Gekk á nýju hrauni rétt fyrir sprengingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2021 14:37 Ljóst er að maðurinn hefur teflt lífi sínu í hættu með því að klifra upp á nýstorknað hraun. Skömmu eftir að myndin var tekin hristist jörð af krafti. Kévin Pagès Ljósmyndari sem var á ferð við hraun úr gossprungunni á Reykjanesi sem opnaðist á öðrum degi páska varð vitni að því að maður fór upp á nýtt hraunið til að komast nær rennandi hrauntaumunum Nokkrum mínútum síðar varð sprenging neðanjarðar sem skók alla nærstadda. Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Kévin Pagès, franskur ljósmyndari sem er búsettur hér á landi, var að taka myndir af nýja hrauninu þegar hann varð var við mann sér á vinstri hönd sem virtist standa ofan á því. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara sjónarhornið og hann stæði ekki ofan á hrauninu en þegar ég gáði var hann í raun og veru gangandi á hrauninu,“ segir Kévin við Vísi. Maðurinn var með lítinn þrífót og tók myndir á síma sinn. Kévin segir að sér hafi virst að hann hafi með athæfi sínu reynt að komast nær rennandi hrauninu til að ná betri myndum. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að töluvert hafi borið á því að almenningur fari inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar og jafnvel inn á þröng svæði á milli hrauntungna. Varað er við því að lítið megi út af bregða og fólk gæti lokast inn. Sprenging undir fótum þeirra Um tíu til fimmtán mínútum síðar hrökk Kévin og ferðafélagi hans í kút þegar jörðin lyftist undir fótum þeirra í því sem virtist sprenging neðanjarðar. Þá stóð maðurinn ennþá uppi á hrauninu en forðaði sér eins og aðrir. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var eins og sprengja undir fótum mér, það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Kévin. Um nóttina opnaðist svo ný gossprunga á milli þeirra tveggja sem mynduðustu á öðrum degi páska og á aðfaranótt miðvikudags. Óttast að fleiri hermi eftir Fyrsta hugsun Kévin var að maðurinn sem klifraði upp á hraunið væri vitleysingur sem setti líf sitt í hættu. Jafnvel þó að fólk sem stendur nærri hrauninu telji sig nokkuð öruggt séu aðstæður óútreiknanlegar. Það gefi augaleið að það sé ekki öruggt að ganga ofan á fjögurra daga gömlu hrauni. Kévin vildi ekki ræða við manninn því það kraumaði á honum. Hann hafi ekki þekkt deili á manninum og veit ekki hvort hann var íslenskur eða erlendur ferðamaður. „Fólk hugsar bara um sjálft sig. Það íhugar ekki að ef eitthvað kemur fyrir það þurfa sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum að gera eitthvað og setja líf sitt í hættu vegna svona hegðunar,“ segir Kévin. Reglur séu settar um umgengni vegna þess að fólk brjóti þær. Allir þurfi að greiða fyrir þá hegðun. „Þetta er það sama og með fólk sem rýfur sóttkví vegna Covid-19,“ segir hann. Kévin Pagès við eldgosið á Reykjanesi. Hann hefur farið oft til að mynda gosið fyrir viðskiptavini sína.Kévin Pagès Í vinnu sinni hefur Kévin farið oft að eldstöðinni á Reykjanesi en þetta segir hann hafa verið heimskulegustu hegðunina sem hann hefur séð til þessa. Sumir geri óskynsama hluti eins og að baka hluti í hrauninu en flestir haldi sig við jaðar þess. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern gera þetta,“ segir hann. Kévin óttast að þegar ferðamenn koma aftur til landsins gætu þeir hermt eftir hegðun sem þessari. „Þannig virkar þetta, fólk eltir hegðun annarra,“ segir hann. Fann einnig jarðskjálfta áður en sprunga opnaðist um páskana Varðandi sprenginguna sem Kévin fann segir hann að fólk sem var statt annars staðar á gossvæðinu hafi ekki fundið hana. Hann telur hana merki um hreyfingar sem voru undanfarar þess að ný sprunga opnaðist þá um nóttina. Hann var einnig staddur á gosstöðvunum á mánudag áður en sprungan sem dældi hrauni niður í Meradali opnaðist. Þá fann hann fyrir jarðskjálfta þegar hann var að taka myndir. Um hálftíma síðar opnaðist nýja sprungan. „Ég held að við getum fundið ef eitthvað er að gerast því ég hef upplifað þetta tvisvar núna,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Atvikið átti sér stað um klukkan fjögur síðdegis á föstudag. Kévin Pagès, franskur ljósmyndari sem er búsettur hér á landi, var að taka myndir af nýja hrauninu þegar hann varð var við mann sér á vinstri hönd sem virtist standa ofan á því. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara sjónarhornið og hann stæði ekki ofan á hrauninu en þegar ég gáði var hann í raun og veru gangandi á hrauninu,“ segir Kévin við Vísi. Maðurinn var með lítinn þrífót og tók myndir á síma sinn. Kévin segir að sér hafi virst að hann hafi með athæfi sínu reynt að komast nær rennandi hrauninu til að ná betri myndum. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í dag þar sem kom fram að töluvert hafi borið á því að almenningur fari inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar og jafnvel inn á þröng svæði á milli hrauntungna. Varað er við því að lítið megi út af bregða og fólk gæti lokast inn. Sprenging undir fótum þeirra Um tíu til fimmtán mínútum síðar hrökk Kévin og ferðafélagi hans í kút þegar jörðin lyftist undir fótum þeirra í því sem virtist sprenging neðanjarðar. Þá stóð maðurinn ennþá uppi á hrauninu en forðaði sér eins og aðrir. „Ég hef aldrei upplifað annað eins. Þetta var eins og sprengja undir fótum mér, það er erfitt að lýsa þessu,“ segir Kévin. Um nóttina opnaðist svo ný gossprunga á milli þeirra tveggja sem mynduðustu á öðrum degi páska og á aðfaranótt miðvikudags. Óttast að fleiri hermi eftir Fyrsta hugsun Kévin var að maðurinn sem klifraði upp á hraunið væri vitleysingur sem setti líf sitt í hættu. Jafnvel þó að fólk sem stendur nærri hrauninu telji sig nokkuð öruggt séu aðstæður óútreiknanlegar. Það gefi augaleið að það sé ekki öruggt að ganga ofan á fjögurra daga gömlu hrauni. Kévin vildi ekki ræða við manninn því það kraumaði á honum. Hann hafi ekki þekkt deili á manninum og veit ekki hvort hann var íslenskur eða erlendur ferðamaður. „Fólk hugsar bara um sjálft sig. Það íhugar ekki að ef eitthvað kemur fyrir það þurfa sjálfboðaliðar úr björgunarsveitum að gera eitthvað og setja líf sitt í hættu vegna svona hegðunar,“ segir Kévin. Reglur séu settar um umgengni vegna þess að fólk brjóti þær. Allir þurfi að greiða fyrir þá hegðun. „Þetta er það sama og með fólk sem rýfur sóttkví vegna Covid-19,“ segir hann. Kévin Pagès við eldgosið á Reykjanesi. Hann hefur farið oft til að mynda gosið fyrir viðskiptavini sína.Kévin Pagès Í vinnu sinni hefur Kévin farið oft að eldstöðinni á Reykjanesi en þetta segir hann hafa verið heimskulegustu hegðunina sem hann hefur séð til þessa. Sumir geri óskynsama hluti eins og að baka hluti í hrauninu en flestir haldi sig við jaðar þess. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé einhvern gera þetta,“ segir hann. Kévin óttast að þegar ferðamenn koma aftur til landsins gætu þeir hermt eftir hegðun sem þessari. „Þannig virkar þetta, fólk eltir hegðun annarra,“ segir hann. Fann einnig jarðskjálfta áður en sprunga opnaðist um páskana Varðandi sprenginguna sem Kévin fann segir hann að fólk sem var statt annars staðar á gossvæðinu hafi ekki fundið hana. Hann telur hana merki um hreyfingar sem voru undanfarar þess að ný sprunga opnaðist þá um nóttina. Hann var einnig staddur á gosstöðvunum á mánudag áður en sprungan sem dældi hrauni niður í Meradali opnaðist. Þá fann hann fyrir jarðskjálfta þegar hann var að taka myndir. Um hálftíma síðar opnaðist nýja sprungan. „Ég held að við getum fundið ef eitthvað er að gerast því ég hef upplifað þetta tvisvar núna,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira