Sveinbjörn með veiruna á versta tíma: Kem aftur enn hungraðri Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 14:01 Sveinbjörn Iura og pabbi hans hafa verið í einangrun á hótelherbergi í Tyrklandi í viku. Instagram/@sjiura Júdókappinn Sveinbjörn Iura hefur í mörg ár stefnt að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó. Draumurinn fjarlægðist þegar hann greindist með kórónuveiruna á skírdag en lifir þó enn. Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn. Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Íslendingar í riðli með Færeyingum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sjá meira
Sveinbjörn sagði frá því í síðustu viku að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Hann var þá mættur til Tyrklands til að fylgja eftir góðum árangri á móti í Georgíu í lok síðasta mánaðar, þar sem hann komst í 16-manna úrslit. Sveinbjörn er enn staddur í Tyrklandi þar sem hann hefur verið í einangrun á hótelherbergi ásamt föður sínum, Yoshihiko, sem hefur verið honum til aðstoðar. Yoshihiko greindist ekki með veiruna en í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Sveinbjörn að feðgarnir þurfi að ljúka tíu daga einangrun áður en þeir fari í annað próf. Greinist þeir þá neikvæðir verði þeir frjálsir ferða sinna. View this post on Instagram A post shared by Sveinbjo rn Jun Iura (@sjiura) Sveinbjörn ber sig vel og segist ekki hafa fundið fyrir mjög slæmum einkennum. Á Instagram-síðu sinni segist hann ætla að snúa aftur enn hungraðri en áður. Hann er þó vel meðvitaður um hve alvarlega fólk getur veikst af veirunni. „Í raun lýsir þetta sér eins og venjuleg veikindi hjá mér en hræðslan við þennan sjúkdóm er til staðar því hann getur bitið mann síðar,“ sagði Sveinbjörn við Morgunblaðið. Viljum tækifæri til að ljúka þessu verkefni Veikindin setja stórt strik í reikninginn hjá honum. Ekki aðeins missir Sveinbjörn af mótinu í Tyrklandi heldur sennilega einnig Evrópumótinu sem hefst í Lissabon eftir rúma viku. Mikilvægt er fyrir Sveinbjörn að keppa á sem flestum mótum til að geta safnað stigum á listanum sem ræður því hverjir komast á Ólympíuleikana. „Það er ekkert hægt að gera í þessu en maður verður svolítið reiður og pirraður þegar maður veltir stöðunni fyrir sér. Ef ég kemst heill út úr þessu þá ætla ég að nota gremjuna til að gera vel á þeim mótum sem eftir eru og verð kannski ennþá grimmari en hingað til. Við pabbi höfum haft trú á þessu verkefni alveg frá því ég setti mér það markmið að keppa á Ólympíuleikum. Hvað sem gerist þá viljum við fá tækifæri til að ljúka þessu verkefni,“ sagði Sveinbjörn.
Júdó Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fótbolti „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Besta lausnin væri að vera með tvo Hákona“ en Gylfi gæti líka leyst hlutverkið „Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ „Mér fannst hann brjóta á mér“ „Ég hef ekki miklar áhyggjur“ Einkunnir Íslands: Erfitt í fyrsta leik Arnars „Vitum að svona getur gerst þegar áherslurnar eru eins og þær eru“ Sigurvegarinn verður með Íslandi í riðli: Króatar unnu fyrri leikinn gegn Frökkum Fagnaði eins og Ronaldo fyrir framan Ronaldo Umfjöllun: Kósovó - Ísland 2-1 | Rándýr mistök og tap í fyrsta leik Arnars Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Orri skoraði í fyrsta leiknum sem fyrirliði Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Fyrsta byrjunarlið Arnars: Ísak og Hákon fyrir framan þrjá reynslubolta Stuðningsmenn Barcelona þurfa að bíða lengur eftir nýja Nývanginum Íslendingar í riðli með Færeyingum Tuchel segir að Englendinga hafi vantað stefnu, takt, frelsi og hungur á EM Fyrsta konan sem verður forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar Efnilegur táningur lést og fjölskyldan krefst svara Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Japan fyrsta þjóðin til að vinna sig inn á HM Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Púllarinn dregur sig úr hópnum Rak þjálfarann eftir tvær vikur Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Breyta ekki því sem virkar Eddie Jordan látinn „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Körfubolti