Ráðherra kallar eftir alþjóðlegu samtali um aðgerðir í jafnréttismálum Heimsljós 31. mars 2021 18:20 Mikilvægt er að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála segir ráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) í gær sem haldin er á vegum UN Women og mexíkóskra stjórnvalda. Guðlaugur Þór sagði á fundinum að mikilvægt væri að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. „Við höfum hér einstakt tækifæri til að sameina krafta okkar með fjölbreyttum hópi hagaðila og eiga samstarf um leiðir til að knýja fram umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis. Alþjóðlegt samtal um brýnar aðgerðir í jafnréttismálum þarf að eiga sér stað núna,“ sagði hann meðal annars. Ísland er meðal forysturíkja Kynslóðar jafnréttis og tekur þátt í gerð aðgerðaáætlana gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðavísu. Verkefnið er stærsta verkefni UN Women hingað til og er markmið þess að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmið ráðstefnunnar í Mexíkó er að kynna og kalla eftir stuðningi við stefnumið aðgerðabandalaga átaksverkefnisins og gera samtökum ungmenna- og kvennahreyfinga kleift að eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Ráðstefnan hófst 29. mars og lýkur í dag. Átaksverkefnið, Kynslóð jafnréttis, hófst árið 2020 í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldin var í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna, Pekingáætlunin, sem meðal annars byggist á ákvæðum kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, tók þátt alþjóðlegri jafnréttisráðstefnu í tengslum við átaksverkefnið Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum) í gær sem haldin er á vegum UN Women og mexíkóskra stjórnvalda. Guðlaugur Þór sagði á fundinum að mikilvægt væri að efla forvarnaraðgerðir til þess að útrýma kynbundnu ofbeldi og standa vörð um framfarir á sviði jafnréttismála. „Við höfum hér einstakt tækifæri til að sameina krafta okkar með fjölbreyttum hópi hagaðila og eiga samstarf um leiðir til að knýja fram umbreytandi aðgerðir í þágu jafnréttis. Alþjóðlegt samtal um brýnar aðgerðir í jafnréttismálum þarf að eiga sér stað núna,“ sagði hann meðal annars. Ísland er meðal forysturíkja Kynslóðar jafnréttis og tekur þátt í gerð aðgerðaáætlana gegn kynbundnu ofbeldi á alþjóðavísu. Verkefnið er stærsta verkefni UN Women hingað til og er markmið þess að vinna að úrbótum á sviðum þar sem enn hallar á konur og stúlkur, í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Markmið ráðstefnunnar í Mexíkó er að kynna og kalla eftir stuðningi við stefnumið aðgerðabandalaga átaksverkefnisins og gera samtökum ungmenna- og kvennahreyfinga kleift að eiga samtal við mismunandi hagaðila frá aðildaríkjum, einkageiranum og alþjóðastofnunum. Ráðstefnan hófst 29. mars og lýkur í dag. Átaksverkefnið, Kynslóð jafnréttis, hófst árið 2020 í tilefni 25 ára afmælis fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna sem haldin var í Peking árið 1995. Á ráðstefnunni var samþykkt pólitísk yfirlýsing og framkvæmdaáætlun um réttindi kvenna, Pekingáætlunin, sem meðal annars byggist á ákvæðum kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1979, um afnám allrar mismununar gegn konum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent