„Hún er eina manneskjan í lífi mínu sem veit þetta ekki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2021 10:30 Brynjar Steinn er 21 árs Akureyringur sem hefur verið vinsæl samfélagsmiðlastjarna í fimm ár. Á síðustu vikum hafa áhorfendur Stöðvar 2 fengið að kynnast aðalpersónunum í raunveruleikaþáttunum Æði í Íslandi í dag. Í gærkvöldi var rætt við Brynjar Stein Gylfason sem flestir þekkja sem Binna Glee. Binni er 21 árs Akureyringur sem hefur verið þekkt samfélagsmiðlastjarna á Íslandi í nokkur ár. Hann er Akureyringur, eins og Patrekur Jaime, og eru þeir bestu vinir. „Þetta byrjaði allt á Snapchat og þá gerði ég svona prívat reikning. Svo voru allir að segja mér að opna reikninginn og gera hann aðgengilegan fyrir alla, og ég gerði það einn daginn og þá byrjaði ég að mála mig á Snapchat, því ég var nýkominn út úr skápnum og hafði áhuga á förðun. Fyrsta daginn fékk ég tvö þúsund fylgjendur og endaði með fimm þúsund fylgjendur fyrsta mánuðurinn,“ segir Binni um það hvernig hann varð fyrst þekkt samfélagsmiðlastjarna árið 2016. Var ekki með nægilega mikið sjálfstraust „Fólk var ekki vant því að sjá strák vera að mála sig á samfélagsmiðlum og sérstaklega á Íslandi. Mér finnst fleiri strákar vera mála sig í dag á Íslandi og líka bara í heiminum.“ Binni segist vinna alfarið í dag sem áhrifavaldur en áður fyrr þurfti hann að vera með aukavinnu til að ná endum saman. Hann segist hafa það nokkuð gott fjárhagslega. Binni segist ekki hafa haft sjálfstraust í það að taka meira þátt í fyrstu þáttaröðinni af Æði. „Ég átti að vera í seríu eitt en mér fannst ég ekki vera tilbúinn fyrir sjónvarp en síðan ákvað ég að vera með í seríu tvö og það er eitt það besta sem ég hef gert í lífinu. Þá hafði ég meira sjálfstraust. Þegar sería eitt var tekin upp var ég fimmtíu kílóum þyngri og leið smá illa. Svo þegar sería tvö byrjar var ég búinn að missa fimmtíu kíló og leið betur í lífinu.“ Binni fór á sínum tíma á mataræðið Keto og gekk það vel fyrir hann. „Mér leið stundum illa með sjálfan mig og stundum fannst mér erfitt að labba bara upp stiga. Þá var þetta Keto mjög vinsælt og ég ákvað að prófa og það hentaði mér mjög mikið.“ Binni er mjög feiminn maður og hefur í raun alla tíð einnig verið með félagsfælni. „Ég hef bara alltaf verið mjög feiminn og ég er mjög feiminn núna. Einnig hef ég alltaf verið mjög félagsfælinn. Það var alltaf mjög erfitt fyrir mig að kynna verkefni fyrir framan bekkinn minn og ég er alveg ennþá svona í dag en það hefur samt breyst aðeins og lagast eftir að ég byrjaði á Snapchat og opnaði mig. Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir hafi hjálpað mér mjög mikið.“ Binni með systur sinni á sínum tíma. Þegar Binni fer út á lífið eru flestir kurteisir við hann en stundum verða þeir vinirnir hreinlega fyrir áreitni og ekki látnir í friði. „Við vorum einu sinni að labba úr partí og þá komu einhverjir strákar og eltu okkur inn í íbúð og biðu síðan bara fyrir utan og voru að öskra nöfnin okkar. Þetta voru svona tuttugu strákar.“ Binni flutti til Reykjavíkur í síðustu seríu af Æði en fann sig ekki í borginni þá. Núna segist hann aftur á móti vera tilbúinn til að búa í höfuðborginni og flytur til Reykjavíkur aftur í vor. En það er einn vandi, hann kann ekki að keyra í Reykvík. Kann ekki að keyra í Reykjavík „Ég hef keyrt tvisvar í Reykjavík og ég hef alltaf keyrt á móti umferð. Þá ákvað ég að skilja bílinn minn eftir á Akureyri og vera bara búsettur í miðbænum og labba allt. Það er svo mikið af akreinum og eitt skipti þá fór ég út úr hringtorgi og bílarnir voru þá að koma á móti mér. Ég bara skil þetta ekki og verð að skilja bílinn eftir heima.“ Hann segist í raun hafa komið út úr skápnum óvart þegar hann var að byrja í menntaskóla. „Vinkona mín spyr bara, ert þú hommi? Og ég fór í algjört stresskast en ákvað að segja já og svo byrjaði ég bara að segja öllum í bekknum og það vissu þetta allri á mjög stuttum tíma. Viðbrögðin voru bara mjög góð. En amma mín veit ekki að ég er hommi og hún gæti kannski verið að horfa núna,“ segir Binni og hlær. Patrekur Jaime og Binni Glee eru bestur vinir. „Ég hef aldrei þorað að segja henni þetta því hún er 91 árs. Hún er eina manneskjan í lífi mínu sem veit þetta ekki. Ég er svo hræddur ef ég segi henni þetta og hún fari í sjokk og deyi.“ Sem barn lenti hann aldrei í neinu einelti eða stríðni en í dag verður hann stundum var við hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum. „Ég sé stundum commentin og ég nenni ekki einu sinni að eyða þeim, þau mega bara alveg vera þarna. Ég tek þetta ekki inn á mig en áður þegar ég var að byrja tók ég þessu nærri mér af því ég var ekki vanur að fá svona. Mér leið svo vel í grunnskóla og allir mjög góðir við mig.“ Binni er einhleypur og ekki í leit að kærasta en segir að stefnumótaheimurinn hér á landi mætti vera aðeins betri. „Við erum með sérapp og það er alveg smá hrottalegt og sveitt. Ef fólk er að tala saman á þessu appi þá er það bara til þess að ríða. Mér finnst stefnumótaheimurinn á Íslandi vera of sveittur fyrir samkynhneigða,“ segir Binni sem fékk þá spurningu hvernig draumamaðurinn væri? „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar,“ sagði Binni og hló. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Æði Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Binni er 21 árs Akureyringur sem hefur verið þekkt samfélagsmiðlastjarna á Íslandi í nokkur ár. Hann er Akureyringur, eins og Patrekur Jaime, og eru þeir bestu vinir. „Þetta byrjaði allt á Snapchat og þá gerði ég svona prívat reikning. Svo voru allir að segja mér að opna reikninginn og gera hann aðgengilegan fyrir alla, og ég gerði það einn daginn og þá byrjaði ég að mála mig á Snapchat, því ég var nýkominn út úr skápnum og hafði áhuga á förðun. Fyrsta daginn fékk ég tvö þúsund fylgjendur og endaði með fimm þúsund fylgjendur fyrsta mánuðurinn,“ segir Binni um það hvernig hann varð fyrst þekkt samfélagsmiðlastjarna árið 2016. Var ekki með nægilega mikið sjálfstraust „Fólk var ekki vant því að sjá strák vera að mála sig á samfélagsmiðlum og sérstaklega á Íslandi. Mér finnst fleiri strákar vera mála sig í dag á Íslandi og líka bara í heiminum.“ Binni segist vinna alfarið í dag sem áhrifavaldur en áður fyrr þurfti hann að vera með aukavinnu til að ná endum saman. Hann segist hafa það nokkuð gott fjárhagslega. Binni segist ekki hafa haft sjálfstraust í það að taka meira þátt í fyrstu þáttaröðinni af Æði. „Ég átti að vera í seríu eitt en mér fannst ég ekki vera tilbúinn fyrir sjónvarp en síðan ákvað ég að vera með í seríu tvö og það er eitt það besta sem ég hef gert í lífinu. Þá hafði ég meira sjálfstraust. Þegar sería eitt var tekin upp var ég fimmtíu kílóum þyngri og leið smá illa. Svo þegar sería tvö byrjar var ég búinn að missa fimmtíu kíló og leið betur í lífinu.“ Binni fór á sínum tíma á mataræðið Keto og gekk það vel fyrir hann. „Mér leið stundum illa með sjálfan mig og stundum fannst mér erfitt að labba bara upp stiga. Þá var þetta Keto mjög vinsælt og ég ákvað að prófa og það hentaði mér mjög mikið.“ Binni er mjög feiminn maður og hefur í raun alla tíð einnig verið með félagsfælni. „Ég hef bara alltaf verið mjög feiminn og ég er mjög feiminn núna. Einnig hef ég alltaf verið mjög félagsfælinn. Það var alltaf mjög erfitt fyrir mig að kynna verkefni fyrir framan bekkinn minn og ég er alveg ennþá svona í dag en það hefur samt breyst aðeins og lagast eftir að ég byrjaði á Snapchat og opnaði mig. Ég myndi segja að samfélagsmiðlarnir hafi hjálpað mér mjög mikið.“ Binni með systur sinni á sínum tíma. Þegar Binni fer út á lífið eru flestir kurteisir við hann en stundum verða þeir vinirnir hreinlega fyrir áreitni og ekki látnir í friði. „Við vorum einu sinni að labba úr partí og þá komu einhverjir strákar og eltu okkur inn í íbúð og biðu síðan bara fyrir utan og voru að öskra nöfnin okkar. Þetta voru svona tuttugu strákar.“ Binni flutti til Reykjavíkur í síðustu seríu af Æði en fann sig ekki í borginni þá. Núna segist hann aftur á móti vera tilbúinn til að búa í höfuðborginni og flytur til Reykjavíkur aftur í vor. En það er einn vandi, hann kann ekki að keyra í Reykvík. Kann ekki að keyra í Reykjavík „Ég hef keyrt tvisvar í Reykjavík og ég hef alltaf keyrt á móti umferð. Þá ákvað ég að skilja bílinn minn eftir á Akureyri og vera bara búsettur í miðbænum og labba allt. Það er svo mikið af akreinum og eitt skipti þá fór ég út úr hringtorgi og bílarnir voru þá að koma á móti mér. Ég bara skil þetta ekki og verð að skilja bílinn eftir heima.“ Hann segist í raun hafa komið út úr skápnum óvart þegar hann var að byrja í menntaskóla. „Vinkona mín spyr bara, ert þú hommi? Og ég fór í algjört stresskast en ákvað að segja já og svo byrjaði ég bara að segja öllum í bekknum og það vissu þetta allri á mjög stuttum tíma. Viðbrögðin voru bara mjög góð. En amma mín veit ekki að ég er hommi og hún gæti kannski verið að horfa núna,“ segir Binni og hlær. Patrekur Jaime og Binni Glee eru bestur vinir. „Ég hef aldrei þorað að segja henni þetta því hún er 91 árs. Hún er eina manneskjan í lífi mínu sem veit þetta ekki. Ég er svo hræddur ef ég segi henni þetta og hún fari í sjokk og deyi.“ Sem barn lenti hann aldrei í neinu einelti eða stríðni en í dag verður hann stundum var við hatursfullar athugasemdir á samfélagsmiðlum. „Ég sé stundum commentin og ég nenni ekki einu sinni að eyða þeim, þau mega bara alveg vera þarna. Ég tek þetta ekki inn á mig en áður þegar ég var að byrja tók ég þessu nærri mér af því ég var ekki vanur að fá svona. Mér leið svo vel í grunnskóla og allir mjög góðir við mig.“ Binni er einhleypur og ekki í leit að kærasta en segir að stefnumótaheimurinn hér á landi mætti vera aðeins betri. „Við erum með sérapp og það er alveg smá hrottalegt og sveitt. Ef fólk er að tala saman á þessu appi þá er það bara til þess að ríða. Mér finnst stefnumótaheimurinn á Íslandi vera of sveittur fyrir samkynhneigða,“ segir Binni sem fékk þá spurningu hvernig draumamaðurinn væri? „Hann þarf að vera með risa typpi og gefa mér franskar,“ sagði Binni og hló. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Æði Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira