Kári vill fjölga sóttkvíardögum milli skimana á landamærum Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2021 11:57 Kári Stefánsson segir dæmi um að fólk sem mælist neikvætt við komuna til landsins og fimm dögum síðar en greinist með kórónuveiruna eftir það. stöð 2 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vill fjölga sóttkvíardögum á milli fyrri og seinni sýnatöku á landamærunum. Þá ætti að afnema með öllu skyldu útlendinga á atvinnulaysisbótum til að koma reglulega til landsins til að staðfesta að þeir séu enn atvinnulausir. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir breska afbrigði covid-19 veirunnar hafa sloppið hingað til lands frá mörgum stöðum þrátt fyrir sóttvarnaráðstafanir á landamærunum. „Þetta berst inn í landið með fólki sem er að koma hingað frá austur Evrópu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Skandinavíu. Þetta kemur víða að,” segir Kári. Þeir sem flakki fram og til baka séu líklegri en aðrir til að bera veiruna til landsins en aðir. Undanfarið ár hefur verið flogið til mjög fárra áfangastaða frá Íslandi og fáir farþegar í flestum flugvélum nema þá helst þeim sem koma frá Varsjá í Póllandi. Enda búa aðeins fleiri Pólverjar á Íslandi en íbúar Akureyrar. Er það stóra feimnismálið í umræðunni vegna pólitískrar réttsýni að við nefnum ekki ákveðna hluti? Það er vitað í dag að það eru margir Pólverjar að fara á milli Póllands og Íslands? „Það er enginn vandi að taka á því. Vegna þess að þetta fólk er að koma hingað með reglulegu millibili til að sækja sér atvinnuleysisbætur. Það eina sem við þurfum að gera er að taka af þeim skylduna til að koma hingað. Hún er íþyngjandi ekki bara fyrir þá heldur er hún hættuleg fyrir íslenskt samfélag,“ segir forstjóri íslenskrar erfðagreiningar. Í dag geta atvinnulausir útlendiingar frá evrópska efnahagssvæðinu sótt um að staðfesta bætur sínar í útlöndum í þrjá mánuði á meðan þeir leita sér að vinnu innan svæðisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þeir þurfa til dæmis að eiga rétt á fullum bótum og hafa þegar bætur samfellt í fjórar vikur hér á landi áður. Annars er almenna reglan að staðfesta þurfi atvinnuleit hér á landi í hverjum mánuði á milli 20. og 25. hvers mánaðar. Kári vill einnig breyta sóttvarnareglum á landamærunum. „Ég held að við verðum að lengja sóttkvíartímann uúr fimm dögum upp í að minnsta kosti sjö. Vegna þess að við vitum nokkur dæmi þess að menn hafa komið til landsins og verið neikvæðir á landamærum. Verið neikvæðir eftir fimm daga og orðið síðan jákvæðir síðar. Þannig að ég held að ein af einföldu aðferðunum sé að lengja sóttkvíartímann um tvo til þrjá daga,“ segir Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Pólland Tengdar fréttir 20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
20 greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Átta greindust innanlands og allir í sóttkví Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Fimm greindust á landamærum. 25. mars 2021 10:52