„Með ólíkindum að EHF bjóði okkur upp á þessa umræðu“ Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2021 12:01 Íslenska landsliðið á fyrir höndum þrjá leiki í þremur löndum, frá þriðjudegi til sunnudags, um næstu mánaðamót. EPA/Anne-Christine Poujoulat „Það er í raun ótrúlegt að leggja þetta til,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um þá tillögu handknattleikssambands Evrópu, EHF, að Ísland spili þrjá leiki, í þremur löndum á aðeins sex dögum. Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast. EM 2022 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta á eftir þrjá leiki í undankeppni EM, tvo gegn Ísrael og einn við Litáen. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn í vetur og nú er skammur tími til stefnu til að klára leikina. „Landsleikjavikan er frá 26. apríl til 2. maí og við eigum að spila þar þrjá leiki. Það er ekki enn komin niðurstaða í það hvernig þetta verður spilað. Eins og staðan er í dag eigum við að spila í Ísrael á þriðjudegi, Litáen á fimmtudegi og svo á Íslandi á sunnudegi,“ segir Róbert. Tuttugu tíma ferðalag og enginn undirbúningur „Þetta eru því á átta dögum; fjórir ferðadagar, þrír leikdagar og einn hvíldardagur. Það sér það hver maður að það er mjög erfitt að gera þetta í miðjum heimsfaraldri, að þurfa að ferðast á milli þessara landa. Við erum í samtali við handknattleikssamband Evrópu og vonandi kemur niðurstaða í það [í dag] sem hentar öllum. Þetta plan sem er í dag er verulega óhagstætt fyrir alla. Eins og þetta lítur út núna er þetta 20 tíma ferðalag á miðvikudaginn, til að komast frá Ísrael til Litáens. Undirbúningurinn fyrir þann leik yrði því enginn á miðvikudeginum. Það er með ólíkindum að Evrópusambandið bjóði okkur upp á þessa umræðu en við skulum sjá hvernig þetta endar,“ segir Róbert. Ísland er í góðum málum í 4. riðli eftir að hafa haft betur í innbyrðis leikjum sínum við Portúgal. Ef Ísland vinnur leikina þrjá sem eftir eru endar Ísland því í efsta sæti riðilsins, sem hjálpar liðinu að komast í efri styrkleikaflokk fyrir EM-dráttinn. Portúgal er efst í riðlinum með 6 stig eftir 4 leiki, Ísland er með 4 stig eftir 3 leiki, Litáen 2 stig eftir 3 leiki og Ísrael án stiga eftir 2 leiki. Ísraelsmenn þurfa því að leika fjóra leiki dagana 26. apríl til 2. maí, þar af þrjá heimaleiki, ef allir leikir eiga að klárast.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Sjá meira