Handbolti

Aron og félagar nálgast titilinn í spænska handboltanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona eru nú með níu stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar.
Aron Pálmarsson og félagar hans í Barcelona eru nú með níu stiga forskot á toppi spænsku deildarinnar. Getty/Martin Rose

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona tóku stórt skref í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum í spæska handboltanum þegar þeir lögðu CD Bidasoa Irun, 35-27 í dag. Barcelona hefur nú 11 stiga forskot á Bidasoa sem situr í öðru sæti.

Aron var í byrjunarliði Barcelona sem átti ekki í miklum vandræðum þegar CD BidaSoa Irun mætti í heimsókn í spænska handboltanum.

Nokkuð jafnt var með liðunum framan af í fyrri hálfleik en staðan var 18-13, Börsungum í vil, þegar gengið var til búningsherbergja.

Barcelona hélt svo áfram þar sem frá var horfið í seinni hálfleik og kláruðu loks átta marka sigur. Lokatölur 35-27, og Aron og félagar því komnir með 26 sigra í jafn mörgum leikjum.

Barcelona eru eftir sigurinn komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn. Liðið hefur leikið einum leik minna en liðin í öðru til fimmta sæti og þau lið geta mest náð í 14 stig í viðbót. Það þarf því eitthvað mikið að gerast til þess að Aron og liðsfélagar hans landi ekki enn einum titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×