Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 14:35 KA/Þór er í harðri baráttu um deildarmeistaratitilinn. VÍSIR/DANÍEL „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. KA/Þór vann Stjörnuna 27-26 í Olís-deild kvenna í handbolta í febrúar, að því er virtist. Þegar betur var að gáð reyndist eitt marka KA/Þórs í fyrri hálfleik hafa verið oftalið. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll sneri hins vegar dómnum við og féllst á kröfu Stjörnunnar um að leikurinn skyldi endurtekinn. Sú niðurstaða fékkst í tvígang hjá áfrýjunardómstólnum, því KA/Þór var ekki upplýst um áfrýjunina og hafði ekki getað varið málstað sinn áður en fyrri dómur áfrýjunardómstóls lá fyrir. Málið hefur mikla þýðingu fyrir KA/Þór sem er í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Í yfirlýsingu félagsins er bent á að mistökin hafi verið gerð þegar staðan var 17-12 í fyrri hálfleik. Leikurinn hafi þróast út frá stöðunni og að lokasóknir liðanna hefðu verið öðruvísi ef mistökin hefðu ekki verið gerð. KA/Þór bendir jafnframt á að framkvæmd leiksins hafi verið í höndum Stjörnunnar, sem hafi útvegað tímaverði og ritara sem gerðu mistökin. KA/Þór sé ekkert nema fórnarlamb aðstæðna og hljóti alla refsinguna á meðan að Stjarnan og HSÍ beri engan kostnað af málinu. Nú þurfi liðið að ferðast aftur suður yfir heiðar í Garðabæ, með tilheyrandi vinnutapi leikmanna, á eigin kostnað ef mið er tekið af dómnum. Í lok yfirlýsingarinnar, sem lesa má í heild hér að neðan, kemur fram að málinu sé ekki lokið af hálfu KA/Þórs sem muni áfram leita réttar síns. Það gæti þýtt að málið fari fyrir dómstól ÍSÍ. Að kæra sjálfan sig og græða á því Flestum er kunnugt um málsatvik í leik Stjörnunnar og KA/Þór sem fram fór í Olísdeild kvenna í febrúar. KA/Þór vann leikinn 27-26. Eftir leikinn kom í ljós að einu marki hefði verið oftalið hjá KA/Þór og úrslit leiksins því 26-26. Eftir tvo mánuði af málaferlum er komin niðurstaða frá áfrýjunardómstól HSÍ að leikinn skuli endurtaka. KA/Þór hefur reynt eftir bestu getu að reka ekki málið í fjölmiðlum og senda frá sér pistla á meðan máli stendur en getur ekki orða bundist eftir þessa ótrúlegu niðurstöðu. Atvikið gerist í stöðunni 17-12 í fyrri hálfleik Allur síðari háflleikurinn, allt upplegg í sóknum – þá sérstaklega á lokasóknum leiksins miðast út frá stöðunni sem allir í húsinu héldu að væri. Að hanga á bolta, spila langa sókn, drífa sig til baka og taka ekki fráköst og svo framvegis – allt saman hangir það við að vera með eins eða tveggja marka forystu eftir frábæran fyrri hálfleik. Ef staðan hefði verið öðruvísi á töflunni hefðu lokasóknir liðanna verið öðruvísi og forskotið sem myndaðist í fyrri hálfleik verið nýtt öðruvísi. Þetta vita allir sem bæði spila og hafa þjálfað handbolta. Hvert er réttlætið að spila leikinn frá 0-0?? Hver gerir mistökin og fyrir hvern vinnur hann? Aðildarfélög HSÍ annast framkvæmd heimaleikja sinna og greiða kostnað vegna þeirra nema mótareglur kveði á um annað. Þá annast aðildarfélög HSÍ framkvæmd þeirra leikja er mótanefnd kann að fela þeim. Þetta kemur beint upp úr reglugerð HSÍ um handknattleiksmót. Til þess að einfalda þetta fyrir lesendum að þá annaðist STJARNAN framkvæmd leiksins. STJARNAN útvegaði tímaverði og ritara sem gerðu þessi mistök. Ritarar og tímaverðir í þessum leik eru sannarlega sjálfboðaliðar hjá Stjörnunni og mistökin sem þeir gera eru kærð. KA/Þór er ekkert nema fórnarlamb aðstæðna en eru samt dregin fyrir rétt og látin verja mistök sem að fulltrúar Stjörnunnar gera. Ömurleg umgjörð Það er kannski ekkert skrítið að fólk hafi átt erfitt með að átta sig á stöðunni í leiknum en eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik gefur klukkan sig í TM-höllinni og restin af leiknum í EFSTU DEILD KVENNA Á ÍSLANDI er spilaður án þess að leikmenn eða þjálfarar sjái hvað er mikið eftir af leiknum og staðan er sýnd á flettispjöldum á ritaraboði. Marga hluti er hægt að tína til í umgjörð Stjörnunnar og fóru meðal annars 12 mínútur í það að reyna koma klukkunni í gang aftur þar sem að leikurinn var stopp. Ljóst er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir klikka á svona hlutum en aðeins nokkrum dögum áður í leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild karla var mark vitlaust skráð á klukkuna en sem betur fer tóku vökul augu sjónvarpslýsanda Stöðvar2 eftir því og var það leiðrétt um miðjan síðari hálfleik. Ætlar HSÍ að leyfa Stjörnunni að komast upp með þetta? Fordæmisgefandi? Hversu fordæmisgefandi er þessi niðurstaða dómsins? Geta nú sjálfboðaliðar félaganna í deildunum á Íslandi unnið sér í haginn og þegar úrslit leiks líta út fyrir að vera ekki í þá átt sem þeir vilja með því að breyta stöðunni á töflunni og vona að enginn taki eftir því fyrr en eftir leik – og í kjölfarið kært framkvæmd leiksins og fengið hann endurspilaðann? Er það það sem við viljum? Hvernig á að sporna við því að menn nýti sér þetta fordæmi og svindli til þess að fá leiki endurtekna. Kostnaðurinn gríðarlegur Í því umhverfi sem íslenskur kvennahandbolti er rekinn er líklegt að hvert lið í Olísdeild kvenna sé rekið á bilinu 7-15 milljónir króna á ári. Kostnaður KA/Þór við þennan málarekstur, þar sem að félagið var fórnarlamb aðstæðna í ömurlegri umgjörð í TM-höllinni, er gríðarlegur. Það er ferðakostnaður, vinnutap leikmanna, lögfræðikostnaður og vinnustundir starfsmanna og sjálfboðaliða KA/Þór. Nú þegar er kostnaðurinn orðið u.þ.b. 10% af veltu KA/Þór árið 2020 og kominn yfir milljón. Áfrýjunin sem var aldrei send Til þess að toppa vitleysuna a þá vann KA/Þór málið upphaflega fyrir dómstól HSÍ en Stjarnan áfrýjaði niðurstöðunni. KA/Þór fékk aldrei að vita af þeirri áfrýjun og fékk aldrei að bera varnir fyrir eitt né neitt í því máli. Það var ekki fyrr en niðurstaða var klár í það mál að KA/Þór fékk að heyra af því að Stjarnan hefði áfrýjað. Þá tók við ferli að fá málið endurupptekið og að fá nýja dómara. Það tók sinn tíma og flækjustigið gríðarlegt – en Stjarnan mótmælti því harðlega, að KA/Þór fengi sanngjarna málsmeðferð. Ljóst er að frá og með þeirri mínútu sem að áfrýjunardómstóll númer 1 kvað upp dóm sinn að það yrði á brattan að sækja fyrir KA/Þór. Í áfrýjunardómstólnum sem „gleymdi“ að láta KA/Þór vita af áfrýjunni sátu m.a. forseti hæstaréttar. Það var því alveg vitað að þeir þrír nýju dómarar sem tóku við málinu myndu örugglega ekki fara gegn fyrri niðurstöðu m.a. sitjandi forseta hæstaréttar sem sagði sig frá málinu eftir klúðrið fræga. Enda kom það á daginn. Lokaorð Þessi dómur er gríðarlega fordæmisgefandi fyrir handknattleikshreyfinguna – og liggur nú ljóst fyrir að dómarar þurfa rækilega að fara yfir að leikskýrslur séu hárréttar og að telja mörkin í hröðum leik til þess að þetta komi ekki fyrir aftur – því þegar mikið er undir og blóðheitur sjálfboðaliði situr á ritaraborðinu er vald hans ansi mikið orðið til þess að geta haft þessi áhrif að leikur gæti orðið spilaður aftur, sínu liði (heimaliðinu og framkvæmdaraðilanum) til hagsbóta. Að lokum vill KA/Þór benda á hversu fáránlegt það er að hvorki Stjarnan (sem gerir mistökin og kærir sjálfan sig) eða HSÍ (sem samkvæmt dómnum hafa dómarana í vinnu sem gera „mistökin“) beri engan kostnað eða greiði nokkurn hlut af þeim kostnaði sem þetta hefur kostað KA/Þór. Það eru sjálfboðaliðar sem leggja nótt við dag að láta landsbyggðarliðin ganga upp með tilheyrandi peningasöfnun og fjáröflunum. Enginn þessara sjálfboðaliða er tilbúinn að leggja á sig þessa vinnu til þess að standa í málaferlum og öðru eins rugli og hefur verið í gangi undanfarna tvo mánuði. Svona fyrir utan að leikmenn og þjálfarar KA/Þór þurfa að leggja á sig aðra dagsferð til Garðabæjar til þess að spila leikinn aftur, með tilheyrandi vinnutapi og öðru. Þetta er, eins og svo oft áður, hreinlega aðför að landsbyggðinni. Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla. Málinu er ekki lokið og mun KA/Þór halda áfram að leita réttar síns. Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
KA/Þór vann Stjörnuna 27-26 í Olís-deild kvenna í handbolta í febrúar, að því er virtist. Þegar betur var að gáð reyndist eitt marka KA/Þórs í fyrri hálfleik hafa verið oftalið. Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll sneri hins vegar dómnum við og féllst á kröfu Stjörnunnar um að leikurinn skyldi endurtekinn. Sú niðurstaða fékkst í tvígang hjá áfrýjunardómstólnum, því KA/Þór var ekki upplýst um áfrýjunina og hafði ekki getað varið málstað sinn áður en fyrri dómur áfrýjunardómstóls lá fyrir. Málið hefur mikla þýðingu fyrir KA/Þór sem er í baráttu um deildarmeistaratitilinn. Í yfirlýsingu félagsins er bent á að mistökin hafi verið gerð þegar staðan var 17-12 í fyrri hálfleik. Leikurinn hafi þróast út frá stöðunni og að lokasóknir liðanna hefðu verið öðruvísi ef mistökin hefðu ekki verið gerð. KA/Þór bendir jafnframt á að framkvæmd leiksins hafi verið í höndum Stjörnunnar, sem hafi útvegað tímaverði og ritara sem gerðu mistökin. KA/Þór sé ekkert nema fórnarlamb aðstæðna og hljóti alla refsinguna á meðan að Stjarnan og HSÍ beri engan kostnað af málinu. Nú þurfi liðið að ferðast aftur suður yfir heiðar í Garðabæ, með tilheyrandi vinnutapi leikmanna, á eigin kostnað ef mið er tekið af dómnum. Í lok yfirlýsingarinnar, sem lesa má í heild hér að neðan, kemur fram að málinu sé ekki lokið af hálfu KA/Þórs sem muni áfram leita réttar síns. Það gæti þýtt að málið fari fyrir dómstól ÍSÍ. Að kæra sjálfan sig og græða á því Flestum er kunnugt um málsatvik í leik Stjörnunnar og KA/Þór sem fram fór í Olísdeild kvenna í febrúar. KA/Þór vann leikinn 27-26. Eftir leikinn kom í ljós að einu marki hefði verið oftalið hjá KA/Þór og úrslit leiksins því 26-26. Eftir tvo mánuði af málaferlum er komin niðurstaða frá áfrýjunardómstól HSÍ að leikinn skuli endurtaka. KA/Þór hefur reynt eftir bestu getu að reka ekki málið í fjölmiðlum og senda frá sér pistla á meðan máli stendur en getur ekki orða bundist eftir þessa ótrúlegu niðurstöðu. Atvikið gerist í stöðunni 17-12 í fyrri hálfleik Allur síðari háflleikurinn, allt upplegg í sóknum – þá sérstaklega á lokasóknum leiksins miðast út frá stöðunni sem allir í húsinu héldu að væri. Að hanga á bolta, spila langa sókn, drífa sig til baka og taka ekki fráköst og svo framvegis – allt saman hangir það við að vera með eins eða tveggja marka forystu eftir frábæran fyrri hálfleik. Ef staðan hefði verið öðruvísi á töflunni hefðu lokasóknir liðanna verið öðruvísi og forskotið sem myndaðist í fyrri hálfleik verið nýtt öðruvísi. Þetta vita allir sem bæði spila og hafa þjálfað handbolta. Hvert er réttlætið að spila leikinn frá 0-0?? Hver gerir mistökin og fyrir hvern vinnur hann? Aðildarfélög HSÍ annast framkvæmd heimaleikja sinna og greiða kostnað vegna þeirra nema mótareglur kveði á um annað. Þá annast aðildarfélög HSÍ framkvæmd þeirra leikja er mótanefnd kann að fela þeim. Þetta kemur beint upp úr reglugerð HSÍ um handknattleiksmót. Til þess að einfalda þetta fyrir lesendum að þá annaðist STJARNAN framkvæmd leiksins. STJARNAN útvegaði tímaverði og ritara sem gerðu þessi mistök. Ritarar og tímaverðir í þessum leik eru sannarlega sjálfboðaliðar hjá Stjörnunni og mistökin sem þeir gera eru kærð. KA/Þór er ekkert nema fórnarlamb aðstæðna en eru samt dregin fyrir rétt og látin verja mistök sem að fulltrúar Stjörnunnar gera. Ömurleg umgjörð Það er kannski ekkert skrítið að fólk hafi átt erfitt með að átta sig á stöðunni í leiknum en eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik gefur klukkan sig í TM-höllinni og restin af leiknum í EFSTU DEILD KVENNA Á ÍSLANDI er spilaður án þess að leikmenn eða þjálfarar sjái hvað er mikið eftir af leiknum og staðan er sýnd á flettispjöldum á ritaraboði. Marga hluti er hægt að tína til í umgjörð Stjörnunnar og fóru meðal annars 12 mínútur í það að reyna koma klukkunni í gang aftur þar sem að leikurinn var stopp. Ljóst er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir klikka á svona hlutum en aðeins nokkrum dögum áður í leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild karla var mark vitlaust skráð á klukkuna en sem betur fer tóku vökul augu sjónvarpslýsanda Stöðvar2 eftir því og var það leiðrétt um miðjan síðari hálfleik. Ætlar HSÍ að leyfa Stjörnunni að komast upp með þetta? Fordæmisgefandi? Hversu fordæmisgefandi er þessi niðurstaða dómsins? Geta nú sjálfboðaliðar félaganna í deildunum á Íslandi unnið sér í haginn og þegar úrslit leiks líta út fyrir að vera ekki í þá átt sem þeir vilja með því að breyta stöðunni á töflunni og vona að enginn taki eftir því fyrr en eftir leik – og í kjölfarið kært framkvæmd leiksins og fengið hann endurspilaðann? Er það það sem við viljum? Hvernig á að sporna við því að menn nýti sér þetta fordæmi og svindli til þess að fá leiki endurtekna. Kostnaðurinn gríðarlegur Í því umhverfi sem íslenskur kvennahandbolti er rekinn er líklegt að hvert lið í Olísdeild kvenna sé rekið á bilinu 7-15 milljónir króna á ári. Kostnaður KA/Þór við þennan málarekstur, þar sem að félagið var fórnarlamb aðstæðna í ömurlegri umgjörð í TM-höllinni, er gríðarlegur. Það er ferðakostnaður, vinnutap leikmanna, lögfræðikostnaður og vinnustundir starfsmanna og sjálfboðaliða KA/Þór. Nú þegar er kostnaðurinn orðið u.þ.b. 10% af veltu KA/Þór árið 2020 og kominn yfir milljón. Áfrýjunin sem var aldrei send Til þess að toppa vitleysuna a þá vann KA/Þór málið upphaflega fyrir dómstól HSÍ en Stjarnan áfrýjaði niðurstöðunni. KA/Þór fékk aldrei að vita af þeirri áfrýjun og fékk aldrei að bera varnir fyrir eitt né neitt í því máli. Það var ekki fyrr en niðurstaða var klár í það mál að KA/Þór fékk að heyra af því að Stjarnan hefði áfrýjað. Þá tók við ferli að fá málið endurupptekið og að fá nýja dómara. Það tók sinn tíma og flækjustigið gríðarlegt – en Stjarnan mótmælti því harðlega, að KA/Þór fengi sanngjarna málsmeðferð. Ljóst er að frá og með þeirri mínútu sem að áfrýjunardómstóll númer 1 kvað upp dóm sinn að það yrði á brattan að sækja fyrir KA/Þór. Í áfrýjunardómstólnum sem „gleymdi“ að láta KA/Þór vita af áfrýjunni sátu m.a. forseti hæstaréttar. Það var því alveg vitað að þeir þrír nýju dómarar sem tóku við málinu myndu örugglega ekki fara gegn fyrri niðurstöðu m.a. sitjandi forseta hæstaréttar sem sagði sig frá málinu eftir klúðrið fræga. Enda kom það á daginn. Lokaorð Þessi dómur er gríðarlega fordæmisgefandi fyrir handknattleikshreyfinguna – og liggur nú ljóst fyrir að dómarar þurfa rækilega að fara yfir að leikskýrslur séu hárréttar og að telja mörkin í hröðum leik til þess að þetta komi ekki fyrir aftur – því þegar mikið er undir og blóðheitur sjálfboðaliði situr á ritaraborðinu er vald hans ansi mikið orðið til þess að geta haft þessi áhrif að leikur gæti orðið spilaður aftur, sínu liði (heimaliðinu og framkvæmdaraðilanum) til hagsbóta. Að lokum vill KA/Þór benda á hversu fáránlegt það er að hvorki Stjarnan (sem gerir mistökin og kærir sjálfan sig) eða HSÍ (sem samkvæmt dómnum hafa dómarana í vinnu sem gera „mistökin“) beri engan kostnað eða greiði nokkurn hlut af þeim kostnaði sem þetta hefur kostað KA/Þór. Það eru sjálfboðaliðar sem leggja nótt við dag að láta landsbyggðarliðin ganga upp með tilheyrandi peningasöfnun og fjáröflunum. Enginn þessara sjálfboðaliða er tilbúinn að leggja á sig þessa vinnu til þess að standa í málaferlum og öðru eins rugli og hefur verið í gangi undanfarna tvo mánuði. Svona fyrir utan að leikmenn og þjálfarar KA/Þór þurfa að leggja á sig aðra dagsferð til Garðabæjar til þess að spila leikinn aftur, með tilheyrandi vinnutapi og öðru. Þetta er, eins og svo oft áður, hreinlega aðför að landsbyggðinni. Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla. Málinu er ekki lokið og mun KA/Þór halda áfram að leita réttar síns.
Að kæra sjálfan sig og græða á því Flestum er kunnugt um málsatvik í leik Stjörnunnar og KA/Þór sem fram fór í Olísdeild kvenna í febrúar. KA/Þór vann leikinn 27-26. Eftir leikinn kom í ljós að einu marki hefði verið oftalið hjá KA/Þór og úrslit leiksins því 26-26. Eftir tvo mánuði af málaferlum er komin niðurstaða frá áfrýjunardómstól HSÍ að leikinn skuli endurtaka. KA/Þór hefur reynt eftir bestu getu að reka ekki málið í fjölmiðlum og senda frá sér pistla á meðan máli stendur en getur ekki orða bundist eftir þessa ótrúlegu niðurstöðu. Atvikið gerist í stöðunni 17-12 í fyrri hálfleik Allur síðari háflleikurinn, allt upplegg í sóknum – þá sérstaklega á lokasóknum leiksins miðast út frá stöðunni sem allir í húsinu héldu að væri. Að hanga á bolta, spila langa sókn, drífa sig til baka og taka ekki fráköst og svo framvegis – allt saman hangir það við að vera með eins eða tveggja marka forystu eftir frábæran fyrri hálfleik. Ef staðan hefði verið öðruvísi á töflunni hefðu lokasóknir liðanna verið öðruvísi og forskotið sem myndaðist í fyrri hálfleik verið nýtt öðruvísi. Þetta vita allir sem bæði spila og hafa þjálfað handbolta. Hvert er réttlætið að spila leikinn frá 0-0?? Hver gerir mistökin og fyrir hvern vinnur hann? Aðildarfélög HSÍ annast framkvæmd heimaleikja sinna og greiða kostnað vegna þeirra nema mótareglur kveði á um annað. Þá annast aðildarfélög HSÍ framkvæmd þeirra leikja er mótanefnd kann að fela þeim. Þetta kemur beint upp úr reglugerð HSÍ um handknattleiksmót. Til þess að einfalda þetta fyrir lesendum að þá annaðist STJARNAN framkvæmd leiksins. STJARNAN útvegaði tímaverði og ritara sem gerðu þessi mistök. Ritarar og tímaverðir í þessum leik eru sannarlega sjálfboðaliðar hjá Stjörnunni og mistökin sem þeir gera eru kærð. KA/Þór er ekkert nema fórnarlamb aðstæðna en eru samt dregin fyrir rétt og látin verja mistök sem að fulltrúar Stjörnunnar gera. Ömurleg umgjörð Það er kannski ekkert skrítið að fólk hafi átt erfitt með að átta sig á stöðunni í leiknum en eftir nokkrar sekúndur í síðari hálfleik gefur klukkan sig í TM-höllinni og restin af leiknum í EFSTU DEILD KVENNA Á ÍSLANDI er spilaður án þess að leikmenn eða þjálfarar sjái hvað er mikið eftir af leiknum og staðan er sýnd á flettispjöldum á ritaraboði. Marga hluti er hægt að tína til í umgjörð Stjörnunnar og fóru meðal annars 12 mínútur í það að reyna koma klukkunni í gang aftur þar sem að leikurinn var stopp. Ljóst er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir klikka á svona hlutum en aðeins nokkrum dögum áður í leik Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild karla var mark vitlaust skráð á klukkuna en sem betur fer tóku vökul augu sjónvarpslýsanda Stöðvar2 eftir því og var það leiðrétt um miðjan síðari hálfleik. Ætlar HSÍ að leyfa Stjörnunni að komast upp með þetta? Fordæmisgefandi? Hversu fordæmisgefandi er þessi niðurstaða dómsins? Geta nú sjálfboðaliðar félaganna í deildunum á Íslandi unnið sér í haginn og þegar úrslit leiks líta út fyrir að vera ekki í þá átt sem þeir vilja með því að breyta stöðunni á töflunni og vona að enginn taki eftir því fyrr en eftir leik – og í kjölfarið kært framkvæmd leiksins og fengið hann endurspilaðann? Er það það sem við viljum? Hvernig á að sporna við því að menn nýti sér þetta fordæmi og svindli til þess að fá leiki endurtekna. Kostnaðurinn gríðarlegur Í því umhverfi sem íslenskur kvennahandbolti er rekinn er líklegt að hvert lið í Olísdeild kvenna sé rekið á bilinu 7-15 milljónir króna á ári. Kostnaður KA/Þór við þennan málarekstur, þar sem að félagið var fórnarlamb aðstæðna í ömurlegri umgjörð í TM-höllinni, er gríðarlegur. Það er ferðakostnaður, vinnutap leikmanna, lögfræðikostnaður og vinnustundir starfsmanna og sjálfboðaliða KA/Þór. Nú þegar er kostnaðurinn orðið u.þ.b. 10% af veltu KA/Þór árið 2020 og kominn yfir milljón. Áfrýjunin sem var aldrei send Til þess að toppa vitleysuna a þá vann KA/Þór málið upphaflega fyrir dómstól HSÍ en Stjarnan áfrýjaði niðurstöðunni. KA/Þór fékk aldrei að vita af þeirri áfrýjun og fékk aldrei að bera varnir fyrir eitt né neitt í því máli. Það var ekki fyrr en niðurstaða var klár í það mál að KA/Þór fékk að heyra af því að Stjarnan hefði áfrýjað. Þá tók við ferli að fá málið endurupptekið og að fá nýja dómara. Það tók sinn tíma og flækjustigið gríðarlegt – en Stjarnan mótmælti því harðlega, að KA/Þór fengi sanngjarna málsmeðferð. Ljóst er að frá og með þeirri mínútu sem að áfrýjunardómstóll númer 1 kvað upp dóm sinn að það yrði á brattan að sækja fyrir KA/Þór. Í áfrýjunardómstólnum sem „gleymdi“ að láta KA/Þór vita af áfrýjunni sátu m.a. forseti hæstaréttar. Það var því alveg vitað að þeir þrír nýju dómarar sem tóku við málinu myndu örugglega ekki fara gegn fyrri niðurstöðu m.a. sitjandi forseta hæstaréttar sem sagði sig frá málinu eftir klúðrið fræga. Enda kom það á daginn. Lokaorð Þessi dómur er gríðarlega fordæmisgefandi fyrir handknattleikshreyfinguna – og liggur nú ljóst fyrir að dómarar þurfa rækilega að fara yfir að leikskýrslur séu hárréttar og að telja mörkin í hröðum leik til þess að þetta komi ekki fyrir aftur – því þegar mikið er undir og blóðheitur sjálfboðaliði situr á ritaraborðinu er vald hans ansi mikið orðið til þess að geta haft þessi áhrif að leikur gæti orðið spilaður aftur, sínu liði (heimaliðinu og framkvæmdaraðilanum) til hagsbóta. Að lokum vill KA/Þór benda á hversu fáránlegt það er að hvorki Stjarnan (sem gerir mistökin og kærir sjálfan sig) eða HSÍ (sem samkvæmt dómnum hafa dómarana í vinnu sem gera „mistökin“) beri engan kostnað eða greiði nokkurn hlut af þeim kostnaði sem þetta hefur kostað KA/Þór. Það eru sjálfboðaliðar sem leggja nótt við dag að láta landsbyggðarliðin ganga upp með tilheyrandi peningasöfnun og fjáröflunum. Enginn þessara sjálfboðaliða er tilbúinn að leggja á sig þessa vinnu til þess að standa í málaferlum og öðru eins rugli og hefur verið í gangi undanfarna tvo mánuði. Svona fyrir utan að leikmenn og þjálfarar KA/Þór þurfa að leggja á sig aðra dagsferð til Garðabæjar til þess að spila leikinn aftur, með tilheyrandi vinnutapi og öðru. Þetta er, eins og svo oft áður, hreinlega aðför að landsbyggðinni. Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla. Málinu er ekki lokið og mun KA/Þór halda áfram að leita réttar síns.
Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira