Abdulaziz Rashid Al Ansari kom Íslendingaliðinu yfir á fjórtándu mínútu og allt leit vel út.
Al-Kharitiyath jafnaði metin tíu mínútum síðar og leikar voru jafnir í hálfleik.
Al-Kharitiyath skoraði svo sigurmarkið í upphafi síðari hálfleiks og lokatölur 2-1.
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.
Freyr Alexandersson er aðstoðarþjálfari og Bjarki Már Ólafsson er í þjálfarateyminu en Al Arabi er nú í sjöunda sætinu.