Hörðustu samkomutakmarkanir til þessa taka gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2021 07:10 Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað vegna stöðunnar í faraldrinum og Landspítalinn er kominn á hættustig. Vísir/RAX Hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Aðgerðirnar ná til landsins alls. Neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað og þá er Landspítalinn kominn á hættustig. Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Þessar hörðu aðgerðir voru kynntar í gær eftir að sautján manns greindust innanlands á þriðjudag. Þar af voru þrír utan sóttkvíar en hinir fjórtán voru í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar er nú ráðandi í faraldrinum en það er meira smitandi en aðrir stofnar hennar. Þá er talið að það geti valdið meiri veikindum og leggist meira á börn og ungt fólk. Sóttvarnaaðgerðirnar gilda í þrjár vikur. Ekki mega fleiri en tíu koma saman og gilda fjöldatakmörk að meginreglu fyrir alla nema börn sem fædd eru 2015 eða síðar. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum hefur verið gert að loka en leikskólar verða áfram opnir. Þó eru leikskólar á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til hádegis í dag. Fjölmargri annarri starfsemi er einnig lokað en hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar á samkomutakmörkunum sem hafa tekið gildi. Þá má lesa nánar um aðgerðirnar í reglugerð heilbrigðisráðherra. Neðst í fréttinni má síðan fylgjast með vaktinni þar sem greint verður frá öllum helstu vendingum í tengslum við faraldurinn í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira