„Andstæðingarnir eru engir nýgræðingar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 18:30 Arnar Þór hefur byrjað á tveimur töpum sem A-landsliðsþjálfari. EPA-EFE/TOBIAS SCHWARZ / POOL „Þetta var leikur sem að mínu mati myndi falla fyrir liðið sem myndi skapa sér færi eða skora fyrsta markið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld. „Þetta var lokað í fyrri hálfleik. Við fengum eitt færi í fyrri hálfleik og þetta var lokaður leikur. Við vissum að Armenarnir eru mjög agressívir og mjög viljugir í sínum hlaupum og við töluðum um það fyrir leikinn. Þeir eru með sjálfstraust og hafa unnið marga leiki. Þeir hafa spilað vel. Það lið sem myndi ná að skapa sér eða skora fyrsta markið myndi fara með þrjú stigin úr leiknum.“ „Við erum í þessum mars glugga í þremur útileikjum. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög erfiðir útivellir og við getum ekki vanmetið neinn en við erum að stilla upp því liði sem á bestan möguleika á að vinna í dag. Ég er ekki að hugsa um eitthvað sem mun gerast í haust eða í sumar.“ Arnar var næst spurður út í breytingarnar sem hann gerði á liðinu frá síðasta leik. Alfons Sampsted og Arnór Ingvi Traustason fengu sér meðal annars sæti á bekknum og Birkir Már Sævarsson kom til að mynda inn í liðið. „Í dag voru þetta bestu ellefu einstaklingarnir til að mynda liðsheild og mynda það spil sem við vildum ná upp í dag en við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að gera betur. Við þurfum að skapa okkur fleiri færi og finna smá hungur aftur í að ná úrslitum aftur. Við þurfum að vera aðeins viljugri.“ „Leikmennirnir og liðið sem er að spila hér í kvöld hafa mikla hæfileika og hafa sýnt það. Þeir geta náð mjög úrslitum á erfiðum útivöllum gegn góðum liðum. Við þurfum að átta okkur á því að andstæðingarnir eru nýgræðingar. Það er mjög auðvelt að horfa á FIfA listann og horfa á að Ísland á að vinna Armeníu létt. Við ætluðum okkur og vildum vinna á útivelli og hefði það tekist, hefði það verið mjög sterkt.“ „Knattspyrnan í Evrópu er orðin mjög jöfn. Það hefur ekkert með það að gera að við erum ekki eins góðir og við vorum. Við þurfum að finna rétta tempóið, finna réttu sendinguna og finna rétta hungrið til þess að vinna, ekki bara fyrsta heldur annan og þriðja boltann. Armenarnir voru sterkari þar, ekki að öðru mörgu leyti.“ Ísland er þar af leiðandi með núll stig án eftir fyrstu tvo leikina og það gerir stöðu liðsins verri. „Að sjálfsögðu veikir þetta möguleika okkar. Við vildum taka eitt eða þrjú stig. Til að ná öðru sætinu má reikna með að þú getur tapið tveimur útileikjum en riðillinn er mjög jafn. Þjóðverjarnir eru með lang, lang besta liðið og svo eru nokkur lið þar á eftir sem eru mjög jöfn. Það eina sem við þurfum að gera núna er að leikgreina þennan leik.“ „Við getum gert betur og verðum að vilja gera betur. Við þurfum að leysa þá hluti sem ekki gengu upp í dag og fara í leikinn eftir þrjá daga með annað hugarfar og ná í þrjú stig þar. Að byrja reikna einhverja lokastöðu í riðlinum er ekki hægt núna. Nú er það að leikgreina, jafna sig og hvíla sig og mæta með jákvætt hugarfar á mánudaginn. Eftir þann leik greinum við mars gluggann og einbeitum okkur að júní.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26 „Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13 Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
„Þetta var lokað í fyrri hálfleik. Við fengum eitt færi í fyrri hálfleik og þetta var lokaður leikur. Við vissum að Armenarnir eru mjög agressívir og mjög viljugir í sínum hlaupum og við töluðum um það fyrir leikinn. Þeir eru með sjálfstraust og hafa unnið marga leiki. Þeir hafa spilað vel. Það lið sem myndi ná að skapa sér eða skora fyrsta markið myndi fara með þrjú stigin úr leiknum.“ „Við erum í þessum mars glugga í þremur útileikjum. Fyrstu tveir leikirnir voru mjög erfiðir útivellir og við getum ekki vanmetið neinn en við erum að stilla upp því liði sem á bestan möguleika á að vinna í dag. Ég er ekki að hugsa um eitthvað sem mun gerast í haust eða í sumar.“ Arnar var næst spurður út í breytingarnar sem hann gerði á liðinu frá síðasta leik. Alfons Sampsted og Arnór Ingvi Traustason fengu sér meðal annars sæti á bekknum og Birkir Már Sævarsson kom til að mynda inn í liðið. „Í dag voru þetta bestu ellefu einstaklingarnir til að mynda liðsheild og mynda það spil sem við vildum ná upp í dag en við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að gera betur. Við þurfum að skapa okkur fleiri færi og finna smá hungur aftur í að ná úrslitum aftur. Við þurfum að vera aðeins viljugri.“ „Leikmennirnir og liðið sem er að spila hér í kvöld hafa mikla hæfileika og hafa sýnt það. Þeir geta náð mjög úrslitum á erfiðum útivöllum gegn góðum liðum. Við þurfum að átta okkur á því að andstæðingarnir eru nýgræðingar. Það er mjög auðvelt að horfa á FIfA listann og horfa á að Ísland á að vinna Armeníu létt. Við ætluðum okkur og vildum vinna á útivelli og hefði það tekist, hefði það verið mjög sterkt.“ „Knattspyrnan í Evrópu er orðin mjög jöfn. Það hefur ekkert með það að gera að við erum ekki eins góðir og við vorum. Við þurfum að finna rétta tempóið, finna réttu sendinguna og finna rétta hungrið til þess að vinna, ekki bara fyrsta heldur annan og þriðja boltann. Armenarnir voru sterkari þar, ekki að öðru mörgu leyti.“ Ísland er þar af leiðandi með núll stig án eftir fyrstu tvo leikina og það gerir stöðu liðsins verri. „Að sjálfsögðu veikir þetta möguleika okkar. Við vildum taka eitt eða þrjú stig. Til að ná öðru sætinu má reikna með að þú getur tapið tveimur útileikjum en riðillinn er mjög jafn. Þjóðverjarnir eru með lang, lang besta liðið og svo eru nokkur lið þar á eftir sem eru mjög jöfn. Það eina sem við þurfum að gera núna er að leikgreina þennan leik.“ „Við getum gert betur og verðum að vilja gera betur. Við þurfum að leysa þá hluti sem ekki gengu upp í dag og fara í leikinn eftir þrjá daga með annað hugarfar og ná í þrjú stig þar. Að byrja reikna einhverja lokastöðu í riðlinum er ekki hægt núna. Nú er það að leikgreina, jafna sig og hvíla sig og mæta með jákvætt hugarfar á mánudaginn. Eftir þann leik greinum við mars gluggann og einbeitum okkur að júní.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26 „Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13 Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50 Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Sjá meira
Erfiður leikur og við vorum ekki sjálfum okkur líkir Kári Árnason kom óvænt inn í byrjunarlið Íslands eftir að Ragnar Sigurðsson meiddist í upphitun. Hann vildi ekki kenna neinum um tapið en sagði að íslenska liðið þyrfti að skoða hvað fór úrskeiðis. 28. mars 2021 18:26
„Þú átt ekki að vinna neinn leik“ „Þú átt ekki að vinna neinn leik nema þú eigir það skilið,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í samtali við RÚV eftir 2-0 tapið gegn Armenum í kvöld, þegar Jóhann var spurður út í hvort að þetta hefði verið skyldusigur í kvöld. 28. mars 2021 18:13
Mikil neikvæðni á Twitter er Ísland féll á prófinu í Armeníu Það var ekki bjart yfir fólki á Twitter er Ísland tapaði 2-0 gegn Armeníu ytra í undankeppni HM 2022 í dag. Ísland nú tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni með markatöluna 0-5. 28. mars 2021 18:01
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-2 | Danir refsuðu á meðan Íslendingar nýttu ekki færin Ísland mætir Danmörku í Ungverjalandi í dag, í öðrum leik sínum á EM U21-landsliða. Danir eru með sjálfstraust eftir 1-0 sigur gegn Frökkum en Ísland tapaði 4-1 gegn Rússum. 28. mars 2021 14:50