Venjulegir mannbroddar duga ekki á gosstöðvarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:01 Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, sýnir hvers konar brodda fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum þurfi að hafa meðferðis. Stöð 2 Eigandi útivistarbúðarinnar GG sport segist aldrei hafa upplifað aðra eins aðsókn í búðina á þessum árstíma eins og núna. Fólk hafi undanfarna viku komið í stríðum straumum til að útbúa sig fyrir gönguna að gosstöðvunum í Geldingadölum sem hann segir mjög jákvætt. „Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt. Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
„Það var mjög mikið að gera í dag og þetta er búið að vera stígandi síðustu daga en við náðum algjörum toppi í dag. Þetta var mjög gaman,“ sagði Leifur Dam Leifsson, eigandi GG sport, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nauðsynlegt er að sögn Leifs að fólk sé vel búið í gönguna að Geldingadölum, í samræmi við tilmæli viðbragðsaðila. Til að mynda hefur verið biðlað til fólks að það mæti með mannbrodda en mikill ís og hálka getur myndast á leiðinni eins og gerðist í dag. „Það þarf sérstaklega góða gönguskó, bakpoka, göngustafi og höfuðljós og að sjálfsögðu brodda líka,“ segir Leifur. Það er þó ekki hægt að nota hvaða mannbrodda sem er fyrir gönguna. Velja þarf vel, en broddar sem fást víða eru að sögn Leifs ekki nógu góðir fyrir svona göngu. „Þessir punktabroddar eru bara til að ganga á götum en það sem er gott að gera er að velja brodda sem eru með göddum. Vegna þess að gaddarnir þeir læsa sig niður í ísinn og ef það snjóar yfir ísinn þá ná þeir líka í gegn. Þetta eru broddarnir sem fólk þarf að taka,“ segir Leifur. Hann segir marga telja þá brodda of mikið en hann segir það ekki svo. „Það er alls ekki þannig. Það er mjög einfalt að ganga á þeim og þeir snúast heldur ekki þegar maður er í hallanum,“ segir Leifur. Hann segist ekki muna eftir annarri eins umferð í búðina á þessum árstíma. „Bara á svona „high-season“ tímum, í kring um jólin og á sumrin en aldrei svona seint í mars. Þetta er gaman hjá okkur og það er greinilegt að fólk ætlar að fylgja tilmælum og við höfum upplifað spenning í fólki og þau ætla að búa sig vel þannig að það er mjög jákvætt.
Eldgos í Fagradalsfjalli Fjallamennska Tengdar fréttir Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30 Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Ætti ég að taka börnin með að skoða eldgosið? Þessi spurning hefur kviknað í hugum fjölmargra foreldra undanfarna viku. Lilja Sigurgeirsdóttir og Gunnar Guðmundsson skelltu sér með krakkaskarann í Geldingadali í gær og sköpuðu minningar fyrir lífstíð. Líkur eru á að fleiri geri slíkt hið sama á morgun enda veðurspá afar góð. 29. mars 2021 19:30
Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. 29. mars 2021 19:18
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. 29. mars 2021 19:18