„Þetta er búið, Jogi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 13:00 Joachim Löw hættir með þýska landsliðið eftir EM í sumar en gæti það gerst fyrrr? Alex Grimm/Getty Images Það var ekki bjart yfir þýskum fjölmiðlum er þeir fjölluðu um þýska landsliðið í knattspyrnu sem tapaði fyrir Norður Makedóníu, 2-1, á heimavelli á miðvikudag. Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021 Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Goran Pandev kom gestunum yfir yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin úr vítaspyrnu. Fimm mínútum fyrir leikslok tryggðu Norður Makedóníumenn sér svo sigurinn. „Þetta er búið, Jogi,“ sagði einn stærsti fjölmiðill Þýskalands en Matthias Brugelmann, íþróttafréttamaður á Bild, líst ekki á blikuna undir stjórn Löw. „Þetta er þriðja sögulega fallið sem Jogi Löw, eftir mörg góð ár sem landsliðsþjálfari, er ábyrgur fyrir. Fyrst var það að detta úr leik í riðlakeppninni á HM í Rússlandi, svo stærsta tapið síðan 1931 í 6-0 tapinu gegn Spáni og nú 1-2 tap gegn Norður Makedóníu, sem er í 65. sæti heimslistans.“ „Restin af heiminum er að hlæja að okkur og ef Löw væri þjálfari í félagi í Bundesligunni þá væri hann búinn að missa starfið, og réttilega. Og ef Löw fattar það ekki sjálfur og hættir þá þarf þýska knattspyrnusambandið að stíga niður og setja ekki EM í hættu.“ „Ralf Rangnick og Stefan Kuntz þjálfari U21 árs landsliðsins eru báðir á lausu,“ bætti Matthias við. Oliver Fritsch, blaðamaður á Die Zeit, einbeitti sér hins vegar að færinu sem Timo Werner klúðraði skömmu áður en Norður Makedónía skoraði annað mark sitt. „Á, Timo,“ skrifaði hann. „Varamanninum mistókst að skora á ótrúlegan hátt og þetta er eitthvað sem mun lifa í minningunni lengi. Autt markið, ellefu metrum frá,“ skrifaði Oliver. „Internetið mun aldrei gleyma þessu færi.“ 'It's over Jogi' – German press reacts to historic World Cup qualifying defeat by North Macedonia https://t.co/QEP881M6qJ— Guardian sport (@guardian_sport) April 1, 2021
Þýski boltinn HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira