Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. apríl 2021 08:01 Fjölskyldan í Te og kaffi, fv.: Sunna Rós Dýrfjörð, Berglind Guðbrandsdóttir, Halldór Guðmundsson og Kristín María Dýrfjörð. Berglind er móðir Sunnu og Kristínar en Halldór er eiginmaður Kristínar. Vísir/Vilhelm „Ég var svo svekkt að geta ekki horft á teiknimyndirnar á laugardagsmorgnum. Því pabbi dró mann á fætur til að kíkja á kaffihúsið,“ segir Sunna Rós Dýrfjörð og skellihlær. „Já pabbi sat aldrei kyrr en mamma var jarðbundnari. Þau voru ótrúlega flott saman,“ segir systirin Kristín María Dýrfjörð og hlær einnig. Móðir þeirra, Berglind Guðbrandsdóttir, hlustar róleg á og ekki er laust við að hún brosi út í annað. „Þetta tókst með mikilli vinnu en það voru engin laun eða neitt þvíumlíkt lengi vel. Simmi vann í tveimur öðrum vinnum til að framfleyta okkur,“ segir Berglind. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Te og kaffi. Ung hjón í ævintýraleit Sem ung hjón ákváðu Sigmundur og Berglind að halda út í heim á vit ævintýranna. Fyrsti áfangastaður var Gautaborg í Svíþjóð. „Sigmundur fékk vinnu sem matreiðslumeistari á flottu hóteli og í Gautaborg kynntumst við því að kaupa te og kaffi í litlum sérverslunum. Snemma fórum við því að rista kaffi í ofninum heima,“ segir Berglind. Hjónin ílentust í Gautaborg þar fæddist Kristín María árið 1982. Við komum heim í atvinnuleysi í árslok 1982. Með fullt af prufum af te og ákveðin í að stofna fyrirtæki. Til þess að geta það vann Simmi við byggingar á daginn en í Smiðjukaffi á næturnar og síðar á pöbb við Hverfisgötu.“ Te og kaffi opnaði fyrst á Barónstíg árið 1984 og ekki er laust við að verslunin hafi fyrst og fremst litið út fyrir að vera nokkurs konar krambúð frekar en sérverslun með te og kaffi. Bankastjórinn hló Árið 1984 opnaði Te og kaffi á Barónstíg. Til að fjármagna fyrstu innkaup var 160 þúsund króna lán slegið hjá Útvegsbankanum. Holli tengdapabbi skrifaði upp á lánið og ég man að bankastjóranum fannst það fyndið að við ætluðum að fara að flytja inn te,“ segir Berglind. Lagerinn var heima og á meðan Simmi vann tvöfalda vinnu, sá Berglind um reksturinn. „Já ég man eftir því að einhver sagði við pabba að hann þyrfti að vera duglegur að vinna svo mamma gæti sinnt áhugamálinu sínu,“ segir Kristín María og hlær. Stemningin í bakhúsinu Árið 1986 hélt Reykjavíkurborg upp á 200 ára afmæli sitt. Te og kaffi var þá fengið til að reka krambúð í sex vikur í miðborginni og fékk 200 þúsund krónur greiddar fyrir. Þetta fjármagn var notað sem innborgun á fyrstu greiðslu fyrir nýtt húsnæði: Bakhús að Laugavegi 24. Þá var fjárfest í Espressovél sem var á þeim tíma sú þriðja sinnar tegundar sem var flutt til landsins. Í bakhúsinu var Espressobar þar sem viðskiptavinir sátu á barstólum, allir máttu reykja og umhverfið þótti afar heimsborgaralegt. Enda sóttu þangað margar listaspírur, leikarar og tónlistarfólk. Alls kyns vörur voru til sölu aðrar en te og kaffi. Til dæmis katlar og könnur, postulín, dúkkulísur, fægiskóflur, tannbursta og fleira. Vörurnar voru ýmist hengdar upp í loft eða í hillum. Árið 1987 keyptum við húsnæði í Skútuhrauni og um tveimur árum síðar byrjuðum við að rista kaffi. Simmi vann enn annars staðar á daginn en ristaði kaffi á næturnar,“ segir Berglind. Umsvifin fóru þó að aukast. Ekki síst þegar veitinga- og kaffihús fóru að kaupa sælkerakaffi. Sá sem reið á vaðið með það var Rúnar Marvinsson matreiðslumeistari árið 1986. Þá rak hann veitingastaðinn við Tjörnina. Loks kom að því að Sigmundur gat hætt að vinna annars staðar og fór að einbeita sér alfarið að kaffibrennslunni. Um og upp úr 1990 fór kaffihúsunum í borginni að fjölga og staðir eins og Sólon Islandus, Hressó og kaffi Ópera urðu til. Þá jókst framleiðslan í kaffibrennslunni smátt og smátt, sem opnaði tækifæri til að selja til matvöruverslana. Í bakhúsinu að Laugavegi 24 voru alls kyns vörur seldar, sem ýmist voru hengdar upp í loftið eða raðað í hillur og á borð. Í bakhúsinu var einnig Espressobar þar sem viðskiptavinir sátu á barstólum, allir máttu reykja og staðurinn þótti mjög heimsborgaralegur. Enda var þar hin veglegasta Espressovél, sú þriðja sinnar tegundar sem flutt var til landsins. Önnur kynslóðin „Átta ára var ég að selja pönnur og katla í portinu á Laugaveginum. Ég fékk líka oft að renna kreditkortinu í gegnum gömlu kreditkortavélina sem var ekkert smá gaman,“ segir Kristín María og bætir við: „Ég fór oft í Vínberið að kaupa mjólk í reikning eða að sækja eitthvað í verslunina Brynju og fleira.“ Sunna Rós er fædd 1989 og segir æskuminningarnar margar og skemmtilegar. Ég man til dæmis eftir því þegar að við vorum á hvolfi að útbúa jólakörfur öll jól fyrir búðirnar okkar. Mér fannst líka alltaf svo gaman að vigta te og fikta í ritvélinni hans pabba. Ég man líka að hann geymdi nammi í skúffu númer tvö í skrifborðinu“ segir Sunna og hlær. Kristín María að hjálpa til enda muna systurnar ekki eftir æskunni öðruvísi en að hafa ýmist verið í Te og kaffi, í framleiðslunni eða heima fyrir að föndra við umbúðirnar. Heima fyrir muna dæturnar vel eftir því að allir voru að hjálpast að við að líma og föndra hvern einasta te- eða kaffipoka. Því þannig voru umbúðir Te og kaffis frágengnar þá. Nær unglingsárunum, fóru systurnar síðan að afgreiða og starfa meira við framleiðsluna í Te og kaffi. Sem þeim þótti mikill kostur í samanburði við unglingavinnuna. „Ómægod, afi er kominn!“ Einn dyggasti stuðningsmaður fyrirtækisins var afi Holli, eða Hólm Dýrfjörð, faðir Sigmundar. „Afi Holli kom alltaf á hjóli og var með gyllta kaffipoka sem endurskinsmerki á stýrinu,“ segir Sunna og hlær. Já þetta var oft bara „Ómægod, afi er kominn“ því hann hélt áfram að koma þar til hann var orðinn 95 ára og þá nánast blindur,“ segir Kristín og systurnar rifja upp að undir það síðasta fólst oft mesta áskorunin í að finna verkefni fyrir gamla manninn. Því hann hreinlega elskaði að hjálpa til! Eitt af því sem afa Holla hugkvæmdist var að nota skaftið af regnhlífum til að opna tepokana, sem bæði var seinlegt og gat skorið í húðina. Með regnhlífaskaftinu var bæði hægt að pakka hraðar og án þess að fá sár. Systurnar hlæja af upprifjuninni, enda gott dæmi um hversu fábrotin öll aðstaðan var í framleiðslunni fyrstu árin. Fjölskyldumynd, fv.: Sigmundur, Berglind, Sunna, Kristín og tengdasonurinn Dóri. Tengdasonurinn Halldór Guðmundsson, eða Dóri, er eiginmaður Kristínar Maríu og í dag framkvæmdastjóri kaffihúsanna. Dóri og Kristín byrjuðu saman ung og Dóri þá einnig að vinna í kaffibrennslunni. Í kennaraverkfalli upp úr aldamótunum, spurði Dóri Sigmund hvort hann gæti fengið vinnu á kaffihúsinu. Sigmundur samþykkti það með einu skilyrði: Dóri yrði að taka þátt í Íslandsmóti kaffibarþjóna! Næstu tvo mánuði var æft stíft. Þarna var þessi sælkerakaffimenning að byrja, ekki bara hér heldur einnig erlendis. Þarna voru menn að æfa sig í að gera listaverk í mjólkina og fleira sem þótti afar nýtt þá,“ segir Dóri. Svo vel gekk á Íslandsmótinu að áður en Dóri vissi af, var hann kominn til Boston með landsliði Íslands á heimsmeistaramót kaffibarþjóna. Berglind ásamt dætrum sínum, Sunnu og Kristínu. Hún segir ,,krakkana" draga vagninn í Te og kaffi í dag en hugmyndin að rekstrinum fengu hún og Sigmundur heitinn eiginmaður hennar og faðir Sunnu og Kristínar, þegar þau voru búsett í Gautaborg. Þangað fóru þau í ævintýraleit en komu nokkrum árum síðar heim með fullt af prufum af te.Vísir/Vilhelm Þríeykið bankar upp á Árið sem Te og kaffi fagnaði 20 ára afmæli sínu, barst fjölskyldunni óvænt erindi: Þrír útskriftarnemendur í Listaháskóla Íslands höfðu samband og spurðu hvort þau mættu kynna lokaverkefnið sitt en það voru þau Ísak Winther, Jóhanna Svala Rafnsdóttir og Pétur Guðmundsson. Fundur var ákveðinn að kvöldi til í Stapahrauni, en þá var framleiðslan flutt þangað. Og við sátum bara og sögðu váááá!“ segir Kristín María og hópurinn kinkar kolli eins og samróma. Lokaverkefni útskriftarnemanna reyndist vera vörumerki fyrir Te og kaffi vörulínuna. Þetta vörumerki er enn í dag það merki sem allir þekkja á vörum og kaffihúsum Te og kaffi. Nýja vörumerkið var frumsýnt þegar Te og kaffi opnaði á nýjum stað á Laugavegi og hélt upp á 20 ára afmælið sitt en það var árið 2004. Ruslapoki var settur yfir merkið, sem Sigmundur tók síðan af við mikil fagnaðarlæti vina, vandamanna og viðskiptavina sem þar voru. Barátta upp á líf og dauða Þegar talið berst að bankahrunsárinu 2008 koma sárar minningar upp í hugann hjá fjölskyldunni. Því í sömu viku og Geir Haarde blessaði Ísland var Sigmundur greindur með ólæknandi krabbamein. Gengið féll, útistandandi skuldbindingar við erlenda birgja snarhækkuðu og reksturinn þyngdist. Við fengum öll sjokk þegar pabbi greindist og ég man varla eftir fyrstu dögunum eftir bankahrunið því maður varð bara svo hræddur um hann. En á svipstundu þurftu allir upp á dekk. Því það átti að hrifsa af okkur fyrirtækið og við urðum að hjálpast að og reyna að bjarga fyrirtækinu,“ segir Kristín og hópurinn kinkar kolli. „Já það var mikil grimmd hjá bönkunum og þetta voru erfiðir tímar,“ segir Berlgind og bætir við: En á sjúkrahúsinu sat ég hjá Simma og skrifaði niður allt sem ég átti að segja við lögfræðingana og bankamennina og þannig gekk þetta fyrir sig.“ Margir hafa starfað hjá Te og kaffi í áraraðir, en sú sem hefur starfað þar lengst er Elín Perla Kolka sem nú er gjaldkeri fyrirtækisins. Elín er alltaf kölluð Litta og hefur gengið í flest störf, enda lengi að starfa í búðinni með Berglindi. Vísir/Vilhelm Lykilmenn Árið 2013 tók Sigmundur ákvörðun um að vilja stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Sá sem tók við því kefli er núverandi framkvæmdastjóri Te og kaffi, Guðmundur Halldórsson. Hann hafði þá starfað í Te og kaffi frá árinu 2004 en þá var hann ráðinn sem fyrsti sölumaður fyrirtækisins. Pabbi vildi helst ráða fólk úr sveit því hann sagði það fólk duglegast til vinnu. Gummi var því ráðinn um hæl á sínum tíma,“ segir Kristín og bætir við að þeim hafi öllum þótt það liggja í augum uppi að Gummi tæki við framkvæmdastjórastöðunni þegar sú umræða kom upp. Annar lykilmaður tók við stjórnunarstöðu en það er Stefán Wernerson, framleiðslustjóri Te og kaffi. „Stefán var þjónn á árshátíð hjá okkur en fyrir misskilning hélt hann að veislan hefði verið brúðkaupið okkar,“ segir Berglind. Hjónin hittu Stefán síðan af tilviljun á Keflavíkurflugvelli en vissu ekki að Stefán bjó yfir mikilli verkfræðiþekkingu. Hann spurði okkur hvernig hjónabandið gengi og þá leiðréttist misskilningurinn. Þegar við heyrðum að hann væri hættur að starfa sem þjónn, stakk Simmi upp á að hann kæmi og talaði við sig um vinnu,“ segir Berglind um ráðningu Stefáns. Samhentur eigendahópur Te og kaffis í dag, fv.: Sunna Rós, Dóri, Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri, Berglind, Stefán U. Wernerson framleiðslustjóri og Kristín María.Vísir/Vilhelm Áfram fjölskyldufyrirtæki Sigmundur lést þann 31.mars árið 2017. Það haust var standsett ný verksmiðja fyrir framleiðsluna, með nýjum vélum, róbótum og fleira. Framleiðslugetan jókst til muna við en í dag starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu. „Hann dó á toppnum,“ segir Dóri um það hversu stór áfangi náðist með nýju verksmiðjunni. Kaffihúsin teljast brátt tíu því í maí er fyrirhugað að opna nýtt kaffihús í Garðabæ. Sjö eru starfrækt í Reykjavík en tvö í Kópavogi. Þá er mikill metnaður lagður í að starfsemin nái hringrásarhagkerfinu og leggi þannig sitt á vogarskálarnar í umhverfis- og loftlagsmálum. Mæðgurnar eru meirihlutaeigendur en lítinn hlut eiga hver um sig, Guðmundur, Stefán og Dóri. Fjölskyldan er bjartsýn á framhaldið og sér ekki fyrir sér annað en áframhaldandi uppbyggingu. Enda þekkir fólk vel sælkerakaffi og te í dag, ólíkt því sem áður var. En í dag eru það krakkarnir sem draga vagninn,“ segir Berglind að lokum. Gamla myndin Í dag er mikil áhersla lögð á að starfsemin nái að starfa samkvæmt hringrásarhagkerfinu og er Te og kaffi eitt af aðildarfyrirtækjum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Á mynd má sjá Sigmund og Berglindi gróðursetja kaffitré í Brasilíu. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Já pabbi sat aldrei kyrr en mamma var jarðbundnari. Þau voru ótrúlega flott saman,“ segir systirin Kristín María Dýrfjörð og hlær einnig. Móðir þeirra, Berglind Guðbrandsdóttir, hlustar róleg á og ekki er laust við að hún brosi út í annað. „Þetta tókst með mikilli vinnu en það voru engin laun eða neitt þvíumlíkt lengi vel. Simmi vann í tveimur öðrum vinnum til að framfleyta okkur,“ segir Berglind. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Te og kaffi. Ung hjón í ævintýraleit Sem ung hjón ákváðu Sigmundur og Berglind að halda út í heim á vit ævintýranna. Fyrsti áfangastaður var Gautaborg í Svíþjóð. „Sigmundur fékk vinnu sem matreiðslumeistari á flottu hóteli og í Gautaborg kynntumst við því að kaupa te og kaffi í litlum sérverslunum. Snemma fórum við því að rista kaffi í ofninum heima,“ segir Berglind. Hjónin ílentust í Gautaborg þar fæddist Kristín María árið 1982. Við komum heim í atvinnuleysi í árslok 1982. Með fullt af prufum af te og ákveðin í að stofna fyrirtæki. Til þess að geta það vann Simmi við byggingar á daginn en í Smiðjukaffi á næturnar og síðar á pöbb við Hverfisgötu.“ Te og kaffi opnaði fyrst á Barónstíg árið 1984 og ekki er laust við að verslunin hafi fyrst og fremst litið út fyrir að vera nokkurs konar krambúð frekar en sérverslun með te og kaffi. Bankastjórinn hló Árið 1984 opnaði Te og kaffi á Barónstíg. Til að fjármagna fyrstu innkaup var 160 þúsund króna lán slegið hjá Útvegsbankanum. Holli tengdapabbi skrifaði upp á lánið og ég man að bankastjóranum fannst það fyndið að við ætluðum að fara að flytja inn te,“ segir Berglind. Lagerinn var heima og á meðan Simmi vann tvöfalda vinnu, sá Berglind um reksturinn. „Já ég man eftir því að einhver sagði við pabba að hann þyrfti að vera duglegur að vinna svo mamma gæti sinnt áhugamálinu sínu,“ segir Kristín María og hlær. Stemningin í bakhúsinu Árið 1986 hélt Reykjavíkurborg upp á 200 ára afmæli sitt. Te og kaffi var þá fengið til að reka krambúð í sex vikur í miðborginni og fékk 200 þúsund krónur greiddar fyrir. Þetta fjármagn var notað sem innborgun á fyrstu greiðslu fyrir nýtt húsnæði: Bakhús að Laugavegi 24. Þá var fjárfest í Espressovél sem var á þeim tíma sú þriðja sinnar tegundar sem var flutt til landsins. Í bakhúsinu var Espressobar þar sem viðskiptavinir sátu á barstólum, allir máttu reykja og umhverfið þótti afar heimsborgaralegt. Enda sóttu þangað margar listaspírur, leikarar og tónlistarfólk. Alls kyns vörur voru til sölu aðrar en te og kaffi. Til dæmis katlar og könnur, postulín, dúkkulísur, fægiskóflur, tannbursta og fleira. Vörurnar voru ýmist hengdar upp í loft eða í hillum. Árið 1987 keyptum við húsnæði í Skútuhrauni og um tveimur árum síðar byrjuðum við að rista kaffi. Simmi vann enn annars staðar á daginn en ristaði kaffi á næturnar,“ segir Berglind. Umsvifin fóru þó að aukast. Ekki síst þegar veitinga- og kaffihús fóru að kaupa sælkerakaffi. Sá sem reið á vaðið með það var Rúnar Marvinsson matreiðslumeistari árið 1986. Þá rak hann veitingastaðinn við Tjörnina. Loks kom að því að Sigmundur gat hætt að vinna annars staðar og fór að einbeita sér alfarið að kaffibrennslunni. Um og upp úr 1990 fór kaffihúsunum í borginni að fjölga og staðir eins og Sólon Islandus, Hressó og kaffi Ópera urðu til. Þá jókst framleiðslan í kaffibrennslunni smátt og smátt, sem opnaði tækifæri til að selja til matvöruverslana. Í bakhúsinu að Laugavegi 24 voru alls kyns vörur seldar, sem ýmist voru hengdar upp í loftið eða raðað í hillur og á borð. Í bakhúsinu var einnig Espressobar þar sem viðskiptavinir sátu á barstólum, allir máttu reykja og staðurinn þótti mjög heimsborgaralegur. Enda var þar hin veglegasta Espressovél, sú þriðja sinnar tegundar sem flutt var til landsins. Önnur kynslóðin „Átta ára var ég að selja pönnur og katla í portinu á Laugaveginum. Ég fékk líka oft að renna kreditkortinu í gegnum gömlu kreditkortavélina sem var ekkert smá gaman,“ segir Kristín María og bætir við: „Ég fór oft í Vínberið að kaupa mjólk í reikning eða að sækja eitthvað í verslunina Brynju og fleira.“ Sunna Rós er fædd 1989 og segir æskuminningarnar margar og skemmtilegar. Ég man til dæmis eftir því þegar að við vorum á hvolfi að útbúa jólakörfur öll jól fyrir búðirnar okkar. Mér fannst líka alltaf svo gaman að vigta te og fikta í ritvélinni hans pabba. Ég man líka að hann geymdi nammi í skúffu númer tvö í skrifborðinu“ segir Sunna og hlær. Kristín María að hjálpa til enda muna systurnar ekki eftir æskunni öðruvísi en að hafa ýmist verið í Te og kaffi, í framleiðslunni eða heima fyrir að föndra við umbúðirnar. Heima fyrir muna dæturnar vel eftir því að allir voru að hjálpast að við að líma og föndra hvern einasta te- eða kaffipoka. Því þannig voru umbúðir Te og kaffis frágengnar þá. Nær unglingsárunum, fóru systurnar síðan að afgreiða og starfa meira við framleiðsluna í Te og kaffi. Sem þeim þótti mikill kostur í samanburði við unglingavinnuna. „Ómægod, afi er kominn!“ Einn dyggasti stuðningsmaður fyrirtækisins var afi Holli, eða Hólm Dýrfjörð, faðir Sigmundar. „Afi Holli kom alltaf á hjóli og var með gyllta kaffipoka sem endurskinsmerki á stýrinu,“ segir Sunna og hlær. Já þetta var oft bara „Ómægod, afi er kominn“ því hann hélt áfram að koma þar til hann var orðinn 95 ára og þá nánast blindur,“ segir Kristín og systurnar rifja upp að undir það síðasta fólst oft mesta áskorunin í að finna verkefni fyrir gamla manninn. Því hann hreinlega elskaði að hjálpa til! Eitt af því sem afa Holla hugkvæmdist var að nota skaftið af regnhlífum til að opna tepokana, sem bæði var seinlegt og gat skorið í húðina. Með regnhlífaskaftinu var bæði hægt að pakka hraðar og án þess að fá sár. Systurnar hlæja af upprifjuninni, enda gott dæmi um hversu fábrotin öll aðstaðan var í framleiðslunni fyrstu árin. Fjölskyldumynd, fv.: Sigmundur, Berglind, Sunna, Kristín og tengdasonurinn Dóri. Tengdasonurinn Halldór Guðmundsson, eða Dóri, er eiginmaður Kristínar Maríu og í dag framkvæmdastjóri kaffihúsanna. Dóri og Kristín byrjuðu saman ung og Dóri þá einnig að vinna í kaffibrennslunni. Í kennaraverkfalli upp úr aldamótunum, spurði Dóri Sigmund hvort hann gæti fengið vinnu á kaffihúsinu. Sigmundur samþykkti það með einu skilyrði: Dóri yrði að taka þátt í Íslandsmóti kaffibarþjóna! Næstu tvo mánuði var æft stíft. Þarna var þessi sælkerakaffimenning að byrja, ekki bara hér heldur einnig erlendis. Þarna voru menn að æfa sig í að gera listaverk í mjólkina og fleira sem þótti afar nýtt þá,“ segir Dóri. Svo vel gekk á Íslandsmótinu að áður en Dóri vissi af, var hann kominn til Boston með landsliði Íslands á heimsmeistaramót kaffibarþjóna. Berglind ásamt dætrum sínum, Sunnu og Kristínu. Hún segir ,,krakkana" draga vagninn í Te og kaffi í dag en hugmyndin að rekstrinum fengu hún og Sigmundur heitinn eiginmaður hennar og faðir Sunnu og Kristínar, þegar þau voru búsett í Gautaborg. Þangað fóru þau í ævintýraleit en komu nokkrum árum síðar heim með fullt af prufum af te.Vísir/Vilhelm Þríeykið bankar upp á Árið sem Te og kaffi fagnaði 20 ára afmæli sínu, barst fjölskyldunni óvænt erindi: Þrír útskriftarnemendur í Listaháskóla Íslands höfðu samband og spurðu hvort þau mættu kynna lokaverkefnið sitt en það voru þau Ísak Winther, Jóhanna Svala Rafnsdóttir og Pétur Guðmundsson. Fundur var ákveðinn að kvöldi til í Stapahrauni, en þá var framleiðslan flutt þangað. Og við sátum bara og sögðu váááá!“ segir Kristín María og hópurinn kinkar kolli eins og samróma. Lokaverkefni útskriftarnemanna reyndist vera vörumerki fyrir Te og kaffi vörulínuna. Þetta vörumerki er enn í dag það merki sem allir þekkja á vörum og kaffihúsum Te og kaffi. Nýja vörumerkið var frumsýnt þegar Te og kaffi opnaði á nýjum stað á Laugavegi og hélt upp á 20 ára afmælið sitt en það var árið 2004. Ruslapoki var settur yfir merkið, sem Sigmundur tók síðan af við mikil fagnaðarlæti vina, vandamanna og viðskiptavina sem þar voru. Barátta upp á líf og dauða Þegar talið berst að bankahrunsárinu 2008 koma sárar minningar upp í hugann hjá fjölskyldunni. Því í sömu viku og Geir Haarde blessaði Ísland var Sigmundur greindur með ólæknandi krabbamein. Gengið féll, útistandandi skuldbindingar við erlenda birgja snarhækkuðu og reksturinn þyngdist. Við fengum öll sjokk þegar pabbi greindist og ég man varla eftir fyrstu dögunum eftir bankahrunið því maður varð bara svo hræddur um hann. En á svipstundu þurftu allir upp á dekk. Því það átti að hrifsa af okkur fyrirtækið og við urðum að hjálpast að og reyna að bjarga fyrirtækinu,“ segir Kristín og hópurinn kinkar kolli. „Já það var mikil grimmd hjá bönkunum og þetta voru erfiðir tímar,“ segir Berlgind og bætir við: En á sjúkrahúsinu sat ég hjá Simma og skrifaði niður allt sem ég átti að segja við lögfræðingana og bankamennina og þannig gekk þetta fyrir sig.“ Margir hafa starfað hjá Te og kaffi í áraraðir, en sú sem hefur starfað þar lengst er Elín Perla Kolka sem nú er gjaldkeri fyrirtækisins. Elín er alltaf kölluð Litta og hefur gengið í flest störf, enda lengi að starfa í búðinni með Berglindi. Vísir/Vilhelm Lykilmenn Árið 2013 tók Sigmundur ákvörðun um að vilja stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri. Sá sem tók við því kefli er núverandi framkvæmdastjóri Te og kaffi, Guðmundur Halldórsson. Hann hafði þá starfað í Te og kaffi frá árinu 2004 en þá var hann ráðinn sem fyrsti sölumaður fyrirtækisins. Pabbi vildi helst ráða fólk úr sveit því hann sagði það fólk duglegast til vinnu. Gummi var því ráðinn um hæl á sínum tíma,“ segir Kristín og bætir við að þeim hafi öllum þótt það liggja í augum uppi að Gummi tæki við framkvæmdastjórastöðunni þegar sú umræða kom upp. Annar lykilmaður tók við stjórnunarstöðu en það er Stefán Wernerson, framleiðslustjóri Te og kaffi. „Stefán var þjónn á árshátíð hjá okkur en fyrir misskilning hélt hann að veislan hefði verið brúðkaupið okkar,“ segir Berglind. Hjónin hittu Stefán síðan af tilviljun á Keflavíkurflugvelli en vissu ekki að Stefán bjó yfir mikilli verkfræðiþekkingu. Hann spurði okkur hvernig hjónabandið gengi og þá leiðréttist misskilningurinn. Þegar við heyrðum að hann væri hættur að starfa sem þjónn, stakk Simmi upp á að hann kæmi og talaði við sig um vinnu,“ segir Berglind um ráðningu Stefáns. Samhentur eigendahópur Te og kaffis í dag, fv.: Sunna Rós, Dóri, Guðmundur Halldórsson framkvæmdastjóri, Berglind, Stefán U. Wernerson framleiðslustjóri og Kristín María.Vísir/Vilhelm Áfram fjölskyldufyrirtæki Sigmundur lést þann 31.mars árið 2017. Það haust var standsett ný verksmiðja fyrir framleiðsluna, með nýjum vélum, róbótum og fleira. Framleiðslugetan jókst til muna við en í dag starfa um 100 manns hjá fyrirtækinu. „Hann dó á toppnum,“ segir Dóri um það hversu stór áfangi náðist með nýju verksmiðjunni. Kaffihúsin teljast brátt tíu því í maí er fyrirhugað að opna nýtt kaffihús í Garðabæ. Sjö eru starfrækt í Reykjavík en tvö í Kópavogi. Þá er mikill metnaður lagður í að starfsemin nái hringrásarhagkerfinu og leggi þannig sitt á vogarskálarnar í umhverfis- og loftlagsmálum. Mæðgurnar eru meirihlutaeigendur en lítinn hlut eiga hver um sig, Guðmundur, Stefán og Dóri. Fjölskyldan er bjartsýn á framhaldið og sér ekki fyrir sér annað en áframhaldandi uppbyggingu. Enda þekkir fólk vel sælkerakaffi og te í dag, ólíkt því sem áður var. En í dag eru það krakkarnir sem draga vagninn,“ segir Berglind að lokum. Gamla myndin Í dag er mikil áhersla lögð á að starfsemin nái að starfa samkvæmt hringrásarhagkerfinu og er Te og kaffi eitt af aðildarfyrirtækjum Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Á mynd má sjá Sigmund og Berglindi gróðursetja kaffitré í Brasilíu.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00 „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. 4. apríl 2021 08:00
„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01
„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01
„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01