Drungilas dæmdur í tveggja leikja bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 13:05 Adomas Drungilas verður í banni í næstu tveimur leikjum Þórs Þ., hvenær sem þeir verða. vísir/hulda margrét Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mirza Saralilja olnbogaskot í leik gegn Stjörnunni 18. mars. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira