Skyldudvöl fólks frá áhættusvæðum á sóttvarnarhóteli hefur verið mikið hitamál síðustu daga en í gær úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur aðgerðina ólöglega.
Eva Björk er íþróttafréttakona á RÚV og birtist viðtalið við hana á Vísi á laugardag. Hún kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku.
Tugir neikvæðra athugasemda
Þáttastjórnendur morgunþáttarins Brennslunar á FM957 furða sig mikið á fjölda athugasemda við fréttina sem nú eru orðnar rúmlega sjötíu talsins og flestar í neikvæðari kantinum.
Við umræðuna kemur einnig fram að ritstjórn Vísis hafi falið ómálefnaleg ummæli og bannað notendur sem fóru yfir strikið.
Hér fyrir neðan má heyra Rikka G lesa upp nokkrar vel valin ummæli þar hann gerir góðlátlegt grín af háttalagi fólks í kommentakerfum og ljáir þeim heiftuga rödd sína.