„Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. apríl 2021 08:00 Hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, Laugar Spa, ásamt dóttur sinni Birgittu Líf. Á myndina vantar son þeirra hjóna, Björn Boða, en tíkin Bella hljóp í skarðið og stillti sér upp fyrir myndatöku. Vísir/Vilhelm „Við Dísa ræddum fyrir alvöru hvort að við ættum að hætta í líkamsræktinni og snúa okkur alfarið að skemmtanabransanum. En eftir nokkur ár fattaði ég að skemmtanageirinn er eins og loðnuvertíð, en rekstur líkamsræktarstöðvar mun stöðugri,“ segir Björn Kr. Leifsson um það þegar hann og eiginkona hans, Hafdís Jónsdóttir, tóku ákvörðun um að selja tvo af vinsælustu skemmtistöðum borgarinnar laust eftir síðustu aldamót. Síðan þá hafa hjónin, sem best eru þekkt sem Bjössi og Dísa, einbeitt sér að uppbyggingu World Class og Lauga. „Ég hef alltaf séð fyrir mér að stöðin sé fjölskylduvæn og nálægt heimilum. Yngstu börnin geta verið í barnagæslunni, þau eldri í dansi, sundi eða öðrum tímum. Fullorðna fólkið í tækjasal eða með val um fjölbreytta tíma,“ segir Dísa og Bjössi bætir við: „Þeir eru ófáir bíltúrarnir í gegnum árin að leita að góðum staðsetningum að vera á.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið World Class, Laugar Spa. Bjössi Björn er fæddur og uppalinn á Flateyri þar sem allt gekk út á sjómennskuna. Þegar Bjössi var sex ára, bjó fjölskyldan í eitt ár á Rifi en fluttist síðan aftur á Flateyri. „Ég var á skaki með pabba sextán, sautján ára gamall og á línubátum um páska og í jólafríum.“ Eftir heimavist á Núpi í Dýrafirði fór Bjössi til Ísafjarðar í vélstjóranám. Þar æfði hann júdó, vann til nokkurra verðlauna en hætti þegar hann flutti til Reykjavíkur og byrjaði að vinna hjá Eimskip. „Mér fannst of mikil meiðslahætta í júdó. Maður var allur beyglaður og brotinn.“ Þótt markmiðið væri að klára vélstjóranámið, fór hugurinn fljótt að beinast annað. Á meðan vinirnir voru á djamminu var ég úti á sjó eins og í sjálfskipuðu fangelsi. Í ofan á lag var matur þar sjö sinnum á dag og ekki laust við að maður væri farinn að bæta aðeins á sig,“ segir Bjössi og hlær. Bjössi hætti á sjónum og fór að sóla dekk hjá Gúmmívinnustofunni. Hann æfði í tvær klukkustundir á dag en markmiðið var að keppa í vaxtarrækt. „Þarna vaknaði hugmyndin um eigin líkamsræktarstöð. Einfaldlega vegna þess að mér fannst vanta betri aðstöðu til að æfa.“ Bjössi og Dísa á árshátíð World Class árið 1989, sem haldin var á skemmtistaðnum Hollywood. Hjónin kynntust upphaflega á samráðsfundum líkamræktarstöðva sem haldnir voru á níunda áratugnum og þá algjörlega feimnislaust! Bjössi bauð Dísu síðan í opnunarteiti World Class í Fellsmúlanum haustið 1988: ,,Og hún hefur verið hér síðan!" segir Bjössi og hlær. World Class stofnað Bjössi fékk tvo félaga sína til að stofna líkamsræktarstöð en þeir hættu báðir við. Þá fékk hann pabba sinn og gamlan félaga að vestan, Jón Alberts Kristjánsson Lyngmo, til að stofna með sér World Class. Þetta var árið 1984. Til Svíþjóðar fóru Bjössi og Jón að kaupa ný tæki og semja um kaup á nafninu World Class. Bjössi var þá í gifsi og á hækjum, nýbúinn að slíta fjögur liðbönd. Jón var að jafna sig eftir botnlangaaðgerð. „Eflaust vorum við ekki svipur hjá sjón,“ segir Bjössi og hlær. Stöðin opnaði í ágúst í litlu húsnæði í Skeifunni 3c. „Tveimur vikum fyrir opnun hringdi Jónína Ben í mig. Hún var að kenna Jane Fonda leikfimi í útvarpinu og ég man að mér fannst hún rosalega fræg. Jónína stakk upp því að við gerðum samning um að hún myndi sjá um leikfimiskennslu,“ segir Bjössi. Þennan samning gerðu Bjössi og Jónína og fékk Jónína helming tekna fyrir leikfimiskennsluna. Bjössi sá hins vegar um tækjasalinn og reksturinn. En í febrúar árið 1985 kom upp babb í bátinn. Við rifumst heiftarlega en ég vill taka það fram að við áttum oft ágætis samskipti síðar. En þarna kvaddi hún mig með þeim orðum að hún myndi koma mér á hausinn þótt það yrði það síðasta sem hún gerði,“ segir Bjössi. „Blessuð sé minning hennar,“ segir Dísa, en Jónína Benediktsdóttir lést í desember síðastliðnum. Bjössi var rétt 26 ára þegar þetta var og segist hafa verið svo blautur á bakvið eyrun að hann hafi samið við Jónínu um að vinna í tvær vikur í viðbót. Þær vikur nýtti hún vel og stuttu síðar opnuðu hún og Ágústa Johnson, sem einnig hafði verið að kenna í World Class, nýja stöð. Fimm af sjö kennurum fylgdu þeim og margir viðskiptavinir. Eftir stóð að Bjössi þurfti að redda nýjum eróbikk kennurum. „Ég var búinn að taka eftir ungum dreng sem var nokkuð lipur og spurði hann hvort hann gæti kennt leikfimi. Hann hélt það nú enda hefði hann kennt leikfimi í Lýðháskóla í Noregi,“ segir Bjössi og bætir við: „Ég sagði þá við hann: Þú þarft að læra kennsluna hjá Ágústu í laugardagstímanum. Síðan er mæting á mánudag.“ Þessi ungi drengur var Magnús Scheving, hinn eini sanni íþróttarálfur. Dísa að kenna útileikfimi í Fellsmúlanum þar sem World Class var lengi til húsa. Dísa lærði dans, söng og leiklist í Bandaríkjunum á árum Fame kvikmyndarinnar og segir stemninguna í skólanum hafa verið svipaða og í bíómyndinni: Þar var dansað upp á borðum út um allan skóla! Dísa Dísa er uppalin í Garðabæ. Í æsku stundaði hún fimleika af kappi, dans og frjálsar íþróttir. Dansinn var samt ástríðan og danskennaranámið kláraði hún í Dansskóla Sigvalda. Átján ára gömul fór Dísa til Bandaríkjanna og hóf nám við Florida School of the Arts. Þar lærði hún dans, söng og leiklist. Þetta var á tímum kvikmyndarinnar Fame og skólinn var svolítið eins og Fame. Þar var dansað í mötuneytinu, uppi á borðum og út um allt,“ segir Dísa og hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. Eftir dvölina erlendis, stofnaði Dísa Dansstúdó Dísu. Það var árið 1985 og Dísa 24 ára gömul. „Ég kenndi í félagsmiðstöðvum og skólum og líka breikdans í Kramhúsinu. Ég bætti Jane Fonda leikfimiskennslu við þegar að ég tók húsnæði á leigu í Garðabænum,“ segir Dísa um upphafið. Dísa og Bjössi hittust einu sinni eða tvisvar á þessum tíma. Það var á samráðsfundum líkamsræktarstöðva, sem haldnir voru til að mótmæla möguleikanum á að virðisaukaskattur yrði settur á starfsemi líkamsræktarstöðva, ólíkt öðrum íþróttagreinum. Í þá daga þóttu samráðsfundir sem þessir ekki feimnismál. Um tíma veltu Bjössi og Dísa því alvarlega fyrir sér hvort þau ættu að hætta í rekstri líkamsræktarstöðvar og færa sig alfarið í skemmtanabransann, en samhliða rekstri World Class ráku þau tvo mjög vinsæla skemmtistaði í borginni. Þau afréðu þó á endanum að selja skemmtistaðina og einbeita sér alfarið að uppbyggingu World Class og síðar Laugar Spa.Vísir/Vilhelm Saman í eina sæng Árið 1988 fluttist World Class í stærra húsnæði í Skeifunni 19. Þann 24.september árið 1988 hélt ég opnunarteiti þar og bauð öllum samkeppnisaðilunum. Dísa mætti og hefur verið hér síðan,“ segir Bjössi og hlær. Um tveimur árum síðar, sameinuðu ungu skötuhjúin rekstur fyrirtækja sinna. Dansinn bættist þá við í flóru World Class og hefur verið hluti af þjónustunni æ síðan. Um upphafsárin í rekstri segir Bjössi: „Dísa var að kenna 12-15 tíma á viku og á þessum tíma gerði maður allt sjálfur. Ég opnaði klukkan sjö, var í afgreiðslunni, sá um bókhaldið og endaði kannski með því að skúra á kvöldin,“ segir Bjössi. Um tíma fékk hann þó óvænta aðstoð sem reyndar varð til þess að opnunartíminn færðist til klukkan sex á morgnana. „Alltaf þegar að ég mætti á morgnana var einhver rauður helvítis Saab fyrir utan. Þannig að ég fór að mæta tíu mínútum fyrir sjö en það breytti engu því rauði Saabinn var samt kominn þá. Einn morguninn ákvað ég að prófa að mæta klukkan hálfsjö en Saabinn var líka kominn þá!“ segir Bjössi og bætir við: „Þannig að ég rétti karlinum lyklana og sagði við hann: Fyrst þú mætir svona snemma getur þú bara séð um að opna sjálfur!“ Viðskiptavinurinn góði var lengi vel á eftir kallaður „Morgun-Jón.“ Enda fór svo að Jón opnaði stöðina klukkan sex. Smátt og smátt fjölgaði í þeim hópi viðskiptavina sem fóru að mæta á milli klukkan sex og sjö. „Það endaði með því að Morgun-Jón kom til mín og sagðist hreinlega ekki geta staðið í þessu lengur. Það var svo mikið að gera hjá honum í afgreiðslunni að hann var hættur að geta æft sjálfur! Þá vissi ég að ég þyrfti að ráða starfsmann til mín í afgreiðsluna,“ segir Bjössi og hlær. Hér er Dísa með Björn Boða í fanginu í World Class í Fellsmúlanum. Systkinin muna ekki eftir æskunni öðruvísi að vera með mömmu og pabba í vinnunni og voru afar stolt þegar þau fengu að byrja að vinna í barnagæslunni sjálf, íklædd merktum starfsmanna-vestum. Þegar heilsuræktarstöðin Máttur ehf. var stofnuð árið 1990, tóku hins vegar við erfiðir tímar. Í forsvari var Grímur Sæmundsson, en VR var stærsti hluthafinn. Meðlimir í VR fengu niðurgreidd árskort. Og þá voru góð ráð dýr. Ég man að ég fór í bankann og bað um veð út á bílinn minn en þeir tóku það ekki í mál!“ segir Bjössi. Að sögn Bjössa stóð ársveltan í stað í þrjú til fjögur ár og var á þeim tíma 42 milljónir króna. En reksturinn þurfti fjármagn, ekki síst til að endurnýja tækjakost. Árið 1995 flutti World Class í 1.760m2 í Fellsmúla sem þau eignuðust síðar. Þá datt Bjössa í hug að selja fyrirtækjum áskriftarkort fyrir starfsfólk. Ef keypt væru 100 árskort eða fleiri, væri verð 12 þúsund krónur í staðinn fyrir 36 þúsund krónur. ,,Ég man að Eimskip keypti 268 kort fyrsta árið, 168 kort annað árið og 68 á því þriðja. Þetta virkaði fyrir okkur því við vorum fyrst til að gera þetta. En þetta er markaðsleikur sem virkar ekki til lengdar,“ segir Bjössi. Á kafi ofan í klósettinu Nokkrum árum fyrr, eða árið 1991, leiddust hjónin þó óvænt í rekstur tveggja skemmtistaða. Fyrst var hringt og þau spurð hvort þau væru til í að taka að sér rekstur Ingólfskaffis. Bjössi og Dísa ákváðu að slá til en gegn því skilyrði að leigusalinn greiddi fyrstu birgðakaupin. „Sem ég man að kostuðu 500 þúsund krónur,“ segir Bjössi íbygginn á svip. Ingólfskaffið opnuðu þau á afmælisdegi Dísu, þann 6.nóvember árið 1991. „Og það var bara allt vitlaust frá fyrsta degi!“ segja hjónin í kór. Hjónin réðu ungan mann sem skemmtanastjóra. Og það var enginn annar en Björgólf Thor Björgólfsson. Eitt kvöldið stíflaðist kvennaklósett. Bjöggi stóð við klósettdyrnar í jakkafötum með bindi, vindil í annarri hendinni og koníaksglas í hinni. Alveg glerfínn og passaði upp á að enginn kæmist inn. Ég, forstjórinn sjálfur, var hins vegar sendur inn í skítverkin og þurfti að kafa með hendina lengst ofan í klósettið þar sem ég fann glas uppfullt af skít!“ segir Bjössi og hlær hátt að minningunni. Fljótlega eftir opnun Ingólfskaffis bættist við rekstur Þjóðleikhúskjallarans. Þar ráku hjónin einnig mötuneyti í hádeginu fyrir leikara en báðir skemmtistaðirnir urðu afar vinsælir. „Ég kom heim úr líkamsræktinni klukkan sjö. Fór á skemmtistaðina klukkan níu og var að dröslast heim klukkan fimm á morgnana. Og Dísa vann á barnum!“ segir Bjössi og hlær. Árið 1999 ákváðu hjónin að selja frá sér skemmtistaðina og einbeita sér að rekstri World Class. Bjössi og Dísa með Birgittu Líf og Björn Boða. Öll segjast þau sjá fyrir sér að World Class haldi áfram að vera rekið sem fjölskyldufyrirtæki. Birgitta Líf og Björn Boði starfa bæði með foreldrum sínum í World Class og hafa bæði valið háskólanám með reksturinn í huga. Önnur kynslóð: Birgitta Líf og Björn Boði Bjössi og Dísa eiga tvö börn: Birgittu Líf og Björn Boða. Birgitta og Björn starfa bæði í World Class. Birgitta Líf er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins á samfélagsmiðlum. Hún lærði lögfræði í HÍ en tók meistaraprófið í Alþjóða viðskiptum. Birgitta segist meðvituð um það hversu mikilvægt það er að vera góð fyrirmynd yngri kvenna, enda valdi hún sjálf lögfræðinámið mjög ung, því hún vildi vera eins og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland. Birgitta er fædd árið 1992 og er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins á samfélagsmiðlum. Birgitta lærði lögfræði í Háskólanum í Reykjavík en tók meistaranám í Alþjóða viðskiptum. Hún segist snemma hafa vitað að hún myndi ekki vilja starfa sem lögfræðingur en upplifði námið gagnlegt og skemmtilegt. „Ég tengdi það strax við World Class og líka margt sem pabbi hafði kannski verið að lenda í,“ segir Birgitta. En hvað segir Birgitta um æskuna? Ég man bara að ég var alltaf í barnagæslunni og pabbi var alltaf að vinna og alltaf með skjalatösku troðfulla af peningum!“ segir Birgitta og fjölskyldan skellir öll upp úr. Skjalataskan umrædda var taskan með uppgjörunum skemmtistaðanna. Enda engin viðskipti rafræn í þá daga. Björn Boði útskrifaðist sem stúdent fyrir síðustu jól. Hann ætlar að taka sér frí frá námi í eitt ár en stefnir síðan á viðskiptafræðinám sem hann tengir við að geta nýtt sér vegna reksturs World Class í framtíðinni. Björn Boði segist þó einnig hafa áhuga á arkitektúr, enda segist hann alltaf hafa miklar skoðanir á því þegar verið er að innrétta nýjar stöðvar. Björn Boði er fæddur árið 1999. Hann útskrifaðist sem stúdent fyrir síðustu jól en ætlar að taka sér hlé frá námi í eitt ár. Þá er ætlunin að fara í viðskiptafræðina, en mögulega seinna í arkitektinn. En Björn Boði, hverju manst þú helst eftir? Ég man bara að ég var alltaf í barnagæslunni!“ segir Björn og aftur springur fjölskyldan úr hlátri. Heima fyrir þurfti líka að hjálpa til og oft var setið lengi við þar sem allir hjálpuðust að við að ganga frá gjafabréfum og fleiru. Um tólf ára aldurinn, byrjuðu bæði Birgitta og Björn að vinna í barnagæslu World Class. „Þá fékk maður að fara í merkt starfsmannavesti og allt,“ segir Birgitta afar stolt. Mæðgurnar Birgitta Líf og Dísa eru mjög nánar og deila skrifstofu í Laugum Spa. Dísa viðurkennir að hana hafi aldrei grunað að fyrirtækið yrði svona stórt en allt byggi þetta á þrotlausri vinnu. Birgitta Líf segist afar þakklát fyrir það að muna hvernig fyrirtækið byggðist upp smátt og smátt þegar hún var lítil. Það hafi kennt henni að meta vel alla velgengni, áfanga og sigra.Vísir/Vilhelm Stærsta stökkið: Laugar eða fellihýsi Það olli nokkru fjaðrafoki þegar Bjössi opinberaði í fjölmiðlum að hann vildi byggja stóra líkamsræktarstöð í Laugardalnum, jafnvel neðanjarðar. Þá supu margir hveljur þegar hann lýsti yfir áhuga á að leigja rekstur Laugardalssundlaugar. Bjössi gekk á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, tillögurnar þóttu áhugaverðar en náðu ekki framm að ganga. „Þetta breyttist þegar Ingibjörg Sólrún tók við sem borgarstjóri og það má segja að hún og Alfreð Þorsteinsson hafi staðið þéttast við bakið á okkur,“ segir Bjössi. Árið 2000 var fyrsta skóflustungan tekin og árið 2004 opnaði Laugar í 7.150m2 húsnæði. Enn í dag eru Laugar ein stærsta heilsuræktarstöð Evrópu. En allt var líka lagt undir. Meira að segja lánsveð frá foreldrum bæði Dísu og Bjössa. Þá var hlutur Jóns Alberts keyptur út, enda var hann sjálfur í ótengdum rekstri og ekki til þess ætlast að hann tæki svona stóra áhættu. Ég man að mamma og pabbi sögðu við okkur að nú yrðu nánast engin jól og engar gjafir. Kannski myndi þetta takast en kannski myndum við missa allt. Ég bjóst allt eins við að við færum að búa í fellihýsinu!“ segir Birgitta. En minningin er Birgittu afar dýrmæt. „Fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því að staðan hefur ekkert alltaf verið eins og hún er í dag. En ég er svo þakklát fyrir að muna eftir þessum tíma því hann kenndi mér svo margt. Ég lærði að meta vel alla velgengni, áfanga og sigra og að vera alltaf þakklát fyrir allt. Enda veit ég hvað mamma og pabbi hafa lagt mikið á sig til þess að þetta yrði að veruleika,“ segir Birgitta. Þá segir fjölskyldan afar mikilvægt að þakka öllu því góða starfsfólki sem hefur átt þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Fyrirtækið sé ríkt af mannauði og það hafi ekki síður skipt sköpum. Dísa segist alltaf hafa séð fyrir sér að World Class væri fjölskylduvænn staður. Þar gætu þau yngstu verið í barnagæslu, þau eldri í dansi, sundi eða tímum og fullorðnir með fjölbreytt val í tækjasal eða í tímum. Mynd úr Fellsmúlanum áratuginn fyrir aldamót. Vöruþróun og nýjungar Í dag eru World Class stöðvarnar 17 talsins. Þær eru starfræktar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Breiðholti, Grafarvogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Akureyri og Selfossi. Framundan er opnun nýrrar stöðvar og verslunar í Kringlunni með snyrtivörulínunni Laugar Spa. „Við vorum oft spurð af erlendum gestum hvort við værum með okkar eigin vörulínu. Ég sá því alltaf fyrir mér að við myndum þróa hana og að hún yrði lífræn og náttúruleg,“ segir Dísa um Laugar Spa línuna, sem kynnt var til sögunnar árið 2013. Í tækjum og í tímakennslu hefur alltaf verið lögð áhersla á nýjungar. Þar hafi þau sótt sér þekkingu erlendis. Og nú eru hugmyndir næstu kynslóðar að verða að veruleika, því sameiginlegt verkefni Birgittu og Björns Boða er að opna stöðvar fyrir World Fit, sem er Cross Fit útfærsla World Class. En hver er helsta skýringin á velgengninni, hvaðan koma stóru draumarnir? „Frá Bjössa!“ segir Dísa. „Frá pabba!“ segja systkinin. Dísa segir Bjössa drifkraftinn í uppbyggingunni hún sjái meira um daglegan rekstur. Pabbi er líka þannig að hann hvetur mann alltaf áfram og oftast þannig að maður endar með að gera miklu meira en maður trúir sjálfur að maður geti. Hann er bara þannig,“ segir Birgitta. Fjölskyldan segir Bjössa þann sem er drifkraftur stærstu hugmyndanna en Dísa hefur alltaf lagt áherslu á að halda vel utan um fjölskylduna og pakka þeim saman í einn hjúp. Fjölskyldan er afar samheldin, bæði í og utan vinnu. Samheldin fjölskylda En velgengni fylgir áreiti og umtal. Ekki síst í kjölfar bankahruns. Þá var ýmsum fyrirsögnum slegið upp, forsíðumyndir birtar og margt skrifað í ummælakerfi samfélagsmiðla, sem á þeim tíma voru oft nafnlaus og mjög ljót. „Erfiðast þótti mér að hitta fólkið í stöðvunum vitandi það að fólk var að pískra. En ég vissi hvað var rétt og hvað var rangt og ákvað snemma að ég yrði bara að brosa og setja kassann í þetta,“ segir Bjössi. „En þetta var mjög erfitt í sex eða sjö ár,“ segir Dísa. Björn Boði segist ekkert muna eftir þessum tíma, en það gerir Birgitta Líf. Hún var í Verzló og sveið oft undan því hvað verið var að skrifa um pabba hennar. Við höfum alltaf sest niður með krökkunum og rætt málin þegar eitthvað er. Þannig getum við varist því að þau séu óundirbúin að mæta einhverju illu umtali eða öðru,“ segir Bjössi. En hafið þið systkinin einhvern tímann haft áhyggjur af foreldrum ykkar? Vegna álags í vinnu eða umtals? „Nei!“ svara systkinin í kór og bæta við: „Mamma og pabbi eru bara svo rosalega sterk. Þau eru svo miklar fyrirmyndir. Þau einhvern veginn standa saman í gegnum allt. Og geta allt því þau eru bara svo sterk!“ Fjölskyldan er þekkt fyrir að vera afar náin og gera mikið saman. Ég hef alltaf lagt áherslu á að halda mjög vel utan um fjölskylduna. Því auðvitað verðum við fyrir ákveðnu áreiti. Við þekkjum marga og margir þekkja okkur. Ég hef því alltaf reynt að pakka okkur svolítið saman og halda utan um okkur þannig,“ segir Dísa. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Covid haft veruleg áhrif á rekstur líkamsstöðva. Og Bjössi ekki alltaf verið sáttur. „En ég fann núna í fjórðu bylgju að mér leið ekki eins illa þegar tilkynningin um lokunina kom. Maður er að venjast þessu,“ segir Bjössi og bætir við: „En frá fyrstu bylgju æfi ég alla daga klukkan þrjú. Því þannig stytti ég daginn og finnst ég ekki þurfa að bíða eins lengi eftir því að deginum ljúki.“ Frá árinu 2007 hefur bróðir Bjössa verið hluthafi í fyrirtækinu með Bjössa og Dísu. Bjössi segir það skýrast af því að hann fékk bróður sinn til að kaupa hlut föður síns út og fannst líka gott að fá hann inn sem traustan viðskiptafélaga. Þegar fjölskyldan er spurð hvort hún sjái fyrir sér að World Class verði lengi rekið sem fjölskyldufyrirtæki er svarið einróma: „Já!“ Öll segjast þau ekki sjá fyrir sér annað en að World Class verði annað en fjölskyldufyrirtæki áfram. Enda segir Bjössi marga kosti liggja í því að boðleiðir séu stuttar. Oft hafi þó komið boð um að kaupa eða að aðrir kæmu inn sem fjárfestar. En á því hafa hjónin aldrei haft áhuga. Birgitta Líf og Björn Boði segjast sjálf spennt fyrir þeirri framtíð að taka einhvern tímann við. Þó séu þau mál ekkert rædd sérstaklega. Tilfinningin sé hins vegar sú að World Class og fjölskyldan sé í raun eitt og hið sama. Þetta er bara okkar líf,“ segir Birgitta. Gamla myndin Það hefur alltaf verið mikill metnaður lagður í að vera með nýjustu og bestu tækin fyrir líkamsræktina og á þessari mynd má sjá vernig nýtískulegur tækjasalur leit út laust fyrir síðustu aldamót, World Class þá í Fellsmúlanum. Helgarviðtal Atvinnulífsins Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Sjá meira
„Ég hef alltaf séð fyrir mér að stöðin sé fjölskylduvæn og nálægt heimilum. Yngstu börnin geta verið í barnagæslunni, þau eldri í dansi, sundi eða öðrum tímum. Fullorðna fólkið í tækjasal eða með val um fjölbreytta tíma,“ segir Dísa og Bjössi bætir við: „Þeir eru ófáir bíltúrarnir í gegnum árin að leita að góðum staðsetningum að vera á.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið World Class, Laugar Spa. Bjössi Björn er fæddur og uppalinn á Flateyri þar sem allt gekk út á sjómennskuna. Þegar Bjössi var sex ára, bjó fjölskyldan í eitt ár á Rifi en fluttist síðan aftur á Flateyri. „Ég var á skaki með pabba sextán, sautján ára gamall og á línubátum um páska og í jólafríum.“ Eftir heimavist á Núpi í Dýrafirði fór Bjössi til Ísafjarðar í vélstjóranám. Þar æfði hann júdó, vann til nokkurra verðlauna en hætti þegar hann flutti til Reykjavíkur og byrjaði að vinna hjá Eimskip. „Mér fannst of mikil meiðslahætta í júdó. Maður var allur beyglaður og brotinn.“ Þótt markmiðið væri að klára vélstjóranámið, fór hugurinn fljótt að beinast annað. Á meðan vinirnir voru á djamminu var ég úti á sjó eins og í sjálfskipuðu fangelsi. Í ofan á lag var matur þar sjö sinnum á dag og ekki laust við að maður væri farinn að bæta aðeins á sig,“ segir Bjössi og hlær. Bjössi hætti á sjónum og fór að sóla dekk hjá Gúmmívinnustofunni. Hann æfði í tvær klukkustundir á dag en markmiðið var að keppa í vaxtarrækt. „Þarna vaknaði hugmyndin um eigin líkamsræktarstöð. Einfaldlega vegna þess að mér fannst vanta betri aðstöðu til að æfa.“ Bjössi og Dísa á árshátíð World Class árið 1989, sem haldin var á skemmtistaðnum Hollywood. Hjónin kynntust upphaflega á samráðsfundum líkamræktarstöðva sem haldnir voru á níunda áratugnum og þá algjörlega feimnislaust! Bjössi bauð Dísu síðan í opnunarteiti World Class í Fellsmúlanum haustið 1988: ,,Og hún hefur verið hér síðan!" segir Bjössi og hlær. World Class stofnað Bjössi fékk tvo félaga sína til að stofna líkamsræktarstöð en þeir hættu báðir við. Þá fékk hann pabba sinn og gamlan félaga að vestan, Jón Alberts Kristjánsson Lyngmo, til að stofna með sér World Class. Þetta var árið 1984. Til Svíþjóðar fóru Bjössi og Jón að kaupa ný tæki og semja um kaup á nafninu World Class. Bjössi var þá í gifsi og á hækjum, nýbúinn að slíta fjögur liðbönd. Jón var að jafna sig eftir botnlangaaðgerð. „Eflaust vorum við ekki svipur hjá sjón,“ segir Bjössi og hlær. Stöðin opnaði í ágúst í litlu húsnæði í Skeifunni 3c. „Tveimur vikum fyrir opnun hringdi Jónína Ben í mig. Hún var að kenna Jane Fonda leikfimi í útvarpinu og ég man að mér fannst hún rosalega fræg. Jónína stakk upp því að við gerðum samning um að hún myndi sjá um leikfimiskennslu,“ segir Bjössi. Þennan samning gerðu Bjössi og Jónína og fékk Jónína helming tekna fyrir leikfimiskennsluna. Bjössi sá hins vegar um tækjasalinn og reksturinn. En í febrúar árið 1985 kom upp babb í bátinn. Við rifumst heiftarlega en ég vill taka það fram að við áttum oft ágætis samskipti síðar. En þarna kvaddi hún mig með þeim orðum að hún myndi koma mér á hausinn þótt það yrði það síðasta sem hún gerði,“ segir Bjössi. „Blessuð sé minning hennar,“ segir Dísa, en Jónína Benediktsdóttir lést í desember síðastliðnum. Bjössi var rétt 26 ára þegar þetta var og segist hafa verið svo blautur á bakvið eyrun að hann hafi samið við Jónínu um að vinna í tvær vikur í viðbót. Þær vikur nýtti hún vel og stuttu síðar opnuðu hún og Ágústa Johnson, sem einnig hafði verið að kenna í World Class, nýja stöð. Fimm af sjö kennurum fylgdu þeim og margir viðskiptavinir. Eftir stóð að Bjössi þurfti að redda nýjum eróbikk kennurum. „Ég var búinn að taka eftir ungum dreng sem var nokkuð lipur og spurði hann hvort hann gæti kennt leikfimi. Hann hélt það nú enda hefði hann kennt leikfimi í Lýðháskóla í Noregi,“ segir Bjössi og bætir við: „Ég sagði þá við hann: Þú þarft að læra kennsluna hjá Ágústu í laugardagstímanum. Síðan er mæting á mánudag.“ Þessi ungi drengur var Magnús Scheving, hinn eini sanni íþróttarálfur. Dísa að kenna útileikfimi í Fellsmúlanum þar sem World Class var lengi til húsa. Dísa lærði dans, söng og leiklist í Bandaríkjunum á árum Fame kvikmyndarinnar og segir stemninguna í skólanum hafa verið svipaða og í bíómyndinni: Þar var dansað upp á borðum út um allan skóla! Dísa Dísa er uppalin í Garðabæ. Í æsku stundaði hún fimleika af kappi, dans og frjálsar íþróttir. Dansinn var samt ástríðan og danskennaranámið kláraði hún í Dansskóla Sigvalda. Átján ára gömul fór Dísa til Bandaríkjanna og hóf nám við Florida School of the Arts. Þar lærði hún dans, söng og leiklist. Þetta var á tímum kvikmyndarinnar Fame og skólinn var svolítið eins og Fame. Þar var dansað í mötuneytinu, uppi á borðum og út um allt,“ segir Dísa og hlær þegar hún rifjar upp þennan tíma. Eftir dvölina erlendis, stofnaði Dísa Dansstúdó Dísu. Það var árið 1985 og Dísa 24 ára gömul. „Ég kenndi í félagsmiðstöðvum og skólum og líka breikdans í Kramhúsinu. Ég bætti Jane Fonda leikfimiskennslu við þegar að ég tók húsnæði á leigu í Garðabænum,“ segir Dísa um upphafið. Dísa og Bjössi hittust einu sinni eða tvisvar á þessum tíma. Það var á samráðsfundum líkamsræktarstöðva, sem haldnir voru til að mótmæla möguleikanum á að virðisaukaskattur yrði settur á starfsemi líkamsræktarstöðva, ólíkt öðrum íþróttagreinum. Í þá daga þóttu samráðsfundir sem þessir ekki feimnismál. Um tíma veltu Bjössi og Dísa því alvarlega fyrir sér hvort þau ættu að hætta í rekstri líkamsræktarstöðvar og færa sig alfarið í skemmtanabransann, en samhliða rekstri World Class ráku þau tvo mjög vinsæla skemmtistaði í borginni. Þau afréðu þó á endanum að selja skemmtistaðina og einbeita sér alfarið að uppbyggingu World Class og síðar Laugar Spa.Vísir/Vilhelm Saman í eina sæng Árið 1988 fluttist World Class í stærra húsnæði í Skeifunni 19. Þann 24.september árið 1988 hélt ég opnunarteiti þar og bauð öllum samkeppnisaðilunum. Dísa mætti og hefur verið hér síðan,“ segir Bjössi og hlær. Um tveimur árum síðar, sameinuðu ungu skötuhjúin rekstur fyrirtækja sinna. Dansinn bættist þá við í flóru World Class og hefur verið hluti af þjónustunni æ síðan. Um upphafsárin í rekstri segir Bjössi: „Dísa var að kenna 12-15 tíma á viku og á þessum tíma gerði maður allt sjálfur. Ég opnaði klukkan sjö, var í afgreiðslunni, sá um bókhaldið og endaði kannski með því að skúra á kvöldin,“ segir Bjössi. Um tíma fékk hann þó óvænta aðstoð sem reyndar varð til þess að opnunartíminn færðist til klukkan sex á morgnana. „Alltaf þegar að ég mætti á morgnana var einhver rauður helvítis Saab fyrir utan. Þannig að ég fór að mæta tíu mínútum fyrir sjö en það breytti engu því rauði Saabinn var samt kominn þá. Einn morguninn ákvað ég að prófa að mæta klukkan hálfsjö en Saabinn var líka kominn þá!“ segir Bjössi og bætir við: „Þannig að ég rétti karlinum lyklana og sagði við hann: Fyrst þú mætir svona snemma getur þú bara séð um að opna sjálfur!“ Viðskiptavinurinn góði var lengi vel á eftir kallaður „Morgun-Jón.“ Enda fór svo að Jón opnaði stöðina klukkan sex. Smátt og smátt fjölgaði í þeim hópi viðskiptavina sem fóru að mæta á milli klukkan sex og sjö. „Það endaði með því að Morgun-Jón kom til mín og sagðist hreinlega ekki geta staðið í þessu lengur. Það var svo mikið að gera hjá honum í afgreiðslunni að hann var hættur að geta æft sjálfur! Þá vissi ég að ég þyrfti að ráða starfsmann til mín í afgreiðsluna,“ segir Bjössi og hlær. Hér er Dísa með Björn Boða í fanginu í World Class í Fellsmúlanum. Systkinin muna ekki eftir æskunni öðruvísi að vera með mömmu og pabba í vinnunni og voru afar stolt þegar þau fengu að byrja að vinna í barnagæslunni sjálf, íklædd merktum starfsmanna-vestum. Þegar heilsuræktarstöðin Máttur ehf. var stofnuð árið 1990, tóku hins vegar við erfiðir tímar. Í forsvari var Grímur Sæmundsson, en VR var stærsti hluthafinn. Meðlimir í VR fengu niðurgreidd árskort. Og þá voru góð ráð dýr. Ég man að ég fór í bankann og bað um veð út á bílinn minn en þeir tóku það ekki í mál!“ segir Bjössi. Að sögn Bjössa stóð ársveltan í stað í þrjú til fjögur ár og var á þeim tíma 42 milljónir króna. En reksturinn þurfti fjármagn, ekki síst til að endurnýja tækjakost. Árið 1995 flutti World Class í 1.760m2 í Fellsmúla sem þau eignuðust síðar. Þá datt Bjössa í hug að selja fyrirtækjum áskriftarkort fyrir starfsfólk. Ef keypt væru 100 árskort eða fleiri, væri verð 12 þúsund krónur í staðinn fyrir 36 þúsund krónur. ,,Ég man að Eimskip keypti 268 kort fyrsta árið, 168 kort annað árið og 68 á því þriðja. Þetta virkaði fyrir okkur því við vorum fyrst til að gera þetta. En þetta er markaðsleikur sem virkar ekki til lengdar,“ segir Bjössi. Á kafi ofan í klósettinu Nokkrum árum fyrr, eða árið 1991, leiddust hjónin þó óvænt í rekstur tveggja skemmtistaða. Fyrst var hringt og þau spurð hvort þau væru til í að taka að sér rekstur Ingólfskaffis. Bjössi og Dísa ákváðu að slá til en gegn því skilyrði að leigusalinn greiddi fyrstu birgðakaupin. „Sem ég man að kostuðu 500 þúsund krónur,“ segir Bjössi íbygginn á svip. Ingólfskaffið opnuðu þau á afmælisdegi Dísu, þann 6.nóvember árið 1991. „Og það var bara allt vitlaust frá fyrsta degi!“ segja hjónin í kór. Hjónin réðu ungan mann sem skemmtanastjóra. Og það var enginn annar en Björgólf Thor Björgólfsson. Eitt kvöldið stíflaðist kvennaklósett. Bjöggi stóð við klósettdyrnar í jakkafötum með bindi, vindil í annarri hendinni og koníaksglas í hinni. Alveg glerfínn og passaði upp á að enginn kæmist inn. Ég, forstjórinn sjálfur, var hins vegar sendur inn í skítverkin og þurfti að kafa með hendina lengst ofan í klósettið þar sem ég fann glas uppfullt af skít!“ segir Bjössi og hlær hátt að minningunni. Fljótlega eftir opnun Ingólfskaffis bættist við rekstur Þjóðleikhúskjallarans. Þar ráku hjónin einnig mötuneyti í hádeginu fyrir leikara en báðir skemmtistaðirnir urðu afar vinsælir. „Ég kom heim úr líkamsræktinni klukkan sjö. Fór á skemmtistaðina klukkan níu og var að dröslast heim klukkan fimm á morgnana. Og Dísa vann á barnum!“ segir Bjössi og hlær. Árið 1999 ákváðu hjónin að selja frá sér skemmtistaðina og einbeita sér að rekstri World Class. Bjössi og Dísa með Birgittu Líf og Björn Boða. Öll segjast þau sjá fyrir sér að World Class haldi áfram að vera rekið sem fjölskyldufyrirtæki. Birgitta Líf og Björn Boði starfa bæði með foreldrum sínum í World Class og hafa bæði valið háskólanám með reksturinn í huga. Önnur kynslóð: Birgitta Líf og Björn Boði Bjössi og Dísa eiga tvö börn: Birgittu Líf og Björn Boða. Birgitta og Björn starfa bæði í World Class. Birgitta Líf er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins á samfélagsmiðlum. Hún lærði lögfræði í HÍ en tók meistaraprófið í Alþjóða viðskiptum. Birgitta segist meðvituð um það hversu mikilvægt það er að vera góð fyrirmynd yngri kvenna, enda valdi hún sjálf lögfræðinámið mjög ung, því hún vildi vera eins og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrum Ungfrú Ísland. Birgitta er fædd árið 1992 og er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins á samfélagsmiðlum. Birgitta lærði lögfræði í Háskólanum í Reykjavík en tók meistaranám í Alþjóða viðskiptum. Hún segist snemma hafa vitað að hún myndi ekki vilja starfa sem lögfræðingur en upplifði námið gagnlegt og skemmtilegt. „Ég tengdi það strax við World Class og líka margt sem pabbi hafði kannski verið að lenda í,“ segir Birgitta. En hvað segir Birgitta um æskuna? Ég man bara að ég var alltaf í barnagæslunni og pabbi var alltaf að vinna og alltaf með skjalatösku troðfulla af peningum!“ segir Birgitta og fjölskyldan skellir öll upp úr. Skjalataskan umrædda var taskan með uppgjörunum skemmtistaðanna. Enda engin viðskipti rafræn í þá daga. Björn Boði útskrifaðist sem stúdent fyrir síðustu jól. Hann ætlar að taka sér frí frá námi í eitt ár en stefnir síðan á viðskiptafræðinám sem hann tengir við að geta nýtt sér vegna reksturs World Class í framtíðinni. Björn Boði segist þó einnig hafa áhuga á arkitektúr, enda segist hann alltaf hafa miklar skoðanir á því þegar verið er að innrétta nýjar stöðvar. Björn Boði er fæddur árið 1999. Hann útskrifaðist sem stúdent fyrir síðustu jól en ætlar að taka sér hlé frá námi í eitt ár. Þá er ætlunin að fara í viðskiptafræðina, en mögulega seinna í arkitektinn. En Björn Boði, hverju manst þú helst eftir? Ég man bara að ég var alltaf í barnagæslunni!“ segir Björn og aftur springur fjölskyldan úr hlátri. Heima fyrir þurfti líka að hjálpa til og oft var setið lengi við þar sem allir hjálpuðust að við að ganga frá gjafabréfum og fleiru. Um tólf ára aldurinn, byrjuðu bæði Birgitta og Björn að vinna í barnagæslu World Class. „Þá fékk maður að fara í merkt starfsmannavesti og allt,“ segir Birgitta afar stolt. Mæðgurnar Birgitta Líf og Dísa eru mjög nánar og deila skrifstofu í Laugum Spa. Dísa viðurkennir að hana hafi aldrei grunað að fyrirtækið yrði svona stórt en allt byggi þetta á þrotlausri vinnu. Birgitta Líf segist afar þakklát fyrir það að muna hvernig fyrirtækið byggðist upp smátt og smátt þegar hún var lítil. Það hafi kennt henni að meta vel alla velgengni, áfanga og sigra.Vísir/Vilhelm Stærsta stökkið: Laugar eða fellihýsi Það olli nokkru fjaðrafoki þegar Bjössi opinberaði í fjölmiðlum að hann vildi byggja stóra líkamsræktarstöð í Laugardalnum, jafnvel neðanjarðar. Þá supu margir hveljur þegar hann lýsti yfir áhuga á að leigja rekstur Laugardalssundlaugar. Bjössi gekk á fund Davíðs Oddssonar, þáverandi borgarstjóra, tillögurnar þóttu áhugaverðar en náðu ekki framm að ganga. „Þetta breyttist þegar Ingibjörg Sólrún tók við sem borgarstjóri og það má segja að hún og Alfreð Þorsteinsson hafi staðið þéttast við bakið á okkur,“ segir Bjössi. Árið 2000 var fyrsta skóflustungan tekin og árið 2004 opnaði Laugar í 7.150m2 húsnæði. Enn í dag eru Laugar ein stærsta heilsuræktarstöð Evrópu. En allt var líka lagt undir. Meira að segja lánsveð frá foreldrum bæði Dísu og Bjössa. Þá var hlutur Jóns Alberts keyptur út, enda var hann sjálfur í ótengdum rekstri og ekki til þess ætlast að hann tæki svona stóra áhættu. Ég man að mamma og pabbi sögðu við okkur að nú yrðu nánast engin jól og engar gjafir. Kannski myndi þetta takast en kannski myndum við missa allt. Ég bjóst allt eins við að við færum að búa í fellihýsinu!“ segir Birgitta. En minningin er Birgittu afar dýrmæt. „Fólk geri sér ekki endilega grein fyrir því að staðan hefur ekkert alltaf verið eins og hún er í dag. En ég er svo þakklát fyrir að muna eftir þessum tíma því hann kenndi mér svo margt. Ég lærði að meta vel alla velgengni, áfanga og sigra og að vera alltaf þakklát fyrir allt. Enda veit ég hvað mamma og pabbi hafa lagt mikið á sig til þess að þetta yrði að veruleika,“ segir Birgitta. Þá segir fjölskyldan afar mikilvægt að þakka öllu því góða starfsfólki sem hefur átt þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Fyrirtækið sé ríkt af mannauði og það hafi ekki síður skipt sköpum. Dísa segist alltaf hafa séð fyrir sér að World Class væri fjölskylduvænn staður. Þar gætu þau yngstu verið í barnagæslu, þau eldri í dansi, sundi eða tímum og fullorðnir með fjölbreytt val í tækjasal eða í tímum. Mynd úr Fellsmúlanum áratuginn fyrir aldamót. Vöruþróun og nýjungar Í dag eru World Class stöðvarnar 17 talsins. Þær eru starfræktar í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Breiðholti, Grafarvogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Akureyri og Selfossi. Framundan er opnun nýrrar stöðvar og verslunar í Kringlunni með snyrtivörulínunni Laugar Spa. „Við vorum oft spurð af erlendum gestum hvort við værum með okkar eigin vörulínu. Ég sá því alltaf fyrir mér að við myndum þróa hana og að hún yrði lífræn og náttúruleg,“ segir Dísa um Laugar Spa línuna, sem kynnt var til sögunnar árið 2013. Í tækjum og í tímakennslu hefur alltaf verið lögð áhersla á nýjungar. Þar hafi þau sótt sér þekkingu erlendis. Og nú eru hugmyndir næstu kynslóðar að verða að veruleika, því sameiginlegt verkefni Birgittu og Björns Boða er að opna stöðvar fyrir World Fit, sem er Cross Fit útfærsla World Class. En hver er helsta skýringin á velgengninni, hvaðan koma stóru draumarnir? „Frá Bjössa!“ segir Dísa. „Frá pabba!“ segja systkinin. Dísa segir Bjössa drifkraftinn í uppbyggingunni hún sjái meira um daglegan rekstur. Pabbi er líka þannig að hann hvetur mann alltaf áfram og oftast þannig að maður endar með að gera miklu meira en maður trúir sjálfur að maður geti. Hann er bara þannig,“ segir Birgitta. Fjölskyldan segir Bjössa þann sem er drifkraftur stærstu hugmyndanna en Dísa hefur alltaf lagt áherslu á að halda vel utan um fjölskylduna og pakka þeim saman í einn hjúp. Fjölskyldan er afar samheldin, bæði í og utan vinnu. Samheldin fjölskylda En velgengni fylgir áreiti og umtal. Ekki síst í kjölfar bankahruns. Þá var ýmsum fyrirsögnum slegið upp, forsíðumyndir birtar og margt skrifað í ummælakerfi samfélagsmiðla, sem á þeim tíma voru oft nafnlaus og mjög ljót. „Erfiðast þótti mér að hitta fólkið í stöðvunum vitandi það að fólk var að pískra. En ég vissi hvað var rétt og hvað var rangt og ákvað snemma að ég yrði bara að brosa og setja kassann í þetta,“ segir Bjössi. „En þetta var mjög erfitt í sex eða sjö ár,“ segir Dísa. Björn Boði segist ekkert muna eftir þessum tíma, en það gerir Birgitta Líf. Hún var í Verzló og sveið oft undan því hvað verið var að skrifa um pabba hennar. Við höfum alltaf sest niður með krökkunum og rætt málin þegar eitthvað er. Þannig getum við varist því að þau séu óundirbúin að mæta einhverju illu umtali eða öðru,“ segir Bjössi. En hafið þið systkinin einhvern tímann haft áhyggjur af foreldrum ykkar? Vegna álags í vinnu eða umtals? „Nei!“ svara systkinin í kór og bæta við: „Mamma og pabbi eru bara svo rosalega sterk. Þau eru svo miklar fyrirmyndir. Þau einhvern veginn standa saman í gegnum allt. Og geta allt því þau eru bara svo sterk!“ Fjölskyldan er þekkt fyrir að vera afar náin og gera mikið saman. Ég hef alltaf lagt áherslu á að halda mjög vel utan um fjölskylduna. Því auðvitað verðum við fyrir ákveðnu áreiti. Við þekkjum marga og margir þekkja okkur. Ég hef því alltaf reynt að pakka okkur svolítið saman og halda utan um okkur þannig,“ segir Dísa. Eins og fram hefur komið í fréttum, hefur Covid haft veruleg áhrif á rekstur líkamsstöðva. Og Bjössi ekki alltaf verið sáttur. „En ég fann núna í fjórðu bylgju að mér leið ekki eins illa þegar tilkynningin um lokunina kom. Maður er að venjast þessu,“ segir Bjössi og bætir við: „En frá fyrstu bylgju æfi ég alla daga klukkan þrjú. Því þannig stytti ég daginn og finnst ég ekki þurfa að bíða eins lengi eftir því að deginum ljúki.“ Frá árinu 2007 hefur bróðir Bjössa verið hluthafi í fyrirtækinu með Bjössa og Dísu. Bjössi segir það skýrast af því að hann fékk bróður sinn til að kaupa hlut föður síns út og fannst líka gott að fá hann inn sem traustan viðskiptafélaga. Þegar fjölskyldan er spurð hvort hún sjái fyrir sér að World Class verði lengi rekið sem fjölskyldufyrirtæki er svarið einróma: „Já!“ Öll segjast þau ekki sjá fyrir sér annað en að World Class verði annað en fjölskyldufyrirtæki áfram. Enda segir Bjössi marga kosti liggja í því að boðleiðir séu stuttar. Oft hafi þó komið boð um að kaupa eða að aðrir kæmu inn sem fjárfestar. En á því hafa hjónin aldrei haft áhuga. Birgitta Líf og Björn Boði segjast sjálf spennt fyrir þeirri framtíð að taka einhvern tímann við. Þó séu þau mál ekkert rædd sérstaklega. Tilfinningin sé hins vegar sú að World Class og fjölskyldan sé í raun eitt og hið sama. Þetta er bara okkar líf,“ segir Birgitta. Gamla myndin Það hefur alltaf verið mikill metnaður lagður í að vera með nýjustu og bestu tækin fyrir líkamsræktina og á þessari mynd má sjá vernig nýtískulegur tækjasalur leit út laust fyrir síðustu aldamót, World Class þá í Fellsmúlanum.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Líkamsræktarstöðvar Tengdar fréttir „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00 Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01 „Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01 „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Sjá meira
„Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. 28. mars 2021 08:00
Erfitt að fá launahækkun hjá pabbanum „Árið 1947 brann allt til kaldra kola enda ekki komin vatnsveita í Selás í Reykjavík þá. En það hvarflaði aldrei að pabba að hætta rekstri,“ segir Eyjólfur Axelsson stjórnarformaður AXIS. Faðir Eyjólfs stofnaði fyrirtækið árið 1935 en fyrirtækið er í dag rekið af þriðju kynslóðinni: Þeim Eyjólfi og Gunnari Eyjólfssonum. „Nei ég ætlaði ekkert að fara að vinna hér. Ég er lögfræðingur og starfaði sem slíkur þegar pabbi talaði við okkur systkinin um það hvort eitthvert okkar vildi taka við,“ segir sonurinn Eyjólfur og hlær. 14. mars 2021 08:01
„Afi var alltaf með Malt í gleri og Prince Póló á skrifstofunni“ „Mér fannst þetta alltaf spennandi og sem barni þótti manni líka svo merkilegt ef maður sá frægt fólk. Alþingismennirnir, Hemmi Gunn og forsetinn voru meðal þeirra sem ég man eftir að hafa þótt merkilegt að sjá,“ segir Guðrún Erla Sigurðardóttir og skellihlær. „Já, þeir komu forsetarnir og bílstjórarnir þeirra, það er rétt,“ segir móðir hennar Ágústa Kristín Magnúsdóttir og bætir við: „Ég man til dæmis að Ásgeir Ásgeirsson forseti verslaði við pabba þegar Efnalaugin Björg var á Sólvallagötunni.“ 7. mars 2021 08:01
„Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana“ „Ætli maður mæti ekki á morgnana af gömlum vana,“ segir Ragnar Matthíasson framkvæmdastjóri Poulsen og hlær. „Maður hefði alla vega nóg annað að gera ef maður myndi hætta að vinna. Ég er í hestunum, með sumarbústað og síðan erum við með fjölskylduhús á Spáni og því alveg hægt að segja í gríni að vinnan sé að trufla áhugamálin!“ segir Ragnar. 28. febrúar 2021 08:01
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. 21. febrúar 2021 08:01