„Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. mars 2021 08:16 Söngkonan Vala sendi í gær frá sér lagið Minn eigin dans. „Í rauninni er þetta lag ádeila á gervimennskuna sem mér finnst svo áberandi í öllu í dag,“ segir tónlistar- og útvarpskonan Vala Eiríksdóttir um nýja lagið sitt. Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið heitir Minn eigin dans og er annað lagið sem Vala sendir frá sér. Boðskapurinn í textanum er mjög skýr. Hún segir að lagið sé samið fyrir sig og alla þá sem hafa upplifað sig skrítna og stundum ekki nógu góða fyrir þennan heim. „Við erum svo upptekin af því að koma vel fyrir út á við, að sjálfið, allt það sem gerir okkur að okkur, hefur liðið fyrir það.“ Þurfum ekki að vera eins og hinir Textinn hefur því persónulega merkingu fyrir söngkonuna en hún syngur meðal annars um óeinlæg bros, tilgerðarleika og yfirborðselsku í laginu. „Ég hef alveg farið fram og til baka í þessu sjálf. Að langa að passa bara inn og vera samþykkt, en á sama tíma hef ég ríghaldið í sjálfa mig. Vegna þess að ef ég missi sjónar á því hver ég er og hvað ég stend fyrir, þá er ekkert eftir. Ég vil dansa minn eigin dans í gegnum þetta líf, hvort sem hann hugnast öllum eða ekki.“ Vala syngur sjálf lagið og á bæði lag og texta. Hún spilar einnig á djembe og bassatrommu í laginu. „Við þurfum ekki að lifa lífinu eins og allir hinir til að lifa því rétt. Við þurfum ekki að vera eins og allir hinir til að vera rétt,“ segir Vala að lokum. Lagið er komiið á Spotify en áskrifendur veitunnar geta hlustað á það hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira