Systkinabörn gera það gott í raftónlistartvíeykinu Congo Bongo Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 16:30 Congo Bongo gaf út plötu á dögunum. Á dögunum kom út fyrsta platan frá raftónlistartvíeykinu Congo Bongo sem var stofnuð af þeim Hreini Elíassyni og Sigurmoni Hartmanni Sigurðssyni. Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlist Congo Bongo hefur einstakan hljóm og má lýsa sem 80’s skotnu sálarpoppi með frumbyggjaívafi sem einkennist af samruna ólíkra stefna með það að leiðarljósi að skapa nýstarlega og ferska upplifun. Fyrsta breiðskífa Congo Bongo Origins inniheldur tólf fyrstu lög sveitarinnar og er nú aðgengileg á ollum helstu streymisveitum. Origins er ferðalag í gegnum framandi heim Congo Bongo þar sem finna má sólardýrkendur, blóð indjána, frumbyggjaættbálka og fornar vættir. Innblásturinn er sóttur frá náttúrunni, hulins heims skapandi afla, fantasíu og ímyndunarafls. Hver hljómsveit hefur sín einkennismerki og í tilfelli Congo Bongo eru það að vissu leyti fjölskyldutengsl. Hreinn og Sigurmon eru systkinabörn og hafa verið hönd í hönd á tónlistarvegferð sinni frá unga aldri. Frændurnir tengdust upphaflega út frá sameiginlegum áhuga sínum á grunge tónlist og eyðimerkurrokki með þráhyggju fyrir sjaldgæfum Nirvana bootlegs, en hafa síðan þróast á nýjar og framandi slóðir raftónlistar án þess að gleyma uppruna sínum, ástríðunni og tengingunni sem upphaflega kveikti neistan. Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira