Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið hoppi upp um þrjú sæti frá því í fyrra. Víkingar ollu gríðarlega miklum vonbrigðum á síðasta tímabili, stefndu á toppinn en enduðu í 10. sæti. Eins og tímabilið þar á undan var „ef og hefði“-tölfræðin góð en endurspeglaðist ekki í úrslitunum. Undanfarin tvö tímabil hefur Víkingur aðeins fengið 1,1 stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deildinni. Þeir urðu samt bikarmeistarar 2019 og þrátt fyrir misjafnt gengi er mikil ánægja með störf Arnars Gunnlaugssonar í Fossvoginum eins og sást á nýjum þriggja samningi sem hann skrifaði undir í síðustu viku. Mennirnir sem skoruðu samtals þrettán af 25 mörkum Víkings í fyrra, Óttar Magnús Karlsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, eru farnir. Þrátt fyrir það gekk Víkingum vel að skora á undirbúningstímabilinu þótt gengið þar geti blekkt eins og í fyrra. Síðasta tímabil hjá Víkingi Sæti: 10 Stig: 17 Vænt stig (xP): 28,2 Mörk: 25 Mörk á sig: 30 Vænt mörk (xG): 31,3 Vænt mörk á sig: 25,1 Með boltann: 59,4% Heppnaðar sendingar: 81,2% Skot í leik: 13 Aðalleikaðferð: 4-3-1-2 (25%) Meðalaldur: 25,1 Markahæstur: Óttar Magnús Karlsson (9) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Víkings.vísir/toggi Ingvar Jónsson (f. 1989): Markvörður Víkinga þarf virkilega að svara fyrir sig eftir síðustu leiktíð. Hann missir mögulega af fyrsta leik vegna meiðsla en ætti að vera klár eftir það. Þarf að sýna hvað í sér býr eftir dapurt gengi á síðustu leiktíð. Hefur alla burði til að vera með betri markvörðum deildarinnar og ef hann sýnir sínar bestu hliðar í sumar gætu Víkingar lyft sér ofar í töflunni. Kári Árnason (f. 1982): Eftir að hafa spilað aðeins sem djúpur miðjumaður síðasta sumar er ljóst að Kári verður í hjarta varnar Víkings í sumar. Eðlilega þar sem hann er án efa besti miðvörður deildarinnar, svo lengi sem hann er í sama formi og með landsliðinu. Ef til vill þarf Arnar Gunnlaugsson bara að sannfæra Kára um að spila í landsliðstreyjunni innan undir, þá eru allir vegir færir. Pablo Punyed (f. 1990): Það er mikil pressa á Pablo eftir tvö góð sumur með KR. Hann varð Íslandsmeistari árið 2019, skoraði svo sjö mörk á síðustu leiktíð þó KR-ingar hafi ekki staðið sig í stykkinu. Eins og staðan er í dag skoraði enginn leikmaður Víkings meira en eitt mark á síðasta tímabili. Það er því ljóst að El Salvadorinn þarf að reima á sig markaskóna í sumar líka ef Víkingar ætla ekki að lenda í veseni. Ingvar Jónsson, Kári Árnason og Pablo Punyed.vísir/bára/hag Leikstíllinn Í þremur orðum: Ekki alltaf árangursríkur Það er ljóst að Víkingar vilja spila út frá marki sínu en Ingvari leiðist þó ekki að hefja skyndisóknir með köstum út á annan hvorn vænginn. Liðið virtist þó ekki alltaf vera með nákvæmt plan í uppspili sínu sem endaði með því að boltanum var lyft upp völlinn. Ef uppspilið gekk eftir þá fór boltinn venjulega inn á miðju og þaðan út á væng. Það er ljóst að Víkingar vilja pressa hátt og vinna ofarlega. Það er nóg af sprækum leikmönnum og því ætti liðið að geta pressað nær linnulaust í flestum leikjum sumarsins. Það er þó erfitt að spá nákvæmlega fyrir hvað mun gerast þar sem töluverðar mannabreytingar hafa orðið milli ára. Á síðustu leiktíð var Davíð Örn Atlason með tíðar áætlunarferðir upp hægri vænginn og mun Karl Friðleifur Gunnarsson eflaust fá sama hlutverk. Vinstra megin var boltanum oftar en ekki lyft í svæðið milli bakvarðar og miðvarðar andstæðinganna þar sem miðjumenn Víkinga komu oftar en ekki askvaðandi. Liðið skapaði sér töluvert færi með ýmsum leiðum á síðustu leiktíð en færanýtingin varð þeim oftar en ekki að falli. Þá tók Óttar Magnús reglulega af skarið og snerist sóknarleikurinn mikið um hann, hvernig Víkingar fylla hans skarð verður einfaldlega að koma í ljós. Markaðurinn vísir/toggi Ef aðeins væri miðað við það hverjir hafa farið frá Víkingi frá síðustu leiktíð væri óhætt að spá liðinu verra gengi en í fyrra. Mörkin hans Óttars eru farin sem og hlaupageta og gæði Ágústs, og Davíð er álitinn einn albesti bakvörður deildarinnar. Það er huggun harmi gegn fyrir Víkinga að fá inn hinn fjölhæfa Pablo Punyed, sem unnið hefur titla með Stjörnunni, ÍBV og KR og ætti að smellpassa í leikstíl liðsins. Karl Friðleifur minnkar skaðann af brotthvarfi Davíðs og Dofra, getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður, og kantmaðurinn Axel Freyr sýndi í fyrra að hann getur vel spjarað sig í efstu deild. Hvað vantar? Víkinga sárvantar framherja sem minnkar höggið við brotthvarf Óttars. Það er ansi mikil ábyrgð lögð á herðar Helga Guðjónssonar ef ekki bætist við frekari liðsstyrkur í Fossvoginn. Að lokum Arnar Gunnlaugsson er í miklum metum í Víkinni.vísir/bára Víkingar eru eflaust með óbragð í munni eftir síðasta tímabil og vilja ólmir svara fyrir það. Væntingarnar eru mun minni en í fyrra og nýfengin jarðtenging gæti hjálpað þeim rauðu og svörtu í sumar. Leikstíll Víkings er fastmótaður og á þriðja tímabili undir stjórn Arnars ættu strákarnir hans að vera búnir að ná betri tökum á honum. Fá lið eru jafn góð milli vítateiganna en Víkingar en þeir þurfa að vera mun meira afgerandi inni í þeim. Víkingur hefur misst sterka leikmenn og kannski ekki styrkt sig mikið en þrátt fyrir það eru ágætis teikn á lofti í Traðarlandinu. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01 Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00 Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Vals og ÍA föstudagskvöldið 30. apríl. Valsmenn eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 23. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Víkingi 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið hoppi upp um þrjú sæti frá því í fyrra. Víkingar ollu gríðarlega miklum vonbrigðum á síðasta tímabili, stefndu á toppinn en enduðu í 10. sæti. Eins og tímabilið þar á undan var „ef og hefði“-tölfræðin góð en endurspeglaðist ekki í úrslitunum. Undanfarin tvö tímabil hefur Víkingur aðeins fengið 1,1 stig að meðaltali í leik í Pepsi Max-deildinni. Þeir urðu samt bikarmeistarar 2019 og þrátt fyrir misjafnt gengi er mikil ánægja með störf Arnars Gunnlaugssonar í Fossvoginum eins og sást á nýjum þriggja samningi sem hann skrifaði undir í síðustu viku. Mennirnir sem skoruðu samtals þrettán af 25 mörkum Víkings í fyrra, Óttar Magnús Karlsson og Ágúst Eðvald Hlynsson, eru farnir. Þrátt fyrir það gekk Víkingum vel að skora á undirbúningstímabilinu þótt gengið þar geti blekkt eins og í fyrra. Síðasta tímabil hjá Víkingi Sæti: 10 Stig: 17 Vænt stig (xP): 28,2 Mörk: 25 Mörk á sig: 30 Vænt mörk (xG): 31,3 Vænt mörk á sig: 25,1 Með boltann: 59,4% Heppnaðar sendingar: 81,2% Skot í leik: 13 Aðalleikaðferð: 4-3-1-2 (25%) Meðalaldur: 25,1 Markahæstur: Óttar Magnús Karlsson (9) Liðið og lykilmenn Líklegt byrjunarlið Víkings.vísir/toggi Ingvar Jónsson (f. 1989): Markvörður Víkinga þarf virkilega að svara fyrir sig eftir síðustu leiktíð. Hann missir mögulega af fyrsta leik vegna meiðsla en ætti að vera klár eftir það. Þarf að sýna hvað í sér býr eftir dapurt gengi á síðustu leiktíð. Hefur alla burði til að vera með betri markvörðum deildarinnar og ef hann sýnir sínar bestu hliðar í sumar gætu Víkingar lyft sér ofar í töflunni. Kári Árnason (f. 1982): Eftir að hafa spilað aðeins sem djúpur miðjumaður síðasta sumar er ljóst að Kári verður í hjarta varnar Víkings í sumar. Eðlilega þar sem hann er án efa besti miðvörður deildarinnar, svo lengi sem hann er í sama formi og með landsliðinu. Ef til vill þarf Arnar Gunnlaugsson bara að sannfæra Kára um að spila í landsliðstreyjunni innan undir, þá eru allir vegir færir. Pablo Punyed (f. 1990): Það er mikil pressa á Pablo eftir tvö góð sumur með KR. Hann varð Íslandsmeistari árið 2019, skoraði svo sjö mörk á síðustu leiktíð þó KR-ingar hafi ekki staðið sig í stykkinu. Eins og staðan er í dag skoraði enginn leikmaður Víkings meira en eitt mark á síðasta tímabili. Það er því ljóst að El Salvadorinn þarf að reima á sig markaskóna í sumar líka ef Víkingar ætla ekki að lenda í veseni. Ingvar Jónsson, Kári Árnason og Pablo Punyed.vísir/bára/hag Leikstíllinn Í þremur orðum: Ekki alltaf árangursríkur Það er ljóst að Víkingar vilja spila út frá marki sínu en Ingvari leiðist þó ekki að hefja skyndisóknir með köstum út á annan hvorn vænginn. Liðið virtist þó ekki alltaf vera með nákvæmt plan í uppspili sínu sem endaði með því að boltanum var lyft upp völlinn. Ef uppspilið gekk eftir þá fór boltinn venjulega inn á miðju og þaðan út á væng. Það er ljóst að Víkingar vilja pressa hátt og vinna ofarlega. Það er nóg af sprækum leikmönnum og því ætti liðið að geta pressað nær linnulaust í flestum leikjum sumarsins. Það er þó erfitt að spá nákvæmlega fyrir hvað mun gerast þar sem töluverðar mannabreytingar hafa orðið milli ára. Á síðustu leiktíð var Davíð Örn Atlason með tíðar áætlunarferðir upp hægri vænginn og mun Karl Friðleifur Gunnarsson eflaust fá sama hlutverk. Vinstra megin var boltanum oftar en ekki lyft í svæðið milli bakvarðar og miðvarðar andstæðinganna þar sem miðjumenn Víkinga komu oftar en ekki askvaðandi. Liðið skapaði sér töluvert færi með ýmsum leiðum á síðustu leiktíð en færanýtingin varð þeim oftar en ekki að falli. Þá tók Óttar Magnús reglulega af skarið og snerist sóknarleikurinn mikið um hann, hvernig Víkingar fylla hans skarð verður einfaldlega að koma í ljós. Markaðurinn vísir/toggi Ef aðeins væri miðað við það hverjir hafa farið frá Víkingi frá síðustu leiktíð væri óhætt að spá liðinu verra gengi en í fyrra. Mörkin hans Óttars eru farin sem og hlaupageta og gæði Ágústs, og Davíð er álitinn einn albesti bakvörður deildarinnar. Það er huggun harmi gegn fyrir Víkinga að fá inn hinn fjölhæfa Pablo Punyed, sem unnið hefur titla með Stjörnunni, ÍBV og KR og ætti að smellpassa í leikstíl liðsins. Karl Friðleifur minnkar skaðann af brotthvarfi Davíðs og Dofra, getur leikið bæði sem bakvörður og kantmaður, og kantmaðurinn Axel Freyr sýndi í fyrra að hann getur vel spjarað sig í efstu deild. Hvað vantar? Víkinga sárvantar framherja sem minnkar höggið við brotthvarf Óttars. Það er ansi mikil ábyrgð lögð á herðar Helga Guðjónssonar ef ekki bætist við frekari liðsstyrkur í Fossvoginn. Að lokum Arnar Gunnlaugsson er í miklum metum í Víkinni.vísir/bára Víkingar eru eflaust með óbragð í munni eftir síðasta tímabil og vilja ólmir svara fyrir það. Væntingarnar eru mun minni en í fyrra og nýfengin jarðtenging gæti hjálpað þeim rauðu og svörtu í sumar. Leikstíll Víkings er fastmótaður og á þriðja tímabili undir stjórn Arnars ættu strákarnir hans að vera búnir að ná betri tökum á honum. Fá lið eru jafn góð milli vítateiganna en Víkingar en þeir þurfa að vera mun meira afgerandi inni í þeim. Víkingur hefur misst sterka leikmenn og kannski ekki styrkt sig mikið en þrátt fyrir það eru ágætis teikn á lofti í Traðarlandinu.
Sæti: 10 Stig: 17 Vænt stig (xP): 28,2 Mörk: 25 Mörk á sig: 30 Vænt mörk (xG): 31,3 Vænt mörk á sig: 25,1 Með boltann: 59,4% Heppnaðar sendingar: 81,2% Skot í leik: 13 Aðalleikaðferð: 4-3-1-2 (25%) Meðalaldur: 25,1 Markahæstur: Óttar Magnús Karlsson (9)
Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 23. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Kunnuglegt stef í Kórnum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 22. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Með orðspor í molum og ástralska markavél Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 21. apríl 2021 10:01
Pepsi Max-spáin 2021: Stranda eftir brotthvarf stýrimanns og yfirvélstjóra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 20. apríl 2021 10:00
Pepsi Max-spáin 2021: Suðuramerískur dans við falldrauginn Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Leikni 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 19. apríl 2021 10:04