Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:00 Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Selfossliðinu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í maí 2019 og þeir eru enn Íslandsmeistarar næstum því 23 mánuðum síðar. Nú er aftur óvissa um hvort að úrslitakeppnin geti fram en henni var aflýst í fyrra. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira