HSÍ vill byrja sem fyrst og furðar sig á gagnrýninni Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 14:01 FH vann Selfoss í einum af síðustu leikjunum áður en keppnisbann tók gildi á Íslandi 25. mars. vísir/hulda „Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“ Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti