Lífið

Ljúfir tónar Kaleo undir opnunar­at­riði Masters-mótsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá tónleikum Kaleo í Þýskalandi 2017.
Frá tónleikum Kaleo í Þýskalandi 2017. Brill/ullstein bild via Getty

Lagið I Want More úr smiðju íslensku hljómsveitarinnar Kaleo heyrðist undir atriði sem spilað var í sjónvarpstækjum víða um heim á fimmtudag, rétt áður en Masters-mótið, eitt stærsta golfmót heims, var sett.

Meðan lagið var spilað mátti sjá heldur dramatískar myndir af hinum ýmsu kylfingum, og var atriðinu greinilega ætlað að mynda stemningu í aðdraganda mótsins sem var í þann mund að hefjast.

Ljóst er að ljúfir tónar sveitarinnar mosfellsku hafa ratað víða, en milljónir manna fylgjast með golfmótinu ár hvert. Mótið hófst eins og áður sagði á fimmtudag og því lýkur í dag.

Myndband af atriðinu má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.