Kielce fékk Kwidzyn í heimsókn og eins og stundum áður í pólsku úrvalsdeildinni voru yfirburðir Kielce algjörir.
Fór að lokum svo að Kielce vann fjórtán marka sigur, 40-26, eftir að hafa leitt með sjö mörkum í leikhléi, 22-15.
Sigvaldi átti góðan leik, skoraði fjögur mörk en markahæstur í liði Kielce var franski landsliðsmaðurinn Nicolas Tournat með sex mörk.
Ungstirnið Haukur Þrastarson er á mála hjá Kielce en er meiddur.