Suðri gefur eftir en Norðri gefur í Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 12:14 Hraun spýtist upp úr tveimur gígum í Geldingadölum á Reykjanesi. Suðri er að gefa eftir meðan Norðri bætir í. Vísir/Vilhelm Lítið lát virðist á hraunrennsli úr gosstöðvunum í Geldingadölum. Mesta breytingin upp á síðkastið er sú að meiri kraftmunur er á virkni úr gígunum tveimur en áður. Gígarnir hafa fengið viðurnefnin Norðri og Suðri, til aðgreiningar. Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. „Norðri hefur gefið aðeins í og einkennist virknin af sveiflukenndu sígosi sem viðheldur 10-15 m hárri kvikustrókanefnu. Töluvert magna af kvikustróka-slettunum frá honum fellur í og sameinast hraunstraumnum sem vellur út úr gígnum. Þetta endar kannski með að flæðið frá Norðra breytist í fallegt kvikustrókahraun? Eitthvað virðist hafa dregið úr Suðra, en samt puðrar hann áfram. Hraunkvikan stendur hátt í honum, gosopið virðist hafa þrengst og barmarnir hækkað,“ segir í færslunni. Þar kemur fram að þetta sé dæmigert fyrir aflminni virkni, eða suðu, sem drifin er áfram af einstökum blöðrusprengingum og kasta slettunum einungis upp á veggina umhverfis gígopið. Við það hækka veggirnir hraðar en annars. „Athugið, stærstu gígarnir, eru myndaðir af aflminnstu virkninni og á löngum tíma – einfaldlega vegna þess að virknin hefur ekki aflið til þess að dreifa gosefnunum og þess vegna hlaðast þau upp í kringum gígopið. Jafnframt fellur stöðugur taumur hrauns frá Suðra og stendur útflæðið töluvert hærra en í Norðra. Þannig að enn þá virðist engin samgangur vera með gígunum, a.m.k. ekki í allra efsta hluta gosrásarinnar.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51 Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fólk mætt klukkutíma fyrir opnun til að skoða gosið í ró og næði Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir dæmi þess að fólk mæti klukkutíma fyrir opnun Suðurstrandarvegar til þess að geta gengið í Geldingadali og séð eldgosið án þess að þar sé múgur og margmenni. 1. apríl 2021 08:51
Rauðglóandi hraunið í rökkrinu Færri komust að en vildu til að berja eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesi augum í gærkvöldi. Þeir sem þangað komu fengu að njóta náttúruaflanna og fylgjast með rauðglóandi hrauninu vella upp úr eldkeilunni sem hefur verið að myndast. 31. mars 2021 23:37