Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2021 20:56 Hún er alltaf til í áskoranir, elskar að kynnast nýju fólki en er ekki mjög virk á Tinder. Ólína Lind er Einhleypa vikunnar. „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. Ólína er byrjuð að aðlagast lífinu í heimsfaraldri ágætlega og segist henni líka það vel að finna ekki fyrir neinni stefnumótapressu. „Mér finnst ég núna getað hugsað betur um það eftir hverju ég er að leita og engar óþarfa truflanir frá samfélaginu um það hvað mig ætti að langa í þegar kemur að hugsanlegum maka. Ég hef farið á eitt stefnumót í heimsfaraldrinum sem var ótrúlega gaman en ég kynntist stefnumótamenningunni þegar ég bjó í Svíþjóð. Mér finnst stefnumót besta leiðin til þess að kynnast manneskjunni.“ Ólína stundar mastersnám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og segist hún sakna þess mikið að hitta skólafélaga sína. „Ég hlakka til þess að komast aftur í skólann í haust og hitta fólkið sem er með mér í námi. Ég er svo mikil félagsvera og elska að kynnast nýju fólki og ræða málefni líðandi stundar. Þessa dagana er ég að reyna að læra að prjóna og stefni líka á að hlaupa hundrað kílómetra í apríl. Ég komst í gegnum fyrsta daginn en sjáum til hvort að það muni ganga eftir út mánuðinn.“ Ólína segist vera búin að aðlagast lífinu í heimsfaraldri og þykir henni gott að vera ekki undir neinni sérstakri stefnumótapressu. Hér fyrir neðan svarar Ólína spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn: Ólína Lind Sigurðardóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Útvaldir fá að kalla mig Línu Lind. Aldur í árum? 27 ára. Aldur í anda? Vil meina að ég hafi náð miklum þroska við að eignast börn. Sumir vilja síðan meina að ég sé gömul sál. Mér finnst allavega gott að hlusta á hádegisfréttirnar á Rás 1. Menntun? BA gráða í stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein. Er svo að reyna við mastersnám í alþjóðasamskiptum en get ekki neitað því að Covid, og það að vera einstæð með tvíbura, gerir þetta mun meira krefjandi. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stundum erfitt, aldrei leiðinlegt. Guilty pleasure kvikmynd? Naked Gun og allt með Leslie Nilsen. Mean Girls er svo besta mynd sem gerð hefur verið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Orlando Bloom sem Legolas í Hringadrottinssögu. Svo átti Alex Turner í Arctic Monkeys hjarta mitt á unglingsárunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Tala mikið við tvíburastelpurnar mínar í þriðju persónu. Svo ef einhver spyr; Hver á þetta? Þá svara ég stundum ,,Ólína.“ Held að þá sé það upptalið. Syngur þú í sturtu? Nei, en mér finnst gaman að syngja í kareókí á Youtube. Nágrannarnir mínir elska það. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Eyði því stundum úr símanum mínum þegar mér finnst ég eyða of miklum tíma þar. Ég elska að hnýsast í það sem fólk er að gera. Ertu einhverjum stefnumótaforritum? Já, ég er á Tinder en er ekki mjög virk. Ég vil bara hitta fólk í persónu. Mér finnst erfitt að halda uppi samræðum í gegnum netið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Metnaðarfull, hörkutól og umhyggjusöm. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ein vinkona mín lýsti mér þannig að ég væri fyndin, klár og dugleg. Traust og góð vinkona kom einnig upp. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfstraust og þegar manneskja er í tenglsum við tilfinningar sínar, ekki skemmir fyrir að vera klár. Ekki mikilvægustu eiginleikarnir en þetta er það sem heillar mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, sýndarmennska og að taka sig of alvarlega. Við bara verðum að geta hlegið að óförum þínum. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Hæna. Ég elska hænur og ég er líka hæna þegar ég drekk áfenga drykki. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Binni glee, Patrekur Jamie og Bassi. Ég verð samt stundum feimin þegar ég hitti svona flott fólk svo að ég veit ekki hvort ég myndi njóta mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég lenti í öðru sæti á Tónkvíslinni í Framhaldsskólanum á Laugum þegar ég var sjötján ára. Það var toppur söngferilsins og hefur verið í leyni síðan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Í Covid elska ég að fara út með sjó að skokka og núna er hægt að sjá gosið í hlaupaleiðinni minni. Ég met minningar mikils og finnst best í heimi að eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Svo eru raunveruleikaþættir um húsmæður í Bandaríkjunum og eru þættirnir Piparsveinninn og Piparmeyjan líka góð afþreying. Vil endilega fá fleiri íslenska raunveruleikaþætti. BA námið drap niður löngunina til að lesa mér til ánægju en hef náð að klára nokkrar bækur upp á síðkastið. Það er æðislegt að gleyma sér í öðrum heimi yfir bók. Ólína elskar raunveruleikaþætti og kann einnig vel að meta það að gleyma sér yfir góðri bók. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp er líklega það sem ég kvarta mest yfir. Ég reyni þó að sjá það jákvæða í flestu. Ertu A eða B týpa? Eftir að stelpurnar mínar komu í líf mitt er ég A-týpa. Finnst voða gott að vera komin í rúmið fyrir klukkan ellefu. Stundum sleppi ég þó af mér beislinu og fer að sofa um eitt leytið. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin, ég er feimin við það hvað ég elska rauðuna drjúpa yfir allt. Hvernig viltu kaffið þitt? Rjómalagað eða soya latte. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Allir staðirnir sem ég fór á fyrir Covid eru lokaðir eða farnir á hausinn. Þeir voru Húrra, Kaffibarinn og Bjarni Fel. Síðast fór ég út á lífið í febrúar varð staðurinn Veður fyrir valinu, það var mjög næs. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég læt meira plata mig út í hluti sem aðra langar. Ég er alltaf til í áskoranir. Draumastefnumótið? Akkúrat núna dreymir mig um að fara á hótel og borða góðan morgunmat og drekka kaffi í hvítum slopp. Kannski frekar mikið fyrir fyrsta deit en þetta er það sem mig dreymir um núna. Mögulega dífa tánnum í nattúrulaug. Í þessu Covid ástandi eru þó hversdagslegir hlutir líkt og að fara í sund eða bíó eins og ævintýri. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég syng með Rammstein þrátt fyrir að kunna mjög lítið í þýsku. Metnaðurinn nær yfir það að ég vil syngja alla texta rétt. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Louis Theroux: Shooting Joe Exotic. Mæli með, ný sýn á Netflix heimildarþættina um Joe Exotic. Hvaða bók lastu síðast? Dýralíf eftir Auði Övu. Hvað er Ást? Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina. Góð samskipti og að geta tjáð hvað manni liggur á hjarta er mikilvægt ef maður vill rækta ástina. Stefnumót á hóteli að drekka kaffi í hvítum slopp er það sem Ólínu dreymir um þessa dagana. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Ólínu hér. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni? Afbrýðisemi í samböndum getur oft á tíðum eitrað samskiptin og valdið miklu vantrausti og kergju á milli fólks. Afbrýðisemi út í fyrrverandi maka, hjásvæfur og jafnvel abrýðisemi út í vináttu. 9. apríl 2021 10:26 Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14 Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Makamál Ef þú ert barnlaus, ertu opin/n fyrir sambandi með einstakling sem er foreldri? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ólína er byrjuð að aðlagast lífinu í heimsfaraldri ágætlega og segist henni líka það vel að finna ekki fyrir neinni stefnumótapressu. „Mér finnst ég núna getað hugsað betur um það eftir hverju ég er að leita og engar óþarfa truflanir frá samfélaginu um það hvað mig ætti að langa í þegar kemur að hugsanlegum maka. Ég hef farið á eitt stefnumót í heimsfaraldrinum sem var ótrúlega gaman en ég kynntist stefnumótamenningunni þegar ég bjó í Svíþjóð. Mér finnst stefnumót besta leiðin til þess að kynnast manneskjunni.“ Ólína stundar mastersnám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og segist hún sakna þess mikið að hitta skólafélaga sína. „Ég hlakka til þess að komast aftur í skólann í haust og hitta fólkið sem er með mér í námi. Ég er svo mikil félagsvera og elska að kynnast nýju fólki og ræða málefni líðandi stundar. Þessa dagana er ég að reyna að læra að prjóna og stefni líka á að hlaupa hundrað kílómetra í apríl. Ég komst í gegnum fyrsta daginn en sjáum til hvort að það muni ganga eftir út mánuðinn.“ Ólína segist vera búin að aðlagast lífinu í heimsfaraldri og þykir henni gott að vera ekki undir neinni sérstakri stefnumótapressu. Hér fyrir neðan svarar Ólína spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Nafn: Ólína Lind Sigurðardóttir. Gælunafn eða hliðarsjálf? Útvaldir fá að kalla mig Línu Lind. Aldur í árum? 27 ára. Aldur í anda? Vil meina að ég hafi náð miklum þroska við að eignast börn. Sumir vilja síðan meina að ég sé gömul sál. Mér finnst allavega gott að hlusta á hádegisfréttirnar á Rás 1. Menntun? BA gráða í stjórnmálafræði með kynjafræði sem aukagrein. Er svo að reyna við mastersnám í alþjóðasamskiptum en get ekki neitað því að Covid, og það að vera einstæð með tvíbura, gerir þetta mun meira krefjandi. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Stundum erfitt, aldrei leiðinlegt. Guilty pleasure kvikmynd? Naked Gun og allt með Leslie Nilsen. Mean Girls er svo besta mynd sem gerð hefur verið. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Orlando Bloom sem Legolas í Hringadrottinssögu. Svo átti Alex Turner í Arctic Monkeys hjarta mitt á unglingsárunum. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Tala mikið við tvíburastelpurnar mínar í þriðju persónu. Svo ef einhver spyr; Hver á þetta? Þá svara ég stundum ,,Ólína.“ Held að þá sé það upptalið. Syngur þú í sturtu? Nei, en mér finnst gaman að syngja í kareókí á Youtube. Nágrannarnir mínir elska það. Uppáhaldsappið þitt? Instagram. Eyði því stundum úr símanum mínum þegar mér finnst ég eyða of miklum tíma þar. Ég elska að hnýsast í það sem fólk er að gera. Ertu einhverjum stefnumótaforritum? Já, ég er á Tinder en er ekki mjög virk. Ég vil bara hitta fólk í persónu. Mér finnst erfitt að halda uppi samræðum í gegnum netið. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Metnaðarfull, hörkutól og umhyggjusöm. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Ein vinkona mín lýsti mér þannig að ég væri fyndin, klár og dugleg. Traust og góð vinkona kom einnig upp. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Sjálfstraust og þegar manneskja er í tenglsum við tilfinningar sínar, ekki skemmir fyrir að vera klár. Ekki mikilvægustu eiginleikarnir en þetta er það sem heillar mig. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Óheiðarleiki, sýndarmennska og að taka sig of alvarlega. Við bara verðum að geta hlegið að óförum þínum. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Hæna. Ég elska hænur og ég er líka hæna þegar ég drekk áfenga drykki. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Binni glee, Patrekur Jamie og Bassi. Ég verð samt stundum feimin þegar ég hitti svona flott fólk svo að ég veit ekki hvort ég myndi njóta mín. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég lenti í öðru sæti á Tónkvíslinni í Framhaldsskólanum á Laugum þegar ég var sjötján ára. Það var toppur söngferilsins og hefur verið í leyni síðan. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Í Covid elska ég að fara út með sjó að skokka og núna er hægt að sjá gosið í hlaupaleiðinni minni. Ég met minningar mikils og finnst best í heimi að eyða tíma með vinum og fjölskyldu. Svo eru raunveruleikaþættir um húsmæður í Bandaríkjunum og eru þættirnir Piparsveinninn og Piparmeyjan líka góð afþreying. Vil endilega fá fleiri íslenska raunveruleikaþætti. BA námið drap niður löngunina til að lesa mér til ánægju en hef náð að klára nokkrar bækur upp á síðkastið. Það er æðislegt að gleyma sér í öðrum heimi yfir bók. Ólína elskar raunveruleikaþætti og kann einnig vel að meta það að gleyma sér yfir góðri bók. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Vaska upp er líklega það sem ég kvarta mest yfir. Ég reyni þó að sjá það jákvæða í flestu. Ertu A eða B týpa? Eftir að stelpurnar mínar komu í líf mitt er ég A-týpa. Finnst voða gott að vera komin í rúmið fyrir klukkan ellefu. Stundum sleppi ég þó af mér beislinu og fer að sofa um eitt leytið. Hvernig viltu eggin þín? Linsoðin, ég er feimin við það hvað ég elska rauðuna drjúpa yfir allt. Hvernig viltu kaffið þitt? Rjómalagað eða soya latte. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Allir staðirnir sem ég fór á fyrir Covid eru lokaðir eða farnir á hausinn. Þeir voru Húrra, Kaffibarinn og Bjarni Fel. Síðast fór ég út á lífið í febrúar varð staðurinn Veður fyrir valinu, það var mjög næs. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Ég læt meira plata mig út í hluti sem aðra langar. Ég er alltaf til í áskoranir. Draumastefnumótið? Akkúrat núna dreymir mig um að fara á hótel og borða góðan morgunmat og drekka kaffi í hvítum slopp. Kannski frekar mikið fyrir fyrsta deit en þetta er það sem mig dreymir um núna. Mögulega dífa tánnum í nattúrulaug. Í þessu Covid ástandi eru þó hversdagslegir hlutir líkt og að fara í sund eða bíó eins og ævintýri. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Ég syng með Rammstein þrátt fyrir að kunna mjög lítið í þýsku. Metnaðurinn nær yfir það að ég vil syngja alla texta rétt. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Louis Theroux: Shooting Joe Exotic. Mæli með, ný sýn á Netflix heimildarþættina um Joe Exotic. Hvaða bók lastu síðast? Dýralíf eftir Auði Övu. Hvað er Ást? Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina. Góð samskipti og að geta tjáð hvað manni liggur á hjarta er mikilvægt ef maður vill rækta ástina. Stefnumót á hóteli að drekka kaffi í hvítum slopp er það sem Ólínu dreymir um þessa dagana. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Ólínu hér.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni? Afbrýðisemi í samböndum getur oft á tíðum eitrað samskiptin og valdið miklu vantrausti og kergju á milli fólks. Afbrýðisemi út í fyrrverandi maka, hjásvæfur og jafnvel abrýðisemi út í vináttu. 9. apríl 2021 10:26 Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14 Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Spurning vikunnar: Notar þú verjur við skyndikynni? Makamál Helmingur karlmanna sjaldan eða aldrei kynferðislega fullnægður í sambandi sínu Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Kara Kristel: „Segðu mér svartasta dýpsta leyndarmálið þitt“ Makamál Ef þú ert barnlaus, ertu opin/n fyrir sambandi með einstakling sem er foreldri? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Hvernig finnst þér að maki þinn eigi trúnaðarvin af gagnstæðu kyni? Afbrýðisemi í samböndum getur oft á tíðum eitrað samskiptin og valdið miklu vantrausti og kergju á milli fólks. Afbrýðisemi út í fyrrverandi maka, hjásvæfur og jafnvel abrýðisemi út í vináttu. 9. apríl 2021 10:26
Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. 5. apríl 2021 11:14
Súludansinn sveiflar sér yfir á netið „Áhorfendur geta búist við því að þeim sé komið á óvart, þetta verður sexí, sorglegt, fyndið, töff og allt þar á milli,“ segir Sólveig Maria Seibitz í samtali við Makamál. 2. apríl 2021 20:00