Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2021 23:01 KR - Stjarnan í Domino's deild karla veturinn 2019-2020. Vísir/Bára Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
KR situr í fjórða sæti Domino's deildarinnar, en KR er sigursælasta lið Íslands og ríkjandi Íslandsmeistarar. KR-ingar hafa bætt við sig fjórum leikmönnum á tímabilinu og voru strákarnir sérstaklega spenntir fyrir Þóri Þorbjarnasyni. „Ég var að tala um þetta í einhverjum þættinum að þeir myndu bara bæta við sig þangað til þeir eru komnir með lið sem þeir telja að geti unnið titilinn. Að fá þennan strák, þetta er strákur sem elst upp í KR heimilinu. KR hjartað, þessir hæfileikar og þetta skot og þegar hann tekur drævið á vinstri hendina. Ég hlakka rosalega til að sjá hann,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Teitur Örlygsson var svo spurður hvort að Þórir gæti orðið einn af bestu mönnum deildarinnar, en Þórir var úti í Nebraska í háskóla og spila körfubolta. „Jú, það kæmi mér ekkert á óvart. Nebraska háskólinn er í mjög sterkri deild þannig að hann er vanur að spila á móti mjög góðum íþróttamönnum.“ Eins og áður segir eru KR-ingar ríkjandi Íslandsmeistarar og strákarnir eru vissir um að þeir ætli sér að verja titilinn. „Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta,“ sagði Benedikt. „Sjáið bara hvað félagið er að missa en eru samt með toppleikmenn eftir. Þurfti ekki bara aðeins að létta á hópnum? Það voru kannski bara of margir góðir. Ég held að þeir séu bara fókuseraðir á að vinna þetta mót.“ Klippa: KBK 3. og 4. sæti Í þriðja sæti Domino's deildarinnar er Stjarnan, en þeir eru ríkjandi deildarmeistarar. Alexander Lindqvist hefur átt gott tímabil með Stjörnunni, en það er óvíst með framtíð hans hjá félaginu. „Ég held að hann sé klárlega besta þriggja stiga skyttan í Stjörnuliðinu,“ sagði Teitur. „Við höfum séð það í síðustu leikjum þegar Lindqvist er ekki með, þá er búið að vera ströggl á Stjörnunni. Hann er ótrúlega góður að hreyfa sig án bolta og þó að það sé langt komið inn í mótið og allir vita hvað hann er góður skotmaður þá er hann ótrúlega oft galopinn.“ Gengi Stjörnunnar í seinustu leikjum hefur ekki verið nógu gott, en þeir hafa tapað tveim af seinustu þrem. Benedikt hefur þó ekki áhyggjur af Stjörnumönnum. „Stjarnan þarf ekkert að hafa einhverjar stórar áhyggjur, fyrir utan náttúrulega með Lundqvist. Öll lið, alveg sama hversu góð þau eru, taka dýfu á einhverjum tímapunkti á tímabilinu. Við höfum séð KR liðið vera í tómu tjóni í mars og jafnvel inn í apríl og koma svo upp þegar það skiptir máli. Ef að Stjarnan bara rífur sig upp ú þessari dýfu þá verða þeir fínir.“ Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Körfuboltakvöld Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira