira