Innlent

Norð­menn breyta Ís­landi úr „gulu“ í „rautt“ ríki

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Osló í Noregi. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví, frá mánudeginum 12. apríl.
Frá Osló í Noregi. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví, frá mánudeginum 12. apríl. Getty

Stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“ ríki á smitkorti sínu fyrir Evrópu. Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi þurfa því nú að fara í tíu daga sóttkví. Smituðum hefur fjölgað hér á landi síðustu daga sem skýrir ákvörðun norskra stjórnvalda.

Með þessari breytingu er Norðmönnum sömuleiðis ráðlagt að sleppa öllum ferðum til Íslands sem ekki teljast mjög nauðsynlegar, að því er segir í tilkynningu á vef norska utanríkisráðuneytisins.

Auk þess að breyta Íslandi úr „gulu“ í „rautt“, er Norður-Karelía í austurhluta Finnlands sömuleiðis nú skilgreint sem rautt, eftir að hafa verið gult.

Allir þeir sem koma til Noregs frá Íslandi eða Norður-Karelíu þurfa að fara í tíu daga sóttkví, frá mánudeginum 12. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×