Handbolti

Óðinn fer til KA í sumar

Sindri Sverrisson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson snýr aftur heim til Íslands í sumar.
Óðinn Þór Ríkharðsson snýr aftur heim til Íslands í sumar.

KA fær afar góðan liðsstyrk í sumar þegar Óðinn Þór Ríkharðsson kemur til félagsins frá Team Tvis Holstebro í Danmörku.

Þetta herma heimildir Vísis. Handbolti.is greindi fyrst frá og sagði Óðin að öllum líkindum ganga til liðs við KA, en samkvæmt heimildum Vísis er það frágengið.

Ein umferð er eftir af deildarkeppninni í dönsku úrvalsdeildinni og er Óðinn með TTH í 3. sæti og því á leið í úrslitakeppni.

Óðinn er 23 ára gamall, hægri hornamaður sem leikið hefur á annan tug landsleikja. Óðinn hefur leikið í dönsku úrvalsdeildinni frá árinu 2018, fyrst með GOG og svo með TTH í vetur. Á Íslandi hóf hann ferilinn með HK en lék einnig með Fram og FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×