Körlum aftur boðið að fá bóluefni AstraZeneca Eiður Þór Árnason skrifar 9. apríl 2021 16:55 Ísland fær alls um 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur útvíkkað þann hóp sem fær bóluefni AstraZeneca gegn Covid-19. Verður körlum á öllum aldri og konum 55 ára og eldri nú boðið í bólusetningu með efninu. Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Fram að þessu hafði bóluefnið einungis verið í boði fyrir 70 ára og eldri hér á landi eftir að notkun þess hófst á ný í lok mars. Hlé var um tíma gert á bólusetningu með efninu á meðan hugsanlegar aukaverkanir voru rannsakaðar. Evrópska lyfjastofnunin (EMA) tilkynnti á dögunum að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca en flest tilfellin hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára. EMA hefur þó gefið út að ávinningur notkunar bóluefnisins sé meiri en áhættan. Fram kemur á vef landlæknis að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi fengið álit sérfræðinga í blóðstorkuvandamálum á Landspítala varðandi þá hópa sem frekar ætti að gefa mRNA bóluefni á borð við þau frá Moderna og Pfizer/BioNTech. Verður eftirfarandi hópum boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca: Konur undir 55 ára (vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heilaæðum umfram karla) Einstaklingar með fyrri sögu um blóðtappa í bláæðum án þekktra áhættuþátta (sjálfsprottna bláæðasega), hvort sem þeir eru á blóðþynnandi lyfjum eða ekki Einstaklingar með undirliggjandi mikið aukna hættu á bláæðasegum svo sem sjúklingar með beinmergsfrumuaukningu á borð við langvinnt mergfrumuhvítblæði, frumkomið rauðkornablæði, sjálfvakið blóðflagnablæði og frumkomin beinmergstrefjun – þar með taldir sjúklingar með JAK2 stökkbreytingar með PNH (köstótt næturblóðrauðamiga) með lupus anticoagulant/antiphospholipid syndrome, það er sjúklingar með sjálfsmótefni sem auka hættu á bláæðasegum á lenalidomid meðferð við beinmergsmeinum Einstaklingar sem þetta á við um verða merktir sérstaklega í bólusetningakerfinu og ættu að fá boð í mRNA bólusetningu en ekki bóluefni AstraZeneca þegar kemur að bólusetningu þeirra. Stefnt er að því að ljúka merkingunni fyrir lok apríl, að sögn sóttvarnalæknis. Fram kemur á vef landlæknis að þeir sem falla undir áðurnefnda hópa og hafa nú þegar afþakkað boð í bólusetningu eða ekki mætt eigi von á að fá nýtt boð eftir það og þá í mRNA bóluefni. Evrópska lyfjastofnunin hefur lagt áherslu á að tilvik blóðtappa eftir bólusetningu séu ákaflega sjaldgæf. Heildarávinningur af notkun bóluefnis AstraZeneca gegn Covid-sýkingu er sögð þyngra en áhætta af mögulegum aukaverkunum þar sem bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi og dauðsföll. Samkvæmt rannsóknum er fólk í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid-19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42 Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50 Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Kanna tilkynningar um blóðtappa eftir Janssen-bólefni Lyfjastofnun Evrópu rannskara nú tilkynningar um sjaldgæfa tegund blóðtappa hjá fólki sem fékk bóluefni Janssen gegn kórónuveirunni. Ekki er ljóst hvort að orsakasamhengi sé á milli bóluefnisins og blóðtappanna. 9. apríl 2021 12:42
Fjórir af milljón gætu fengið blóðtappa: Missti bróður sinn en hvetur fólk samt til að þiggja bólusetningu Systir manns sem lést eftir að hafa fengið sjaldgæfan blóðtappa í heila í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá AstraZeneca, segir hann hafa verið ótrúlega óheppinn og hvetur fólk til að þiggja bólusetningu. 9. apríl 2021 06:50
Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna. 7. apríl 2021 15:05
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum