Bale hrósað fyrir að gefa meintum rasista olnbogaskot Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 10:01 Gareth Bale sýndi rasismanum rauða spjaldið í gær, allavega með táknrænum hætti. getty/Simon Stacpoole Venjulega fá leikmenn skömm í hattinn fyrir að gefa mótherja olnbogaskot. Viðbrögð við olnbogaskoti Gareths Bale í leik Wales og Tékklands í undankeppni HM 2022 í gær voru hins vegar allt önnur. Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira. HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Bale kom mikið við sögu í leiknum í Cardiff í gær. Hann fékk besta færi Walesverja í fyrri hálfleik og lagði svo eina mark leiksins upp fyrir Daniel James á 82. mínútu. Stoðsendingin féll samt í skuggann af olnbogaskoti sem Bale gaf Tékkanum Ondrej Kúdela skömmu eftir að James skoraði. Kúdela hefur verið mikið í fréttum að undanförnu eftir að hann var sakaður um að hafa beitt Glenn Kamara kynþáttaníði í leik Rangers og Slavia Prag í Evrópudeildinni. Fyrir leikinn hituðu leikmenn Wales upp í stuttermabolum með orðunum „sýnum rasisma rauða spjaldið.“ Bale sýndi stuðning sinn líka í verki með því að gefa Kúdela olnbogaskot sem var greinilega viljandi. Bale leit aftur fyrir sig áður en hann stökk upp og virtist alveg meðvitaður um hvar Kúdela var. pic.twitter.com/iVz3PSNhxM— Oldfirmfacts (@Oldfirmfacts1) March 30, 2021 Upphaflega átti Kúdela ekki að spila leikinn í gær. Slavia Prag vildi ekki að hann ferðaðist til Wales þar sem félagið óttaðist um öryggi hans. Það gaf hins vegar eftir á endanum og Kúdela var í byrjunarliði Tékka í gær. Hann fór af velli eftir olnbogaskotið frá Bale. Með sigrinum í gær fékk Wales sín fyrstu stig í E-riðli undankeppninnar. Walesverjar eru í 3. sæti hans með þrjú stig, einu stigi á eftir Tékkum sem hafa leikið einum leik meira.
HM 2022 í Katar Wales Tengdar fréttir Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35 Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30 Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Daniel James hetja Wales | Belgía skoraði átta Tveir leikir fóru fram í E-riðli í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Wales vann mikilvægan 1-0 sigur á Tékklandi þökk sé marki Daniel James. Þá vann Belgía einstaklega þægilegan 8-0 sigur á Hvíta-Rússlandi. 30. mars 2021 20:35
Tékknesku landsliðsmennirnir styðja við bakið á meintum rasista Samherjar Ondrejs Kúdela í tékkneska fótboltalandsliðinu styðja við bakið á honum þrátt fyrir að hann hafi verið sakaður um að beita Glen Kamara, leikmann Rangers, kynþáttaníði. 30. mars 2021 14:30
Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. 19. mars 2021 08:00