Fótbolti

Sveinn Aron lagði upp jöfnunarmarkið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sveinn Aron Gudjohnsen lagði upp jöfnunarmark OB.
Sveinn Aron Gudjohnsen lagði upp jöfnunarmark OB. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ

Það voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni í dönsku deildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Gudjonsen kom inn á sem varamaður fyrir OB gegn Horsens og lagði upp jöfnunarmark sinna manna á lokamínútu leiksins.

Aron Elís Þrándarsson var í byrjunarliði OB og spilaði allan leikinn á miðjunni. Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Horsens sat á bekknum allan tíman.

OB er í sjöunda sæti dönsku deildarinnar, en Horsens í þvrí þrettánda og jafnframt neðsta sæti.

Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Aarhus sem tapaði 2-0 á útivelli gegn Nordsjælland í dag. Jón Dagur var tekinn út af á 80. mínútu, en Aarhus er enn í þriðja sæti með 38 stig, fimm stigum á eftir Midtjylland í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×