Námsmenn fá launahækkun í sumar Snorri Másson skrifar 12. apríl 2021 15:14 Ungt fólk fékk sumarstarf við ólíklegustu verkefni hjá ýmsum ríkisstofnunum í fyrra, þegar þær fengu skyndilega fleiri milljarða í styrk til að ráða til sín háskólanema. Vísir/Vilhelm 2,4 milljörðum verður veitt til Vinnumálastofnunar í sumar til að skapa störf fyrir námsmenn á milli anna. Störfin eiga að verða 2.500 talsins hjá opinberum stofnunum, sveitarfélögum og frjálsum félagasamtökum. „Ég held að þetta sé áhrifaríkasta úrræðið ef við ætlum á annað borð að nota opinbert fé til að aðstoða fólk í atvinnuleit,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Námsmenn hafa mjög góða reynslu af þessu.“ Hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum eða í mesta lagi allt að 472 þúsund krónum á mánuði. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. Ráðist var í svipað átak í fyrra, þar sem fjárhæðin var minni, 2,2 milljarðar, en störfin fleiri, um 3.400. Unnur segir að þetta skýrist af því að nú séu launin hærri, bæði vegna ákvörðunar stjórnvalda og kjarasamningsbundinna hækkana sem hafa tekið gildi í millitíðinni. Óvenjulega mikill fjöldi sumarstarfsmanna í fyrra Allt stefndi í mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki í fyrra eftir að heimsfaraldurinn var nýskollinn á, þannig að sögulegum fjárhæðum var veitt til Vinnumálastofnunar í þessu skyni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra tilkynntu um aðgerðirnar fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Segja má að allt hafi verið morandi í sumarstarfsmönnum á háskólaaldri hjá hinum ýmsu opinberu stofnunum, allt frá Póst- og fjarskiptastofnun og Veðurstofunni til Árnastofnunar og Háskóla Íslands. Þá réðu sveitarfélögin einnig til sín fjölda fólks. Í ár er að finna þau nýmæli í átakinu að frjálsum félagasamtökum er gert kleift að taka þátt. Þar gætu félög eins og skátafélög, trúarfélög, góðgerðafélög eða stéttarfélög hugsað sér gott til glóðarinnar og ráðið inn fólk á kostnað hins opinbera. Vinnumálastofnun er falið að skera úr um hver er gjaldgengur til slíks og segir forstjórinn að það mat standi yfir. Frestur til að sækja um rann út 5. júní í fyrra enda var ráðist með litlum fyrirvara í átakið. Að sögn Unnar er stefnan að ljúka umsóknarferlinu mun fyrr á þessu ári. Hér er tilkynning Stjórnarráðsins. Ætla má að ákvörðunin um að hafa störfin færri í ár en í fyrra grundvallist á því að í fyrra voru að minnsta kosti 500 störf sem stóðu út af eftir að umsóknum lauk. Við það tilefni sagði félagsmálaráðherra að ekki væri þörf á að skapa fleiri tímabundin störf það sumar en formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur gagnrýnt þann málflutning og sagt hann ekki vera til marks um góða stöðu stúdenta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Námslán Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30 Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
„Ég held að þetta sé áhrifaríkasta úrræðið ef við ætlum á annað borð að nota opinbert fé til að aðstoða fólk í atvinnuleit,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Námsmenn hafa mjög góða reynslu af þessu.“ Hverjum nýjum námsmanni sem ráðinn er inn með úrræðinu fylgir styrkur sem nemur fullum dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum eða í mesta lagi allt að 472 þúsund krónum á mánuði. Ráðningartímabilið er allt að tveir og hálfur mánuður. Ráðist var í svipað átak í fyrra, þar sem fjárhæðin var minni, 2,2 milljarðar, en störfin fleiri, um 3.400. Unnur segir að þetta skýrist af því að nú séu launin hærri, bæði vegna ákvörðunar stjórnvalda og kjarasamningsbundinna hækkana sem hafa tekið gildi í millitíðinni. Óvenjulega mikill fjöldi sumarstarfsmanna í fyrra Allt stefndi í mikið atvinnuleysi hjá ungu fólki í fyrra eftir að heimsfaraldurinn var nýskollinn á, þannig að sögulegum fjárhæðum var veitt til Vinnumálastofnunar í þessu skyni. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra tilkynntu um aðgerðirnar fyrir helgi.Vísir/Vilhelm Segja má að allt hafi verið morandi í sumarstarfsmönnum á háskólaaldri hjá hinum ýmsu opinberu stofnunum, allt frá Póst- og fjarskiptastofnun og Veðurstofunni til Árnastofnunar og Háskóla Íslands. Þá réðu sveitarfélögin einnig til sín fjölda fólks. Í ár er að finna þau nýmæli í átakinu að frjálsum félagasamtökum er gert kleift að taka þátt. Þar gætu félög eins og skátafélög, trúarfélög, góðgerðafélög eða stéttarfélög hugsað sér gott til glóðarinnar og ráðið inn fólk á kostnað hins opinbera. Vinnumálastofnun er falið að skera úr um hver er gjaldgengur til slíks og segir forstjórinn að það mat standi yfir. Frestur til að sækja um rann út 5. júní í fyrra enda var ráðist með litlum fyrirvara í átakið. Að sögn Unnar er stefnan að ljúka umsóknarferlinu mun fyrr á þessu ári. Hér er tilkynning Stjórnarráðsins. Ætla má að ákvörðunin um að hafa störfin færri í ár en í fyrra grundvallist á því að í fyrra voru að minnsta kosti 500 störf sem stóðu út af eftir að umsóknum lauk. Við það tilefni sagði félagsmálaráðherra að ekki væri þörf á að skapa fleiri tímabundin störf það sumar en formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands hefur gagnrýnt þann málflutning og sagt hann ekki vera til marks um góða stöðu stúdenta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Námslán Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30 Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Eiga stúdentar ekki betra skilið? Stúdentaráð hefur í gegnum faraldurinn lagt mikla áherslu á að vera með eins skýra mynd af stöðu stúdenta og hægt er. Töluleg gögn um þann hóp eru aftur á móti takmörkuð og er það þess vegna sem ráðið ákvað að leggja fram kannanir meðal stúdenta við Háskóla Íslands. 30. janúar 2021 10:30
Sumarstörf fyrir námsmenn Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. 14. maí 2020 14:30