Af þessum rúmlega 6.600 einstaklingum voru 2.330 bólusettir með bóluefni Pfizer/BioNTech og 4301 með bóluefni AstraZeneca. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
Til stendur að bólusetja um 280 þúsund einstaklinga hér á landi fyrir veirunni en nú hafa meira en 58.500 fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Það nemur 21 prósent þeirra sem til stendur að bólusetja.
Fram kemur í tilkynningunni að ef miðað er við áætlanir um afhendingu bóluefna gegn Covid í apríl megi búast við því að um næstu mánaðarmót verði um 90 þúsund einstaklingar búnir að fá minnst einn skammt. Það telur um þriðjung þeirra sem til stendur að bólusetja.