Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:46 Sérfræðinganefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar lagði áherslu á að blóðtappatilvik væru ákaflega sjaldgæf. Vísir/Vilhelm Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent