Breyttur opnunartími að eldgosinu í Geldingadölum: „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. mars 2021 11:51 Ákveðið hefur verið að breyta opnunartíma að gosstöðvunum í Geldingadölum til þess að koma í veg fyrir umferðaröngþveiti og til þess að auka öryggi þeirra sem gosstöðvarnar sækja. Dæmi eru um að fólk sem beðið hafi í bílum sínum í allt að þrjár klukkustundir eftir að komast inn á svæðið í gær hafi verið snúið frá þegar svæðinu var lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að fá og með deginum í dag og fram yfir páska verði opið fyrir almenna umferð að eldgosinu í Geldingadölum frá klukkan sex að morgni til klukkan 18. Svæðið sjálft og gönguleiðin inn í Geldingadali verður svo rýmd klukkan 22. Er þetta gert með hliðsjón af reynslu síðustu daga en gríðarlegt umferðaröngþveiti skapaðist á svæðinu og náði bílaröðin allt frá Hrauni við Suðurstrandaveg, í gegnum Grindavík og að Seltjörn á Grindavíkurvegi. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu komust tæplega 5200 manns að eldgosinu í gær og í heildina hafa rúmlega 23.500 gengið í Geldingadali síðustu sjö daga. Þá eru ótaldir göngumenn fyrstu dagana eftir gosið. Bílastæði hafa meðal annars verið sett um við Ísólfsskála við Suðurstrandaveg næst gönguleiðinni inni í Geldingadali.Vísir/Sigurjón Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ákvörðunina tekna til þess að tryggja öryggi göngufólks og til þess að hvíla björgunarfólk. „Við getum ekki vaktað þetta svona lengi þannig að við erum að hugsa um að breyta opnuninni á gossvæðinu. Fólk vill sjá komast þarna í ljósaskiptum og sjá þetta í myrkri. Hins vegar náum við bara ekki að vera með þá gæslu og þær bjargir yfir nóttina og á kvöldin,“ segir Hjálmar. Loka þurfti fyrir umferð að gossvæðinu síðdegis í gær vegna gríðar mikillar aðsóknar. „Fólk var að leggja inni í Grindavík í íbúðarhverfum og Grindvíkingar sjálfur áttu erfit með að komast leiðar sinnar bæði í verslun og fleira. Þetta var röð frá Hrauni og út á miðjan Grindavíkurveg,“ segir Hjálmar Mikið umferðaröngþveiti skapaðist á Suðurstrandavegi í gær og biðu margir í allt að þrjár klukkustundir í bílum sínum áður en þeim var snúið frá þar sem svæðinu var lokað.Vísir/Jóhann K. Urgur í heimamönnum vegna umferðarteppu í Grindavík „Það var smá pirringur svona. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta verður svona mikið, segir Hjálmar og bætir við að miður sé að ekki er farið eftir tilmælum sem gefin hafa verið út til þeirra sem sækja það að ganga að eldgosinu. „Það voru gefin út fyrirmæli að vera ekki að fara með börn. Menn eru beðnir um að fara að þessum fyrirmælum. Þetta er ekkert grín þessi ganga. Þetta er tuttugu kílómetra ganga og að vera að fara með börn á kvöldin og svona þetta er bara ekki í nógu góðum málum,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira