Drama hjá meistaraliðinu: Samherji Alfonsar yfirgaf hótelið án þess að láta neinn vita Anton Ingi Leifsson skrifar 30. mars 2021 07:00 Alfons Sampsted lengst til hægri og Kasper þriðji frá hægri er Bodo fagnar marki á San Siro gegn AC Milan. Giuseppe Cottini/Getty Alfons Sampsted er með íslenska landsliðinu að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liechenstein á morgun en það er dramatík í herbúðum félagsliðs hans, Bodø/Glimt. Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021 Norski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Norsku meistararnir hafa síðustu vikur verið við æfingar og keppni á Marbella á Spáni en nú hefur ein af skærustu stjörnum liðsins yfirgefið herbúðirnar án þess að láta kóng né prest vita. Daninn Kasper Junker fór á kostum á síðustu leiktíð, í mögnuðum deildarsigri Bodø/Glimt, og hefur norsku meisturunum borist nokkur tilboð í framherjann sem þeir hafa neitað. Junker hefur verið allt annað en sáttur við framgöngu stjórnarmanna norska liðsins og þegar þeir neituðu tilboði frá Japan um helgina, ákvað Junker að nú væri nóg boðið. Hann yfirgaf æfingarbúðirnar. „Ég get ekki verið hérna lengur,“ sagði Junker í samtali við Avisa Nordland og tók taxa frá hótelinu. Annar norskur miðill, Nettavisen, greinir frá því að það verði nánast ómögulegt fyrir Junker að snúa aftur í æfingabúðirnar vegna kórónuveirureglna. Frode Thomassen er framkvæmdastjóri norska liðsins og hann staðfesti í samtali við TV2 að Daninn hafi yfirgefið æfingabúðirnar án þess að láta neinn hjá félaginu vita af ferðum sínum. „Við sögðum Kasper frá tilboðinu. Að hann hafi yfirgefið hótelið er leiðinlegt og ekki ásættanlegt. Hann er með samning við Glimt. Þetta kom mér á óvart að hann hafi farið og ég heyrði fyrst af þessu á sunnudagskvöldið,“ sagði Frode. Frode bætti því einnig við að tilboðinu hefði verið hafnað vegna tímasetningarinnar. Það styttist í norsku deildina og erfitt yrði fyrir Bodø/Glimt að finna mann í stað Kaspers. Kasper Junker forlot Bodø/Glimts spillerhotell i Spania: - Her kan jeg ikke være mer https://t.co/qFcUjMqgZf— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) March 28, 2021
Norski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira